test


3. maí 2009

Árla morguns, laugardaginn 2. maí 2009, lögðu 16 sprækir einstaklingar, fullir af pasta og tilhlökkun, upp í langferð.  Leiðin lá suður á bóginn til borgarinnar Hannover í Þýskalandi.  Tilgangur ferðarinnar var einfaldur, þessir 16 einstaklingar höfðu sett sér skýrt markmið sem uppfylla átti daginn eftir í þessari þýsku stórborg.

3275_190210740103_681735103_6696885_4391183_n

pasta + vatn

Með pasta í annarri og vatnsflöskuna í hinni komu ferðalangar sér fyrir í tveimur langferðabílum. Rúmlega 6 tíma akstur frammundan en ofan á þann tíma bættust við fjölmörg „pissustopp“ sem er fylgikvilli þess að drekka 4-6 lítra af vatni á sólarhring. 

Spenningurinn leyndi sér ekki í hópnum enda búið að gefa blóð, svita og tár í undirbúninginn og nú voru aðeins fáeinir tímar til stefnu, aðeins fáeinir tímar þangað til tekist yrði á við kílómetrana 42,195!

  3275_190210825103_681735103_6696899_2652694_n

Val á skoti til að hafa mér sér á marklínunni!

3275_190210845103_681735103_6696902_7653226_n

Risabjórinn hans Rasmusar

Á landamærum Danmerkur og Þýskalands var tekin verslunarpása í skattfrjálsa súpermarkaðnum.  Eftirvæntigin náði hámarki.  Plön um partý eftir hlaupin, kampavín og annað til þess að skála með var hrúgað í innkaupakörfuna.  Flest okkar höfðum sagt nei takk við gleðskap og djúserí síðastliðinn mánuð og meira en tilbúin til að sleppa af okkur beislinu!

3275_190210850103_681735103_6696903_3636818_n

Pastapása!

Við komum til Hannover um kvöldmatarleitið og skráðum okkur til leiks.  14 okkar stefndum á heilt maraþon og 2 á hálft.  Eftir það lá leiðin á veitingahús þar sem fleiri kíló af pasta voru innbyrgð og eftir það lá leiðin heim á hótel, beinustu leið í bólið!

Stóri dagurinn rann upp!  Þetta varð allt í einu að veruleika!  Ég klæddi mig í hlaupafötin, festi á mig númerið mitt, F336, og reimaði hlaupaskóna vel og vandlega en mér fannst ég vera andlega fjarverandi þegar ég var að gera þetta.  Þetta gat bara ekki verið, gat ekki passað.

Eftir morgunverðinn, sem var örlítið meira af pasta ásamt banönum og brauði héldum við í hann.  Stemmningin var magnþrungin, glens og gaman, allir voru yfir sig spenntir.

3275_190212400103_681735103_6696914_2375434_n

Tilbúin í slaginn!

3275_190212415103_681735103_6696917_6292423_n

Hópurinn! 

Svo var ég stödd þarna, ásamt aragrúa af maraþonhlaupurum!  Nú var ekki aftur snúið, þetta var í raun og veru að gerast!  Við stelpurnar reyndum að geyma síðustu klósettferðina fyrir hlaupið þangað til á síðustu stundu og eftir það lá leiðin inn í röðina, röð fólks sem er það klikkað að hlaupa 42,195 km!  Við vorum stödd þarna, allur hópurinn, við dönsuðum og knúsuðumst og óskuðum hvort öðru góðs gengis.....koma svo!

3275_190212480103_681735103_6696926_1003658_n

Gjörsamlega að missa okkur úr gleði í röðinni! 

10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1, GO!  Þetta var byrjað, hlaupið var byrjað!

10 km: Klukkutími búinn og tæplega einn fjórði, ég er passlegum hraða, alls ekki undir of mikilli pressu og finnst ég geta haldið þessu áfram út í eilífðina.  Fólk fagnar, klappa og stappar þegar maður hleypur brosandi hringinn framhjá því, þetta er geggjað!

21 km: Hálfmaraþonið tæklað á rétt rúmum tveimur tímu, þetta verður ekkert mál, get alveg haldið þessum hraða áfram í 21 km í viðbót!  Djöfull er þetta geggjað!   Fólk fagnar enn og trommuleikur og glens á hverju götuhorni.

25 km: Ohhhh.....þetta fer að vera svolítið þreytandi núna, ég nenni eiginlega ekki að hlaupa meira!  Dísssss.....17 km eftir ohhhhhh úfff....jæja, áfram svo....pissupása tekin og erfitt að komast í gang aftur eftir hana.  Fólk enn að hvetja mann og lítil börn að biðja um „five“, ok, „suck it up!“ hlauptu bara!

27 km: Núna eru bara 15 eftir....snilld, það er ekki neitt!!  Gleðin tekin á ný!

30 km: 12 eftir og það eru þrír tímar síðan það voru fimmtán eftir.....díses hvað hver kílómeter er lengi að líða!

31 km: OHHHHHHHHHHHHHHHH!!!!!!!!!!

32 km: 10 eftir vúhú!

33 km: 9 fokking kílómetrar eftir og lappirnar mínar segja nei, nei Hrefna Rós, þú hleypur ekki meira, þú átt að stoppa og fara heim og fá þér nautasteik með Nonnabernesósu, kók og fótanudd!

Um þetta leiti hitti ég Espen sem gekk sökum hnémeiðsla, ég gekk með honum rúmlega kílómeter.  Það var það heimskulegasta sem ég hefði getað gert í stöðunni því ég fann fyrir hversu illt mér var í hnénu þegar ég byrjaði að labba.

35 km: Ég hóf hlaupin á ný, ef kalla má hlaup, og mikil fagnaðarlæti brutust út á hliðurlínunni í tilefni þess, gæsahúð og tár í augunum hérna megin!  Á leiðinni var ég stoppuð af sjúkraliða sem spurði hvort ég væri í lagi, örugglega verið skrítið að sjá halta hænu hlaupa maraþon!  Ég sagði bara, JA þó að svarið væri NEI og flýtti mér í burtu! 

36 km: Vegurinn hallaði örlítið en tilfinningin var eins hæðamunur á malbikinu milli vinstri og hægri fótar væri roslegur!  Skyndilega fékk ég frábæra hugmynd, ég hleyp bara á grasinu!:)  Slæm hugmynd, þetta gerði illt verra! PAIN.....garg, ég rak upp vein.  Ég var að bugast!  Rétt fyrir aftan mig hafði hlaupið kona sem kallaði á mig og sagði mér að standa upp og berjast á þýsku!  Ég sagði bara ok og hljóp aftur frammúr henni, ég varð að hlíða henni!;)

39 km: 3 km eftir, skemmtiskokk, ekkert mál!

40 km: ohhhh....bara einn kílómetar búinna af þessum litlu þremur, endalaust að líða!  Ég verð meira en fimm tíma með þetta rugl!

41 km: OMG bara einn kílómetar eftir! 

42 km: Nei, nei, nei, nei, þetta getur ekki verið, markið getur ekki verið þarna beint fyrir framan mig....what? hahaha, ég ætla að fokking spretta!

42,195 km: 5:02, mér er drullusama, ég kláraði þetta, vó, svimi, vantar vatn...hvar er vatn!

Ég gekk í móki áfram, tók eftir að ég var komin með metalíu um hálsinn, kúl.  Ég sá ekki krakkana, vissi ekki hvert ég ætti að fara, spurði vegfarendur: „Wasser, wasser?“ og þeir bentu mér á að ganga áfram.  Ég var alveg ringluð.  Loks sá ég Janus og Thomas.  Janus tók utan um mig og sagði, þú ert búin að hlaupa maraþon, þú gerðir það!  Þetta var of mikið, tárin láku, þetta hafði í alvörunni gerst, þetta var ekki draumur!  Janus leiddi mig að vatnsbásnum og lét mig borða saltstangir og orkudrykk.  Fáeinum mínútum síðar fór að kveikna á mér andlega.

3275_190212515103_681735103_6696932_570576_n

OF sátt með lífið á þessum tímapunkti.  Janus búin að láta mig hafa orkudrykk, saltstangir, epli og plastvesti til að halda hitanum.

3275_190212520103_681735103_6696933_2368347_n

Með bjargvættinum, Janusi 

Við fundum hina krakkana, allir höfðu komist í mark, meira að segja Espen með hnémeiðslin!  Gleðin var mikil en orkan var engin!  Eftir að hafa setið og áttað okkur á stöðu mála um stund lá leiðin að bílnum, allt í einu var spölurinn niður að bílnum orðinn fimmfalt lengri!  Við höltruðum öll eins og kjánar en sáum hins vegar heita sturtu og hlýtt ból í hyllingum og reyndum að ganga eins hratt og mögulegt var!

Fyrir hlaupið höfðum við ímyndað okkur að við tækjum eitt skot við marklínuna og hæfum gleðskap um leið og hlaupinu væri lokið!  Þegar kom á daginn var skot það síðasta sem við höfðum lyst á, svefn var það sem við þráðum mest!

Ég fór í langt bað og laggði mig í bólið með einn kaldan.  Ég var svo lengi að drekka hann, mér leið bara illa, mér leið illa í öllum líkamanum og sérstaklega í hnénu sem hafði verið að stríða mér á meðan á hlaupinu stóð.  Á þessum tímapunkti fattaði ég ekki af hverju ég var að þessu, ég varð bara veik af þessu!  Hálftíma síðar var bankað á herbergið, við ætluðum að hittast og skála og halda síðan út að borða.

3275_190212530103_681735103_6696935_4185019_n

Skál!  Fremur dautt partý! 

Það var ekki mikið líf í fólkinu við ölsötrið, loks voru allir búnir með sinn eina og leiðin lá á steikhús!  Eftir 200 gr. nautalund með öllu tilheyrandi voru við flest enn svöng!  Við gúffuðum í okkur desert og svo var planið að fara upp á hótel og svolgra í sig öllum þeim lítrum af alkóhóli sem við keyptum á landamærunum.

3275_190212585103_681735103_6696944_6712948_n

Ummmm.....nautalund:P 

Loks vogaði Nikolaj sér að segja það sem við vorum öll að hugsa „mig langar nú eiginlega mest að fara bara að sofa!“  Lífsgleðin skein úr augum fólks á ný!  Mig líka!  Allir voru sammála um að bólið blíða hljómaði betur en fyllerí!  Við vorum öll löggst til hvílu fyrir kl. 22 að kvöldi þessa magnaða dags.  3. maí 2009, dagur sem ég mun seint gleyma af því að á þeim degi áttaði ég mig á að hið ótrúlega er mögulegt!  Uppgjöf er ekki möguleiki!

kv.

Hrefna Rós

Ps. Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar:*   


JægerLars

Það nær náttúrulega ekki einni átt hversu löt ég er að blogga!

Mig langar að blogg um tvennt núna:

  • Kynni mín af hermanninum Lars sem hefur verið í Jægerkorpset í 25 ár en ég veit því miður ekki hvernig hægt er að þýða það....allavega mjög hátt sett sveit innan hersins sem aðeins útvaldir komast í.....veiðisveitin kannski?
  • 3. maí 2009

Í stað þess að troða þessu báðu í eitt blogg ætla ég að gera tvö....bloggið um 3. maí kemur því seinna.

Mánudaginn 27. apríl löggðum við teambuilderar upp í ferð með jægersoldat.  Ég hafði ekki misstu glóru hvað jægersoldat var, vissi bara að það var hermaður og við vorum að fara í tveggja sólarhringa ferð úti í náttúrunni.  Við fengum lista yfir það sem við áttum að taka með okkur og hann var eitthvað á þessa leið:

  • heilt sett af auka fötum
  • auka skór
  • regnföt
  • plastdiskur og hnífapör
  • klósettpappír í poka!

Dísssss.....ok frábært, ég var ekkert sérlega spennt fyrir þessu.  Við keyrðum í klukkutíma eitthvað út í buskann af döskum mælikvarða og vorum stödd á tiltölulega auðu svæði, allavega auðasta svæðinu JægerLars vissi um í DK.  Svo var það að henda bakpokanum á bakið, okkur gefið kort og áttaviti en á kortinu var staðurinn sem við áttum að sofa á um nóttina merktur inn og við fengum þrjá tíma til að koma okkur þangað.  Það var ekki alslæmt enda eru nokkrir í hópnum orðnir vanir að lesa kort eftir mörg boðhlaup og þvíumlíkt....ég hélt mér hins vegar frá kortinu;)

Þegar komið var á áfángastað fengum við nýtt verkefni og það var að slá upp búðum og elda mat.  Við fengum 3 heila þorska, kartöflur og eldspýtur.  Við skiptum niður verkum og ég fékk það yndæla hlutverk að flaka þorskinn enda búin að læra handbrögðin á Árbæjarsafninu góða.  Það gekk svona upp og ofan en ég angaði af fisk restina af ferðinni!

Um kvöldið fengum við nokkur mismunandni teamwork verkefni sem við áttum að leysa og svo ræða eftirá hvernig við brugðust við þeim og hvað við gerðum rétt og rant og svo framveigis.  Við erum 12 í hópnum og ég get svarið að ég er næstum farin að þekkja þessa krakka betur en sjálfan mig.  Það er magnað að pæla svona í hlutunum og fara í gegnum hvernig þessi bregst við undir pressu og hvað þessi finnur upp á til að leysa næstum ómöguleg vandamál.  Við erum búin að taka mörg persónuleikapróf og vitum nákvæmlega hvað hver og einn er góður í, þetta er svo magnað!

Þessi "hertúr" var alls ekki jafn slæm og ég hefði ímyndað mér enda tók hann tillit til þess að við vorum mörg hver að fara að hlaupa maraþon fáeinum dögum síðar.  Þetta átti að vísu að vera rosaleg óbyggðaferð og mér fannst alls alls ekki eins og við værum í óbyggðum því við hittum fólk í göngutúr og fleira í skóginum, langt frá þeirri auðn sem finnst heima á landinu fagra.  JægerLars var mjög áhugasamur um Ísland og hefur verið þar tvisvar í jeppaferð og var ánægður með að heyra að pabbi minn væri jeppakall og ég hefði nú farið í þónokkrar jeppaferðir sjálf. 

Í lok ferðarinnar hélt hinn ofursvali JægerLars tölu um hópavinna og í raun um lífið sjálft og það var alveg magnað að hlusta á hann....þess vegna vorum við ekki í rónni þegar við heyrðum að hann ætlaði að halda fyrirlestur hér í skólanum viku seinna!  Sá fyrirlestur var í dag.

Á miðvikudögum er venjulega fyrirlestur hér í skólanum um allt mögulegt og ég fylgist nú með eins vel og ég get, en ef efnið er ekki of áhugavert er mjög létt að slökkva á dönskunni og bara heyra ekkert hvað er í gangi.  Í dag var þó annað á teningum, ég gleypti hvert einasta orð sem kom út úr JægerLars!  Hann er 47 ára og hlutirnir sem maðurinn hefur upplifað og staðirnir sem hann hefur verið á, það er svakalegt!  Eins og áður sagði hóf hann hermennsku fyrir 25 árum og á þeim árum hefur margt drifið á dagana.

Hlutverk Jæger hermenna er að vera fyrstir á stað óvinanna og njósna.  Herþjáfunin felst því ma. í því að vera út í skógi í tvæ vikur á fáeinum fermetrum og vera í viðbragstöðu ef fjendurnir taka eftir þér.  Í kalda stríðunu fengu þeir því þjálfun í fallhlífastökki þar sem markmiðið var að láta sig svífa til Austur Þýskalands.  JægerLars var sendur í flest lönd sem Danir höfðu hersveitir í.

Mögnuð fannst mér frásögn hans af 11. september 2001.  Þá var hann staddur í herskólanum að halda fyrirlestur um hlaup sér til dundurs fyrir fullan sal hermanna....allt í einu kemur maður hlaupandi inn og segir:  "kveikið á fréttunum núna!"  Þeir horfa allir á hörmungarnar dolfallnir og fyrsta hugsunin var, "nu skal vi altså ud at arbejde!"  Mánuði síðar voru þeir staddir í Afganistan!

Líf JægerLars snýst ekki einungis um herinn því hann er einnig íþróttamaður og hefur stundað þríþraut, boðhlaup og mörg adventurrace, ma. eitt sem stóð yfir í 8 daga í frumskóginum!  Þetta er sannarlega maður sem kallar ekki allt ömmu sína og hann endaði þennan magnaða fyrirlestur á því að segja við okkur, nú er tími til að taka ákvörðun og fylgja henni.  Við þurfum að finna út hvað við virkilega viljum í lífinu og fylgja því eftir....allt er mögulegt!

Já, allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi....hvað er það nú sem ég vil....úfffff.....

Ég er gjörsamlega ringluð....ég ætla allavega að fara niður á Bjálka núna og fá mér lítið öl í tilefni af því að hafa hlaupið 42,2 km síðasta sunnudag!

knús


Ísland á morgun!!!

Úúúúúúú ég hlakka svo til!!  Ég er orðin heldur betur spennt að koma á klakann og knúsa alla!  Ég hlakka líka til að borða....úúúfffff....það er margt sem mig langar til að borða, það er varla að ég nái því á einni viku.....hér er listi sem ég gerði í gær:P

- Grillað lambafillet með Nonna bernessósu

- Lambalæri með Nonna bernessósu

- Nonnapizza

- Grillaðar svínakótelettur með Nonna bernessósu

- Spaghetti bolognese a la mamma

- Lasagna

- Kjúllatortilla

- Dominos

- Pizza Hut

- Eldsmiðjan

- Serrano

- Kentucky

- Vöfflur hjá afa

- BRAGÐAREFUR og jafnvel annan!

- fullt fullt af nammi og auðvitað páskaegg!

Ohhhh...þetta verður algjört afslöppunar að frátöldum hlaupaæfingum, sumarbústaður með fjölskyldunni, partý og hittingar hér og þar:)  Hlakka svo til!!

Helgin var róleg, powerteam NIH kom hingað að æfa en það eru nokkrir strákar sem ætla að reyna við Iron Man sem er þríþraut, 3,8 km sund, 180 km hjólreiðar og maraþon í lokin....þetta er ekki djók!  Engin pása á milli, eitt eftir öðru, crazy sko!  Ég ætla að reyna við helminginn af þessu á Lanzarote þannig ég ákvað að taka þátt í þessarri powerhelgi og fór snemma að sofa á föstudaginn eftir spennandi Ludo keppni!;)  Vaknaði svo á laugardeginum á slaginum sjö, búin að fá lánuð professional hjólreiðaföt og hóf eins og hálfs tíma hjólatúr.  Fjúfff....það var meira en að segja það!  Erfiðara en ég hélt að hjóla á flötu landi!  Svo var það túr í sundlaugina þar sem við fengum prógramm til að æfa okkur í skriðsundi, ég er bara ömurleg í því!  Ég er hraðskreiðari ef ég syndi bringusund!  Ég reyndi samt að æfa mig, er alltaf að reyna það, finnst öllum takast að læra að synda alminnilegt skriðsund nema mér....hrmf!  En jæja, ég var alveg búin eftir þetta og ákvað að slaka frekar á í pottinum en að fara í annan hjólatúr og svo strax út að hlaupa, var ekki lengi að afskrifa þessa powerhelgi!  Ég var svo uppgefin eftir vikuna að þetta fór gjörsamlega með mig en planið var að kíkja til Álaborgar með krökkunum og fara út að borða og jafnvel kíkja með þeim í bæinn en spóla og nammi hljómaði mun mun betur þannig ég droppaði bæjarferð sem var síðan bara allt í lagi því það hefði verið freisting til að fá sér í glas en hold'akjæft, ég ætla að vera edrú þangað til eftir maraþon!

Mitzi, herbergisfélaginn minn, var í Álaborg og gisti þar þannig ég svaf inní herbergi hjá Sune og Jesper en Sune var búin að taka þátt í allri powerhelginni og planið var að fara út að hlaupa kl. 9.  Hann spurði hvort ég ætlaði ekki með og ég bara uuuuu....pfffff...tja, jú nei ja nei, æj ohhhh...hann sagði þá, ok ég vek þig og svo sérðu bara hvort þú ert til.  Svo vakti hann mig og ég bara: "ekki séns!"  Svo komu Janus og Gejl líka inní herbergi að spurja hvort ég ætlaði ekki með, ég var orðin frekar pirruð á því og að lokum kom Sune í síðasta skipti, korter í 9, ertu alveg viss? Þú átt eftir að sjá mikið eftir því, þá ertu búin að fara út að hlaupa í dag og stoppaði ekki.....þá varð ég of pirruð og strunsaði inn í herbergið mitt í hlaupaföt, greip prótínbar og fór út að hlaupa!

Ég var uppgefin  eftir þessa aktívu helgi, en ég fór líka að synda á sunnudeginum og ég vaknaði gjörsamlega búin á mánudagsmorgun.  Það eru þemadagar núna, mánudag, þriðjudag og miðvikudag sem við teambuilderarnir erum búnir að skipuleggja.  Á mánudaginn spiluðum við stratego í skjóginum, flugum heimatilbúnum flugdrekum á ströndinni og skelltum okkur í sjóinn.  Í dag fórum við á hlátursnámskeið, fórum öll saman í sund í alls kyns leiki og svo vorum við að enda við svokallaðar "workshops" en þá getur maður valið hvað maður vill gera og í boði var:

hyg og byg: kveikir bál, kveikir í grillunum og gerir klárt fyrir hyggekvöld úti við varðeldinn í kvöld:)

Shake' and bake: bakar kökur fyrir kvöldið

Gak og løjer: gerir skemmtiatriði fyrir kvöldið

Frikvarter: alls kyns baraleikir, kýló, eina króna, parís, sipp, verpa eggjum og fleira skemmtilegt:)

Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir okkur teambuilderana vegna þess að það var smá twist í dagskránni hjá okkur.......við vöktum nebblega alla nemendurnar kl. hálf þrjú í nótt og vorum búin að skipuleggja draugaratleik!  Við slökktum öll ljós í skólanum og settum upp alls konar óhuggulega hluti, kertaljós, tónlist, reikvélar og fleira.  Auk þess vorum við fjögur íklædd draugabúningum og löbbuðum um og brugðum fólki!  Þetta var ekkert smá gaman en hins vegar fengum við öll fjögurra tíma svefn í nótt, þurftum nebblega að undirbúa allt heila klabbið og taka til eftir okkur.  Ég er gjörsamlega búin núna og get ekki beðið eftir að komast heim í yndislega rúmið mitt!!

Í kvöld er ss. hyggeaften í teamtrainingscenteret sem er huggulegt skógarjaður rétt fyrir utan skólann þar sem er varðeldur, kofar og bekkir.  Þar munum við grilla og fá okkur einn kaldan, að vísu ekki maraþonfólkið, ég fæ mér bara kalda kók;)

Ég legg svo af stað heim kl. hálf sjö í fyrramálið, tæpir sex tímar í lest og svo þriggja tíma flug og svo get ég knúsað mömmu og pabba og alla hina!!

Ég ætla að fara að pakka og gera mig reddí fyrir kvöldið:D

sjáumst brátt!!

knús

uppgefna Hrefna

 

 


Hálfmaraþon - check!

Í morgun keyrði maraþonþjálfarinn/badmintonþjálfarinn minn hér á skólanum hann Mads meistari okkur til Løkken sem liggur rétt rúmlega 20 km frá Brønderslev og svo áttum við að hlaupa heim!  Rosalega var ég ánægð þegar ég var loksins komin til heim á skólann aftur eftir tæplega tveggja tíma hlaupatúr og verk nr. 1 var að fá sér kók og íspinna....namm namm:)

Lappirnar á mér voru gjörsamlega búnar á því og en kl. 15 var það powercup í powersport sem bar nafnið strongman.  Engin af okkur vissi við hverjum við áttum að búast og stór hluti af powersport hópnum er líka í maraþonhópnum þannig við vorum gjörsamlega búin á því fyrir þessa keppni.  Powercup er keppni sem er einu sinni í viku meðal þeirra nemenda sem eru í powesport og það er alltaf eitthvað mismundani, í síðustu viku var það sundkeppni, 1000 m tímataka og haldiði að við stelpurnar höfum ekki bara rúllað keppninni upp!!  Við erum 4 stelpur í powersport og keppum innbyrðis en strákarnir sem eru um 12 keppa við hvern annan.  Í sundinu varð ég í 2 sæti en ekki nóg með það heldur vorum við 3 stelpurnar með betri tíma en allir strákarnir!!! Girl power!!!:D

En ss. í dag var strongman keppnin og hún samanstóð af alls konar keppnum, fyrst var það sprettkeppni þar sem við sprettum fram og til baka og síðasti maður datt alltaf út.  Við vorum bara 3 stelpurnar með í því og tvær af okkur höfðum hlaupið 20 km um morguninn.  Þetta var hreint ótrúleg tilfinning að spretta þarna með gjörsamlega dauðar fætur!  Hlaupastílinn var eitthvað á þá leið að ég notaði hendurnar meira en lappirnar, lappirnar bara komust ekki af stað og ég var nærri dottin þegar ég ætlaði að taka endasprettinn!!  Stelpan sem hafði ekki hlaupið um morguninn vann en ég rétt marði hina stelpuna:P  Svo var það dekkjakast, jafnfætis hopp, keppni um að flytja dekk frá einum staur til annars, hlaup með kanó, nákvæmniskast og að lokum 4 sprettir og 4 hjólasprettir, til skiptist.  Ég veit ekki alveg hvernig en með einhverri falinni orku tókst mér að vinna allar keppnirnar:)  Ohhhh.....hvað ég var glöð því ég tapaði nebblega alltaf fyrir einni stelpunni kominn tími til að ég fengi fleiri stig en hún í þessum powercup!;)

Ég var svo ánægð með afrek dagsins að ég borðaði mikinn grjónagraut með miklum kanilsykri í kvöldmat og svo varð ég allt í einu svo kökusvöng að ég rölti niðrá bensínstöð og keypti mér rúllutertu og borðaði helminginn af henni í einu gúffi!  Fékk mér allar kaloríurnar sem ég hafði brennt til baka á hálftímaTounge

Í dag byrjar áfengisbindindi......ekkert áfengi þangað til eftir maraþon, nú er það að taka á því!!!

Um helgina var vinahelgin hérna í skólanum og við teambuilderarnir skipulöggðum hana og allt gekk eins og í sögu þó að það hafi verið mikið stress hjá okkur og við verið undir mikilli pressu og náð að tækla allt síðustu stundu tókst þetta hjá okkur og veislan um kvöldið var hreint út sagt æðisleg!  Ég var veislustjóri ásamt Rasmusi og það var mjög gaman:)  Þema helgarinnar var ælvintýri og við vorum með leikrit í veislunni sem gekk rosalega vel og þessi helgi var ógleymanleg reynsla!  Svo var tekið á því á dansgólfinu og djammað í síðasta sinn fyrir maraþon!

Í næstu viku eru þemadagar og við teambuilderar eigum líka að skipuleggja þá, brjálað að gera vægast sagt!  Þemað er hygge og ætlum við ma. á ströndina að fljúga flugdreka og byggja sandkastala, leika okkur úti í alls kyns barnaleikjum eins og einni krónu, kýló, yfir, verpa egg, snúsnú og fleira, baka köku, fara saman í sund og leika alls kyns leiki þar, fara á hlátursnámskeið, leita að páskaeggjum og fleira skemmtilegt.  Þetta á bara að vera skemmtilegt og huggulegt og hlakka ég mikið tilSmile

Á miðvikudaginn kem ég svo heim!!!!! veij veij veij!!!

Knús knús og sjáumst von bráðar!

Hrefna Rós

ps. Ég má til með að deila með ykkur að það var aldeilis yndislegt hérna í dag, sólbaðsveður....ekki aprílgabb!!:P  Ég er með rauðan nebba;)


Harkan byrjuð!

Jæja, nú er þetta allt að skella á!  Það er ekkert mál að segjast ætla að hlaupa maraþon, það erfiða er að æfa fyrir það.  Ég held að þetta tímabil sem er að skella á núna verði hrikalega erfitt og reyni ekki bara á mig líkamlega heldur líka andlega.  Nú reynir á sjálfsagann.

Ég er svokallaður teambuilder hér í skólanum.  Við erum 15 krakkar sem erum "gamlir nemendur" þ.e. erum búin að vera hér síðan í haust sem vorum valin til þess að vera teambuilders.  Við borgum ekki eins mikið í skólagjöld og aðrir en á móti kemur að við þurfum að vinna að ýmsum verkefnum fyrir skólann.  T.d. erum við að byggja ævitýragarð á skólalóðinni, hjálpum til við tónleikahald í höllinni og fleira.  Við skipuleggjum líka vinahelgina sem er haldin á hverri önn sem og að við sjáum um kennslu nokkra daga.  Við erum að læra að vera teambuilders....þ.e. að kunna að hrista saman hóp og læra hvernig fólk vinnur saman í hópum.  Við munum hjálpa til við Ironman keppnina á Lanzarote í maí, við munum taka þátt í Adventure race, eyða tveimur sólarhringum í hernum ofl. 

Um helgina vorum við að hjálpa til við fjallahjólakapphlaup.  Það var verið að opna 20 km fjallahjólavöll í gær og í tilefni af því var keppni.  Við fengum einnig að prófa völlinn á laugardaginn og það var geggjað! 

Það er hluti af teambuilder þjálfuninni að finna sér markmið.  Það á að vera eitthvað sem við höfum aldrei gert áður og á að vera erfitt að ná en samt sem áður raunhæft og eigum við að ná að uppfylla það á önninni.  Það eru engin takmörk fyrir því hvað markmiðið getur verið, það má vera allt frá því að fara í gegnum Ironman til þess að læra að spila á trompet.  Ég var virkilega í vafa þegar ég ákvað mitt markmið.  Ég hugsaði, ok það er maraþon, en svo fór ég að efast.  Þetta á að vera raunhæft og við eigum virkilega að vilja þetta.  Ég velti þessu lengi fyrir mér.  Við fengum 12 skrefa lista um hvernig er hægt að ná markmiði sínu og þar stendur að ef maður trúir ekki 100% að maður nái markmiði sínu þá nær maður því ekki.  Ég velti þessu meira fyrir mér.....trúi ég virkilega að ég geti hlaupið maraþon?

Svarið er já.....já.  Ég ætla að hlaupa maraþon þann 3. maí.

Þegar maður setur sér stórt markmið eru gott að setja sér undirmarkmið sem maður nær á leið að aðalmarkmiðinu.  Á leiðinni að markmiðinu eru einnig hindranir.  Við skrifuðum niður undirmarkmið okkar og hindranir í 12 skrefa kerfinu.  Undirmarkmið mín eru t.d.

1. apríl - Ekki drekka alkóhól þangað til eftir maraþon

5. apríl - hlaupa hálfmaraþon

14. apríl - hlaupa 30 km

Ég held að það verði alveg jafn erfitt að ná undirmarkmiðum mínum sem og að ná markmiðinu.  Það eru margar hindranir í veginum, en stærsta hindrunin er ég sjálf.  Ég er alveg rugluð núna eftir þennan rosalega hugsunartíma....fjúfff....

Ég drullast bara til þess að gera þetta og hana nú:)

Farin að borða....hastalavista

knússs


Pönnukökur og aftur pönnukökur!

Á þriðjudaginn var hinna alþjóðlegi pönnukökudagur!  Hefur einhver heyrt um hann??  Mér finnst hann alveg stórsniðugur!  Miklu betri en bolludagur, pönnukökur eru svo góðar....nammi namm:P  En það er samt týbískt að það sé pönnukökudagur daginn sem ég byrja í átaki!  Ég varð auðvitað að hoppa um einn dag með átakið....;)  En í dag voru restar af pönnukökunum í desert í hádeginu og ég fékk mér ekki!! *stolt*

Í dag er letidagur, nenni ekki að gera neitt af því ég svaf svo lengi í morgun.  Er í fríi til kl. 11 á fimmtudögum þannig að við Rasmus og Jesper höfðum "sleepover" í herberginu hans Jespers en hann átti afmæli.  Við horfðum á meistaraverkið "a night at the Roxbury" og borðuðum afmælisköku sem ég bakaði og borðuðum nammi sem Rasmus keypti...smá svindl af því það var afmæli;) 

Ég ætla bara að vera MEGA aktíf um helgina í staðin og taka mér fríkvöld í kvöld:) Ætla meira að segja bara að drekka vatn í partýinu um helgina!!  Það er engin sem trúir mér.....en ég ætla sko að sanna mig;)  Á sunnudaginn byrja 29 nýir krakkar í skólanum og það er heldur betur spennandi!

En kvöldmatur það er kominn kvöldmatur hérna megin...

knús knús og sakn

Hrefna Rós


Snjór snjór útum allt!

Það er búið að vera snjór hérna í rúmlega viku og það mikill snjór, miðað við DK allavega.  Það er þjónar samt engum tilgangi ef það eru engar brekkur til þess að renna sér í!  Samt er hægt að gera eitt.....fara í snjókast og búa til snjókarl:)  Og það var akkurat það sem við gerðum!

n682938543_1359459_3043

Snjórinn var samt ömurlegur og tók ekki við!

n682938543_1359460_3286

Því tókum við á það ráð að búa til snjóhrúgu!

n682938543_1359467_5060

Svo létum við nokkrar litlar kúlur ofan á hrúguna....

n682938543_1359471_6102

....að lokum varð úr þessarri mögnuðu hrúgu glæstur snjómaður

n682938543_1359468_5318

Hann var svo myndarlegur að ég ákvað að fara í sleik við hann!;)

En snjórinn er farinn núna og grasið er grænt og sólin skín.  Samt sem áður er skítakuldi og mér er alltaf kalt!

Um helgina var svaðalegt afmælispartý á Bjálkanum og komu nokkrir nemendur síðasta árs í heimsókn og það var rosa stuð!

n682938543_1359689_9559

Mathias kom, beint úr hernum og Stian var sáttur með það:D

n682938543_1359692_359

Svo kom Stoltze líka og tók vel á því;)

n682938543_1359705_3805

Afmælisbörnin í glæsilegu fötunum sem þau fengu í afmælisgjöf!

Ég steig á vigtina áðan og fékk algjört sjokk!  Ég hef ekki drukkið gos síðan heima og borða mjög sjaldan nammi og óhollustu og ég geri ekki annað en að æfa alla daga og samt er ég að breytast í einhverja bollu!  Ég var í smá sjokki í fyrradag, það var ein stelpa sem er frekar mikil um sig og er langt frá því að vera í góðu formi sem sagði við mig í kaldhæðni:  "Við getum alveg fengið okkur köku án þess að fá samviskubit er það ekki Hrefna!"  Þá kviknaði ljós.....tími til kominn að taka á því og kakan fór sko beinustu leið í ruslið!

26. maí fer ég til Lanzarote og þá verða 5 kíló fokin takk fyrir!  Þrír mánuðir til stefnu;)

En ég er farin að hrista af mér spikið!

hastalavista

knús og sakn

Hrefna Rós


Boarder style!

Þá er frábærri viku í Contamines í Frakklandi því miður lokið! 

Gistiheimilið var illa lyktandi og þar voru skordýr og maturinn þar var viðbjóðslegur, vægast sagt!!  Samt sem áður var þessi ferð frábær, vægast sagt!!  Ein skemmtilegasta vika lífs míns!  Allur skólinn saman í geggjuðum brekkum.  Ég lærði alveg fullt af nýjum hlutum, get t.d. hoppað núna:D  Svo endaði vikan á mjög vel heppnuðu partýi!

Ég læt myndirnar tala sínu máli....

n598185774_2584072_7879

Ferðin byrjaði á 24 tíma rútuferð þar sem við Rasmus styttum okkur stundir við að skoða stóru brjóstin í M blaðinu, gera krossgátur fyrir börn og svo prjónaði ég eitt stykki húfu á leiðinni!!

n682938543_1298970_8276

Mætt til France og tilbúin í slaginn, bring on the board!!

n682938543_1298896_5973

 Allt brettafólkið, langflestir krakkarnir á skíðum....hvað er það??;)

n609848088_1378236_5707

"Boarder style!"  Þessi frasi var notaður um allt, og þá meina ég ALLT sem við gerðum;)

n833704843_1281095_5723

Á kvöldin var dansinn stiginn og tekið í spil!;)  Þarna eru ég og skólameistari í góðri sveiflu í lokapartýinu

n682938543_1298979_607

Maturinn á gistiheimilinu var vægast sagt ógirnilegur....kartöflusúpa í forrétt hvern einasta dag!  Í lokapartýinu átti maturinn að vera alveg sérstaklega glæsilegur og við biðum spennt eftir að sjá hvað við mundum fá.  Svo kom þessi skál með kartöflusúpunni enn og aftur, í aðalrétt voru svo kartöflur með osti og í erftirrétt mjög vafasöm terta.  Ég lifði á brauði, kakó og kexi þessa vikuna!

n1410150101_30254856_8879

Eftir þessa vafasömu máltíð voru veisluhöld með tilheyrandi leikjum og húllumhæi!:)

n595831392_2574256_9526´

Ég varð að láta þessa fljóta með.....SKÁL!

Ég er búin að vera svo léleg að gefa mér tíma til þess að setjast fyrir framan tölvuna og hripa niður nokkrar línur.  Það er bara alltaf svo mikið að gera hérna, alltaf viðburðir á hverju einasta kvöldi!

Maraþonþjálfun gegnur bærilega, nú förum við alltaf út að hlaupa á mánudögum og föstudögum kl. 8 og munurinn á því að hlaupa á mánudegi og föstudegi er rosalegur!  Fullur af orku eftir helgina á mánudögum en á föstudögum þá er líkaminn liggur við í uppreisn eftir erfiða viku:)  Ég verð bara að segja að þessi vorönn hefur byrjað alveg frábærlega og ég er ekki frá því að það sé jafnvel ennþá skemmtilegra hérna en í haust!

Vona að þið hafið það gott á klakanum!

Knús, kossar og sakn

Hrefna Rós


Contamines

Þá liggur leið mín til Frakklands á bretti!!:)

plandespistes 

contamines_montjoie1

Ohhhh....þetta verður of sweet!  Vona að ég verði ekki jafn seinheppin og í Noregi!  Hér kemur ein mynd af mér frá því í Norge.....

snowboard 

 

Farin til France....

knús

Hrefna Rós


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband