Lasin:(

Ég hef komist að einu, það er ömurlegt að vera ein þegar maður er lasin!  Mig langaði svo mikið heim í mömmu og pabba lúllu í dag!  Ég er ss. komin með einhverja skítaflensu!

Ég lá hérna uppí rúmi alveg að deyja, með hausverk og hóstaköst sem enduðu stundum á því að ég kúgaðist.....átti alveg hrikilega bágt sko!  Á engar hausverkjapillur eða neitt enda er ég ekki búin að vera veik neitt í þessum skóla, fyrir utan ljósabekkjafíaskóið.  Ég velti fyrir mér hvort ég meikaði að labba inn í kennaraherbergi að biðja um hausverkjapillu en ég átti svo bágt, gat ekki hreyft legg né lið!  Kemur ekki Toms á hvíta hestinum hingað inn og viti menn hann átti þessar fínu pillur!:)

Ég er ss. ekki enn komin fram úr rúminu og hef ekki komið neinu niður nema smá kóki, súkkulaði og rjómabollu.

Ég þarf svo að taka til í herberginu núna, herbergisfélaginn minn hún Mitzi á íbúð í Álaborg og er búin að vera þar síðan á fimmtudaginn og ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna tekst mér að rústa öllu þegar ég er ein í herbergi!  Hendi bara öllu út um allt, skil bara ekkert í þessu!Wink

Annars heyrði ég í Stullavini áðan og hann er staddur í Nýja Sjálandi með heimsreisuvinum sínum en hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra hér.  Stulli var einmitt að fara að sofa þegar ég var að vakna, skemmtileg tilviljunSmile

Ætla að koma mér frammúr núna, bráðum kvöldmatur.....

knús knús

Hrefna Rós


Æðislegt að vera komin til baka!

Hæ og hó!

Ekki verið mikið um bloggin hjá mér upp á síðkastið en hér kemur samt eitt lítið svona til upphitunar.  Það hefur ekkert stórmerkilegt gerst fyrir mig í þessa viku sem ég er búin að vera úti í DK núna en það var huggulegt að vera fyrstu sólarhringana með TBR liðinu mínu þó að við hefðum nú næstum ekki haft tíma til að borða, hvað þá taka eitt party og co.

Síðasta sunnudagskvöld kl. 22 kom ég svo loksins til baka í hinn yndislega skóla, NIH.  Í andyrinu voru margir af gömlu nemendunum sem ég hef saknað en svo eru komnir margir nýir nemendur sem eru voða skemmtilegir og ferskirSmile  Fyrsta daginn var ég alveg rugluð, langaði bara í gamla hópinn, gömlu krakkana mína og fannst skrítið að það byggi nýtt fólk þar sem vinir mínir bjuggu!  Það var hins vegar fljótt að renna af mér þegar ég fór að kynnast þessum nýju frábæru krökkum, lýst alveg svakalega vel á þetta liðWink

Róleg helgi frammundan en langflestir fara heim um helgina.  Planið er einfalt, við ætlum að baka, horfa á myndir, borða nammi og sofa!  Líkaminn minn er ekki alveg upp á sitt besta, ég er með hnúta í brjósvöðvanum og líka í mjöðminni.  Var í sjúkranuddi í dag og haltra um eins og hæna.  Annars er ég að læra sjúkranudd núna sem er mjög fínt, gaman að við getum nuddað hvort annað hérna í skólanum, það er sko sterk þörf fyrir það!

Btw. það eru nú nokkrir álitlegir piltar meðal nýju nemendanna hérna!!Tounge

Hef þetta ekki lengra í bili...

Hafið það yndislegt

knús í klessu

Hrefna Rós

Knús í klessu


117 dagar til stefnu.....

Það gerist þann 3. maí í Hannover í Þýskalandi.


Ísland - best í heimi!

Loksins loksins að ég blogga....er búin að byrja svona þrisvar á bloggi eftir að ég kom heim og aldrei náð að klára einhvernveginn.  En nú verður af því!

Haustönn mín í NIH er sumsé á enda komin.  Síðasta vikan í skólanum var vægast sagt undarleg og hvað þá síðasti sólahringurinn!  Kveðjupartýið var skrítið en jafnframt mjög skemmtilegt en svo tók við dramantískur morgunn!  Mættum í morgunmat kl. 10 og svo var kveðjustund kl. 11.  Aldrei hef ég séð svona stóran hóp ungs fólks gráta saman.....vorum öll hágrátandi, sumir meira en aðrir.  Ef maður var að kveðja einhvern sem var hágrátandi fór maður ósjálfrátt líka að gráta!  Þetta var alveg rosalegt, hefði ekki getað ímyndað mér að þetta yrði svona erfitt!

Svo lá leiðin á lestarastöðina....en obbosí....5 mín í að lestin fari og það tekur amk. 15 mín að labba á lestarstöðina, hvað þá með farangur.  Við Mathias, félagi minn sem ég gisti hjá í Köben héldum samt af stað og ég gjörsamlega útgrátin og tárin héldu áfram að streyma þegar ég fór að hugsa um skólann og fólkið og ég steingleymdi því að ég var á meðal almennings.  Þegar ég kom loks á lestarstöðina með rauðbólgin augu var ég ekki alveg að fatta af hverju fólk var að stara undrandi á mig:P  Við misstum náttúrulega af lestinni en það var ekkert mál að taka þá næstu sem kom klukkutíma síðar en vandamálið var að við vorum ekki með pöntuð sæti í hana og brjálað að gera náttúrulega í jólasísoninu.  Við urðum því að sitja á gólfinu bróðurpart þessarar 5 tíma lestaraferðar!  Heilsan var heldur ekki eitthvað rosa góð eftir partýið kvöldið áður þannig þetta var löööööng og ströng ferð!  Loksins komum við á leiðarenda og mamma hans Mathiasar beið eftir okkur á lestarstöðinni og ég var heldur en ekki fegin að komast upp í ból en við fórum að sofa fyrir 11!

n682938543_1108587_992

Þarna vorum við að kveðja Sune á lestarstöðinni....mjög dramantískt!!;) 

n682938543_1108590_1778

Ég náði að skrifa öll jólakortin í lestinni...enda nennti ég bara að skrifa tvö;)

Daginn eftir var planið jólagjafainnkaup og strikinu og var öllu reddað í HM á nótæm;)  Eftir það fórum við á uppistand með Anders Matthesen sem var semi bara, skildi náttúrulega ekki allt sem maðurinn sagði enda talaði hann á milljón og með ömurlegan hreim en það sem ég skildi var flest frekar þunnt svona, eins og mér finnst "Terkel i knibe" skemmtileg!  Uuuuuu....já Terkel i knibe er ss. mynd sem þessi uppistandari gerði.

Eftir uppistandið hittum við Mikkel og Walker en þeir voru hjá Mikkel og planið var að fara út að borða.  Við hringdum í Mukibi sem er afrískur strákur sem var í skólanum sem var enn í DK en þá var hann í kirkju og bað okkur að koma að sækja sig.  Við fórum þangað en ekkert sást til Mukibi!  Við tókum þá ákvörðun að kíkja inn og sækja hann.  Löbbðum inn í þessa kirkju sem var í mjög slísí hverfi og þarna inni var allt fullt af afrísku fólki!  Loks kom ég auga á Mukibi og upp hófust miklir fagnaðarfundir og hann kynnti okkur fyrir öllum vinum sínum þarna í kirkjunni, þar á meðal prestfrúnni sem var í skærbleikri dragt, mjög dönnuð;)  Jæja, svo vorum við að fara að tía okkur en þá segir Mukibi....hey, nei nei, við erum rétt að byrja, það er ekki einu sinni búið að framreiða kvöldmatinn!  Við bara what?  Þá krafðist hann þess að við borðuðum þarna og við náttúrulega tökum í það þó að mér hafi liðið hálf kjánalega að vera að mæta þarna bara til þess að borða, en svo sá ég matinn og hann var svo girnilegur að ég fór bara að úða í mig:P  Þegar við loksins vorum á leiðinni út eftir dýrindis máltíð spurðum við Mukibi hvaða kirkja þetta væri og hann svaraði.....salvation army!!!  Plan A var að fara á Jensen Bøfhus að borða en einhverja hluta vegna enduðum við á því að borða kvöldmat hjá Hjálpræðishernum!!!

 n682938543_1157889_285

Mathias og Walker sáttir með hjálpræðisherinn!! Rosalega gulir btw.!

 n682938543_1157890_659

Mukibi og Mikkel sáttir á írskum fótboltabar

Ævintýrið hélt áfram á Strikinu þar sem við röltum um í leit að dansstað á sunnudagskvöldi því Mukibi vildi hrista rassinn!!:)  Gekk ekki of vel en fundum að lokum einhverja tónleika en það kostaði víst inn og strákarnir þurftu að ná lestinni því Mathias nennti ekki að keyra með þá til Roskilde og eitthvað vesen...susss....ég var nú frekar pirruð á því, langaði nú ekkert að segja bless við Walker en hann var að fara til USA og kemur ekki aftur þannig ég veit ekki alveg hvenær ég hitti hann næst:S  Þá hófst gráturinn á ný....sussumsvei og það var meira en í hitt skitpið því ég var líka aðeins búin að sötra!

Daginn eftir lá leiðin á flugvöllinn....ohhh ég var svo spennt að koma heim í bólið mitt og knúsa alla!  Fluferðin var skelfileg, flugvélin hristist næstum alla leiðina enda var stormur og ég var sko ekki alveg í rónni á tímabili!  Til að bæta gráu ofan á svart var náttúrulega allt fjölskyldufólkið sem býr í DK að fara heim með börnin sín þarna og það var ekki grátur í gangi...nei nei það voru hrein og bein öskur, stanslaust í þrjá tíma plús það að I-podinn minn var batteríslaus!!  Fjúfff.....þetta var pain....en loksins kom ég heim og það voru sko fagnaðarfundir.  Kom beint í afmæli til mömmu og fékk dýrindismat og svo sá ég fína herbergið mitt sem mamma og pabbi voru búin að gera upp:)

n682938543_1106490_1022

Afmælisbarnið að borða góða afmælismatinn og bernessósa a la Nonni bró....sleeeeeef!

n682938543_1106504_4378 

Fína fína herbergið mitt:D

n682938543_1106491_1260

Og svo ástin mín eina.....rúmið mitt, algjör draumur eftir að hafa sofið á bedda í rúma 4 mánuði!!  

Ég er nú ekkert búin að gera sérstaklega mikið hérna í fríinu annað en að borða, sofa, hitta fólk og spila badminton.  Alveg yndislegt að vera hérna heima í dekri:)

Helgin er búin að vera heldur betur viðburðarrík, átti afmæli á föstudeginum og svo var mót og svo fór ég í afmæli til Ingu á laugardeginum.  Ætlaði að bjalla í hana Kolbrúnu og tékka hvort hún ætlaði ekki að mæta til Ingu en þá svaraði mamma hennar og sagði að hún væri komin upp á fæðingardeild!!!  OMG!!!!!  Við Inga vorum límdar við símann og fengum reglulega update af því sem var í gangi.  Loks kl. rúmlega sex komu skilaboð um að glæsilegur lítill strákur væri kominn í heiminn!

Ég var matarboð fyrir stelpurnar áðan....fjúff hvað það er mikil vinna, mamma og pabbi voru ekki heima þannig ég þurfti sko að gera allt sjálf!;)  Mega huggulegt og ég fékk líka afmælispakka sem var gaman, sérstaklega vegna þess að það var ma. Ben and Jerry's ís í einum pakkanum!!:P

Ég er búin að fá svo mikinn pening í afmælisgjöf....hver segir að það sé ömurlegt að eiga afmæli á vörutalningardeginum?!  Við Anna Magga ætlum að versla svaðalega á morgun:D

Anyways.....out

Hrefna Rós


Norge og fleira

Margt hefur drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast.

Helgina 6. - 7. des var fjölskylduhelgi hérna og var ég meira en lítið öfundsjúk út í þá sem voru með fjölskyldu sína hérna!!  En ég var samt með "staðgengilsmömmu", mamma hans Sune keypti nebblega súkkulaðidagatal fyrir migSmile

 n682938543_1063605_9994

Þarna erum við Sune, "mamma" og jóladagatalið:) 

Á laugardagskvöldinu kom svo kanadískur trúbador og svo var svaka partý til heiðurs Lori og Jeppe sem flutt til Ástralíu í síðustu viku.

n682938543_1063612_1996

Lori fékk mörg knús þetta kvöld:)

n682938543_1063610_1427

Og Jeppe líka;)

Á sunnudeginum löggðum við "adventure" hópurinn af stað til Noregs í skíða/brettaferð.  Við gistum í lúxus húsi í Hafjell sem var staðsett í miðju fjallinu.  Ég var í bíl sem Mathias, einn danskur strákur keyrði og þegar við vorum að keyra upp brekkuna að kofanum komst bílinn ekkert áfram því hann var ekki á nöglum og auðvitað kann 19 ára danskur strákur ekkert að keyra í hálku og snjó og hvað þá upp brekku!!  Hann rann alltaf jafn mikið til baka og hann komst fram þegar við stoppuðum í brekku vegna þess að ég held að hann viti ekki einu sinni hvað tengipunkur er!  Ég var svo pirruð þarna, var eitthvað, ok Mathias, þetta eru einmitt aðstæður sem ég er vön að keyra í, á ég ekki að taka við?  Hann bara nei, algjör þrjóska og karlremba......pifff þetta var ekki gott fyrir taugarnar mínar....en allavega við enduðum á að skilja bara bílinn eftir niðri og vera sótt á öðrum bíl vegna þess að hann var gjörsamlega búinn að bræða úr kúplingunni!

Ég var svo óheppin í þessarri Noregsferð, það gerðust þrjú óhöpp á fyrstu þremur dögunum......

Dagur 1:

Okkur var skipt í hópa eftir getu, það var skíðahópurinn, hægfara bretti og svo hratt á bretti.  Ég joinaði Walker og David, við vorum bæði svona semi bretti og keyrðum fyrst með hæga hópnum en fengum svo leið á því og ákváðum að taka eina rauða brekku á þetta með brettanördunum.  Mér gekk nú bara helvíti vel og var farinn að "svinga" í bröttu pörtunum líka í stað þess að bremsa þar....svo kom mjög brattur partur og ég ákvað að vera köld en þá klikkaði eitthvað, man ekki alveg hvernig þetta gerðist en ég flaug upp í loftið og skall með bakið og hnakkann í harðann snjóinn.  Ég lá gjörsamlega killiflöt þarna og allt í einu voru Walker, David og Lisa komin til mín og ég vissi ekkert hvað var að gerast, mundi ekki hvar við vorum og hvar við bjuggum.  Mundi alveg eftir að ég væri í lýðháskóla og svona og þekkti krakkana en ég gat bara ekki munað hvað við hefðum gert síðasta sólahring eða svo.  Sjitt hvað þetta var scary, svo lýstu þau öllu, sögðu mér að við hefðum siglt hingað og sögðu frá fína húsinu okkar og þá fór ég að átta mig.  Ss. heilahristingur á fyrsta degi.

Dagur 2: 

Um kvöldið fórum við í súpermarkað.  Keyrðum á minibusunum tveimur og eyddum smá tíma í búðinni að kaupa það sem vantaði og ég var einhverra hluta vegna seinust úr búðinni.  Stóð aftast í röðinni á eftir Jesper og Walker.  Þeir löbbuðu svo út og ég borgaði hlutina mína og labba svo út......what?  hvar eru bílarnir?!!  Díses.....voða fyndin, þykjast vera farinn, hugsaði ég auðvitað.  Labbaði náttúrulega strax á bakvið húsið hristandi hausinn yfir misheppnuðu djóki hjá krökkunum....en bíddu....hvar er fokking bílinn!!  Þau voru ekki þar!!!  Ég labbaði aftur að búðardyrunum og leit í kringum mig en það var engan bíl að sjá!  Sjitt!!!  Þau hafa gleymt mér!!!!!!  Ég settist fyrir utan búðina í 13 stiga frostinu og velti fyrir mér hvað í ósköpunum ég gæti gert.  Sem betur fer var stóll í andyrinu á búðinni þannig ég gat tilt mér þar.  Ég var ekki með símann minn vegna þess að danska símkortið mitt virkar ekki í Noregi þannig ég var ekki með númerin hjá neinum sem var í rútunni.....hvað gat ég gert?!  Eina sem mér datt í hug var að fá að hringja í mömmu í búðinni og biðja hana um að hringja í skólann og fá einhvern í skólanum til að hringja í einhvern í rútunni.....frekar langsótt en ok.  Ég geymdi þessa hugmynd mína samt í dágóðan tíma vegna þess að ég vissi að mamma og pabbi mundu panikka.  Þegar ég var búin að bíða í svona 20 mín gafst ég upp og hringdi í mömmu.  Gekk frekar brösulega að biðja um að hringja vegna þess að búðarstelpan skildi ekki dönsku og var mjög léleg í ensku þannig ég reyndi að tala norsku sem ég get ekki....en loks gekk það upp.  Svo byrjaði ég að tala íslensku í símann og stelpan rak upp stór augu!  Ég beið í aðrar 20 mín eftir að ég hafði talað við mömmu og nú voru 10 mín í að búðin mundi loka og ég sá fyrir mér að ég mundi þurfa að bíða úti í frostinu mikla þannig ég fór aftur upp að búðarkassanum, en nú vildi stelpan vita hvert ég væri að hringja....hehehmmmm.....Island....þá mátti ég ekki hringja, samt útskýrði ég stöðu mína og fór að spurja hvort ég gæti labbað að Hafjell og hún bara uuu nei.  Ég var alveg ráðalaus þarna við kassann þegar Elín kom stormandi inn...veij!  Þá var þetta þannig að Walker og Jesper voru spurðir hvort þeir væru seinastir og þeir bara já, tóku alls ekki eftir mér þarnaWoundering  Svo fóru þau í stóra fína kofann, sumir fóru í sturtu, sumir að horfa á TV og aðrir að baka köku þannig maður er ekkert að pæla hvort það vanti einhvern.  Svo allt í einu tók Elín eftir að ég væri horfinn, á sama tíma hringdi síminn hjá Jens kennara og allir fóru í hláturskast nema Elín krútt var alveg í móðursýkiskasti og þau brunuðu að sækja mig:)  Þetta var djók ferðarinnar, alltaf þegar við fórum á fjölfarna staði kom einhver með djókið "Er Hrefna með?" eða "Komdu Hrefna, ég ætla að leiða þig svo þú týnist ekki".  Þetta var nú frekar fyndið svona eftir á en ekki gaman á meðan á þessu stóð!

Dagur 3

Á degi 2 var ég voða varkár þegar kom að því að "brettast" enda frekar óörugg eftir fallið en á 3 degi fór ég að þora hlutina á ný og ákvað að fara "off pist" með vönu krökkunum en það eru brekkur sem ekki er búið að slétta úr snjónum og þar liggur laus snjór.  Tókum svo eina off pist, svarta brekku sem lá beina leið að kofanum okkar.  Ég bremsaði auðvitað alla leiðina enda MEGA brött brekka en ef maður gerir off pist er maður alltaf að detta því snjórinn fer á brettið þannig ég gafst upp að lokum, tók brettið af mér og ákvað að sitja á því...ss. eins og sleða.  Það gekk vel þangað til allt í einu.....BÚMMMM!  Klessti á risa risa stein....bein á lærið!  Sjitt hvað það var vont...var alveg að fara að leggjast niður og fara að gráta en krakkarnir voru komnir á undan og ég rataði ekki alveg í kofann þannig ég ákvað að hrista þetta af mér.  Mér leið eins og það fossblæddi úr löppinni en það var ekki gat á buxunum mínum þannig það gat ekki verið.  Þegar ég kom heim fór ég úr snjóbuxunum og sá að það var risa bunga úr lærinu á mér....ég þorði ekki að kíkja, sá bara fyrir mér bein stingast út eða eitthvað.  Krakkarnir kíktu svo á þetta og það var risa bunga....þvílíkt bólgið!  Nú er ég með stærsta marblett sem allir hérna hafa séð og fólk er alltaf í sjokki þegar það sér fína marblettinn minn.....hann var stærri og blárri en hérna er mynd af honum eins og hann lítur út núna....

l_48c19995da2e41128764fc798959300c

Þetta er efsti hlutinn af lærinu á mér.....veit eki hvort þið fattið myndina, en hann er allavega RISA og svo er hann harður, mjög undarlegt!

Sem betur fer gerist ekkert svaðalegt fyrir mig eftir þetta þrennt.  Þrátt fyrir þessa mislukku var alveg rosa gaman, náttúrulega alltaf gaman á brettiSmile  Hér eru nokkrar svipmyndir frá ferðinni.

n681735103_5016615_6409

Ummm...nýbúin með Mcdonalds, tilbúin í brekkurnar:)

n681735103_5016614_6083

Sune og Janus fengu sér nú bara snús á Mcdonalds....ojjjj!!;)

n681735103_5016662_1957

Fíni fíni kofinn okkar

n681735103_5016623_8952

Sweet brekkur.....ohhh hvað mig langar að vera þarna núna!!

n627263729_1228000_5669

Minns og Linns að elda mat:)

n627263729_1228007_7965

Geggjaður klifurveggur sem við prófuðum í Ólympíuhöllinni í Lillehammer, sá stærsti í Evrópu:)

n681735103_5016641_4949

Eftir klifrið fórum við að leika okkur....

n681735103_5016679_7060

.....og svo héldum við áfram útí í snjónum:)

n619976744_2237879_2584

Og svo var fötunum kastað!

n681735103_5016661_1618

Og rassinum díft ofaní snjóinn!!!  Við spiluðum um það hver þyrfti að gera það.  Svo spiluðum við líka um hver þyrfti að keyra á skíðum/bretti niður smá brekkur, stelpur berar að ofan og strákar berir að neðan og það var Elín sem tapaði og tókst að renna sér með glæsibrag gjörsamlega topplaus;)

n681735103_5016686_9182

Off pist keyrsla.....frekar sweet ef maður er góður í því en ég HATA það núna;)  Aldrei off pist aftur!!

n681735103_5016690_416

Við prófuðum líka bob sleða, sjúklega gaman!!  Fórum á yfir 90 km hraða:)

n682475332_5182208_9932

Það var sauna og nuddbaðkar í húsinu okkar og auðvitað var það notað óspart!  Við stelpurnar smelltum okkur í allsherjar freyðibað, froða út um allt:) 

n682475332_5182210_332

Of skemmtilegt sko!!!

Þegar við komum til baka í skólann voru allir búnir að frétta af því að óhöppum mínum og ég veit ekki hvað ég er búin að segja þessar þrjár sögur oft og sýna fólki marblettinn minn!!  Það er skrítin stemming í skólanum hérna síðustu vikuna og allir einhvernvegin að reyna að njóta síðustu augnablikanna.  Á laugardaginn síðasta var musik quiz sem er rosa skemmtilegt og svo var haldið á bjálkann og sletti fólk virkilega úr klaufunum.  Það var líka myndataka á laugardagskvöldinu sem ég missti af því ég var svo sein og ég hafði ekki hugmynd um hvar hún var...hehemmm....

n567073233_1071715_2788

Hér eru fínu skólafélagar mínir....pifff ég á eftir að sakna þeirra!

n567073233_1071740_85

Við stelpurnar í musik quiz:)

n718005572_5166121_1363

Við Linn á Bjálkanum....MEGA stuð!!!

Í dag var hlaupadagur og fólk hljóp ýmist 9, 15 eða 21 km.  Ég hljóp ekki vegna meiðslanna frá Noregi en nú þarf maður að fara að taka sig saman og byrja að æfa fyrir maraþon sem ég ætla að hlaupa í apríl:)  Það er julefrokost núna í hádeginu....pifff...mér finnst það svo vont, en það verður samt huggulegt.  Vá hvað þetta verður skrítið....en það eru kosningar í gangi líka núna og ég hef verið tilnefnd fyrir mesta bömmerinn.....það er að taka 20 mín í ljósum og skaðbrenna og svo hef ég líka verið tilnefnd fyrir player ársinsWoundering  But welll.....maður verður bara að taka því.

5 dagar og svo er ég heima á klakanum....get ekki beðið!

Sjáumst!

knús og kossar

Hrefna Rós


Julekalender

Ég er ekki alveg að skilja þetta Julekalender hjá Dönunum.  Það ætluðu allir að missa sig yfir þessu þann 1. des og voru voða spenntir þannig ég hélt að þá væri verið að frumsýna þetta.....en nei nei, auðvitað er verið að sýna það í 4 eða 5 skipti....ok, það er alveg hægt að brosa útí annað þegar maður horfir á það en þetta er ekker Pú og Pa sko!!Wink

Annars er ég búin að vera að reyna að leita að íslenskri jólatónlist heillengi, langaði bara að hlusta á nokkur vel valin jólalög en það gekk illa.  Að lokum náði ég loks að skrá mig inn á icelandicmusic.com sem er útlenska útgáfan að tónlist.is og nú er í þessu að hlusta á Frostrósirnar yndisleguSmile  Við erum byrjuð að syngja jólalög í söngtímum og í dag sungum við "Heims um ból"!!!Gasp  Ég reyndi að loka eyrunum, þeim fannst öllum voða skrítið hvernig við Íslendingarnir brugðumst við!  Þetta er svo heilagt lag, má bara hlusta á á aðfangadag!

Annars er ég alveg að springa úr spenningi núna, langar bara heim núna sko!!  En samt, ég er að fara á bretti til Noregs á sunnudaginn og það verður pottþétt geggjaðTounge

Krakkarnir í skólanum sem búa í DK ætla margir að halda gamlárskvöld saman, það finnst mér skrítið vegna þess að þau koma hvaðanæfa að frá landinu og ætla þar af leiðandi að borða saman og gista saman ss. ekki vera með fjölskyldunni!  Greinilega öðruvísi hefðir hvað það varðar hér en heima, persónulega mundi ég aldrei tíma að gefa upp gamlárskvöld með fjölskyldunni, 100% skemmtilegast kvöld ársins enda á ég svo yndislega og skemmtilega fjölskylduWink  Hér koma rökin fyrir því af hverju gamlárs er svona skemmtilegt:

124035270

Flugeldar....og þá eru stjörnuljósin auðvitað skemmtilegust!

124037481

Skaupið....ég og Doddi bró að horfa á það áramótin 2005/2006

l_8ca826b2ae54c58e50844421b00a4118

Maturinn....Elsa frænka að elda gamlársmatinn síðasta gamlárskvöld...namm namm

l_eba4518a005230efd5cf99642adccb0f

Skemmtilega skreytt veilsuborð!

l_352e874f07dc45e25e8da8bd383f0588

Skemmtileg knöll, lúðrar og svoleiðis fínerí!

l_815b9aa7d2c8a5fb9ec5e4659f1cf1fa

Fínir kokteilar

l_637f902f8982fe00d5c7696ef832e380

Skemmtilegir partýhattar!:)

l_4335983458de0a64ac3cf9a2a49d1382

Ég er með bestu systurunum og yndislegu fjölskyldunum þeirra;)

l_39efaf156e2d4119fbe4070986605368

Gaman að vera úti að sprengja...!!

124046552

Svo er MEGA gaman þegar ég loksins hitti Snjólluna mína eftir miðnætt og restina af my homies!

l_a94662c809981deec24cfb45156e8ba3

Og þarna var ég líka glöð að hitta Snjóllu!!!:)

l_24d07aca87cdd6cbaac3960c9e0b51d1

Ohhhh...svo er fínt áramótapartý....áramótin eru klárlega skemmtilegust og það á Íslandi!!;)

Jæja, ætla að fara að koma mér í bólið jafnvel....

knús í klessu og sjáumst brátt!

Hrefna Rós


20 dagar!!!!

Það eru bara 20 dagar í að ég komi heim....er alveg að springa út spenningi!!  Það þýðir líka þetta:

  • 20 dagar í að ég geti knúsað flesta þá sem mér þykir mest vænt um
  • 21 dagur í þorláksmessukósýheit með Önnu Maríu
  • 22 dagar til jóla
  • 25 dagar í æfingabúðir í TBR
  • 27 dagar í að ég geti knúsað Snjólaugu mína!!
  • 29 dagar eftir af árinu!!! Sem þýðir 29 dagar í gamlárspartý!!
  • 31 dagur í afmælið mitt
  • 32 dagar í mót í TBR
  • 34 dagar í viku afslöppun með vinum og fjölskyldu

Þann 14. janúar kem ég svo aftur hingað í Danaveldi og verð fram í júní:)

Annars er góð helgi að baki, kíkti í götuna í Álaborg með nokkrum úr skólanum á föstudaginn, spilaði svo "holdkamp" á laugardaginn og vann báða leikina mínaSmile  Svo var jólahlaðborð með klúbbnum um kvöldið.  Núna er ég að drepast í bakinu enda hef ég ekki farið til kírópraktors í hálft ár eða eitthvað svoleiðis og ég er vön að fara til hans á svona þriggja mánaða fresti.....en ég fékk tíma einum hérna í Brønderslev og er að fara þangað núna.....

hastalavista beibs....

sjáumst von bráðar!!!!


Venneweekend

Síðusta helgi var svei mér skemmtileg, þá var nebblega venneweekend og það komu um 150 vinir í heimsókn.  Skólinn iðaði af lífi og Jósan mín kom í heimsókn.  Á laugardeginum var keppni með alls kyns stöðvum og við Jórunn lentum í liði með Marlene og vinkonu hennar og Mikkel og vinum hans en þau eru bæði mjög skemmtileg þannig við vorum heppnarSmile  Okku gekk frekar vel í keppnunum og ma. brilleraði Jórunn í singstar en ég notaði áralanga reynslu mína í kappaksturstölvuleikjum og náði besta tímanum í mariokartGrin  Btw. við vorum ekki bara í tölvuleikjum, en það við Jórunn virtumst skína á þeim grunvelli, veit ekki hvort það er gott eða slæmtTounge  Þema helgarinnar var "back to the future" og skólinn var skreyttur í anda fortíðar og um kvöldið var partý þar sem við áttum að klæða okkur í anda, 50's, 60's, 80's eða 90's.  Við Jórunn kusum að klæða okkur í 80's af því það er léttast þó að það hefði verið gaman að vera í einhverjum gordjöss kjól frá sjötta áratugnum!  Hér koma nokkrar svipmyndir......

n682938543_996631_8961

Jórunn 80's gella

n682938543_996632_9288

Og minns líka:)

n682938543_996624_6688

Veislan byrjaði á að Michael J. Fox kom svífandi inn.....

n682938543_996625_7004

Svo fórum við Jórunn inn í VIP herbergið í smá "make out session" með honum;)

n682938543_996627_7645

Hann var helvíti góður sko!!:P

n682938543_996636_626

Jórunn komin í stellingarnar

n682938543_996639_1647

Pabbi hennar Lori frá ástalíu var í heimsókn og tók að sjálfsögðu þátt í gleðinni, mikill meistari þarna á ferð en ég va mjög öfundsjúk, mig langaði líka að hafa pabba minn meðGrin

En þetta verður ekki lengra að sinni, þarf að drífa mig á æfingu.....

kram, sakn og luv

Hrefna Rós


Trúður.....

Við erum búin að vera að búa til "show" hérna í skólanum.

Einn daginn vorum við spurð hvort við hefðum einhverja hæfileika, þe. gætum farið í flikk flakk, haldið bolta á lofti, gert eitthvað stomp o.s.frv. Þennan dag var ég mjög MJÖG þreytt skulum við segja, þetta var akkurat eina og þá meina ég EINA virka daginn sem ég hafði verið niðri í bæ kvöldið áður þannig ég hélt mér til hliðar og laumaðist að lokum uppí rúm. Svo gerðist ekki mikið meira með þetta show nema hvað við lærðum einhvern dans. Jæja, ég fór svo til Köben síðustu helgi og fékk frí í skólanum á mánudaginn og þriðjudaginn. Þegar ég kem svo til baka er showið komið á blússandi ferð og allir komnir með sitt hlutverk og með það á hreinu hvað þeir eiga að gera. Ég stend þarna eins og illa gerður hlutur og spyr loks hvað ég eigi að gera....."Du kan være klovnen!!" segir hún svo með bros á vör!

WTF?!?!?!?!!! ég nenni ekki að vera einhver andskotans trúður. Svo var mér skellt í ógeðslegan búning með viðbjóðslegan hatt og hárköllu , máluð hvít í framan með trúðanef....meira en lítið sexy!! Á laugardaginn sínum við showið fyrir alla vinina, ég get deffenelty notað þetta sem pickuplínu í partýinu.... "Ég var sko trúðurinn í sýningunni....í mitt herbergi eða þitt?;)"

knús

fokkins trúðurinn

ps. Jórun er á leiðinni hingað.....veij veij veij veij!!!


Ég elska Kaupmannahöfn!

Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, Kaupmannahöfn er dejlig sem aldrei fyrr.  Það er búið að vera sérdeilis huggulegt hjá okkur systkinunum þessa helgina.  Búin að gæða okkur á hinum ýmsu kræsingum, sofa lengi og njóta lífsins.  Að vísu þurfti Nonni að fara að vinna í dag en ég ákvað að smella mér á Strikið.  Tók daginn snemma og var mætt þangað kl. rúmlega tíu og strax var brjáluð traffík!  En ég verð að segja að ég hef aldrei tekið minna eftir Íslendingum á Strikinu og nú, alltaf þegar maður fer á Strikið heyrir maður íslensku talaða víða en ég heyrði bara ekki neitt, ekki einu sinni í HM!!!  Greinilegt að "kreppan" er farin að segja til sín.

Úfffff....mér bókstaflega verkjaði í sumum búðunum, það er erfitt að geta ekki keypt allt sem manni langar í......ég var næstum farin að gráta þegar ég sá eina peysu, hún var svo falleg, mig dreymir hana vonandi í nótt!  Svo sá ég líka ein stígvéli og eina kuldaskó sem mun einnig ver í draumum mínum.  Jæja, ég gat keypt mér eitthvað smotterí í HM eins og venjulega og svo uppgvötvaði ég geðveika búð, reyndar örugglega ekki einhver svaka uppgvötvun en búðin er Foot locker, þar voru svo geðveik Nike föt og ég lenti á alveg rosalega 2 fyrir 1 tilboði á MEGA töff bolum.  Er ekki hægt að vera shopaholic??.....ég held að ég sé þannig.....fjúfff.....

Mig langar líka ógeðslega mikið í svona gleraugu....

2140%20Ray-Ban%20Wayfarer

Svo eru hérna kuldaskórnir.....

8521-864992-d

Finn ekki mynd af fínu peysunni á netinu eða fínu stígvélunum.....oh well....

Á morgun fer ég svo aftur í skólann.....alveg til í það svosem, það er gamanSmile  Svo eru ekki nema 5 vikur í að ég komi heim.....veij veij veij.....hlakka svo mikið til!!!  Það þýðir að það sé 37 dagar til jóla.....veij veij veijLoL

Knús knús

Hrefna Rós


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband