Hálfmaraþon - check!

Í morgun keyrði maraþonþjálfarinn/badmintonþjálfarinn minn hér á skólanum hann Mads meistari okkur til Løkken sem liggur rétt rúmlega 20 km frá Brønderslev og svo áttum við að hlaupa heim!  Rosalega var ég ánægð þegar ég var loksins komin til heim á skólann aftur eftir tæplega tveggja tíma hlaupatúr og verk nr. 1 var að fá sér kók og íspinna....namm namm:)

Lappirnar á mér voru gjörsamlega búnar á því og en kl. 15 var það powercup í powersport sem bar nafnið strongman.  Engin af okkur vissi við hverjum við áttum að búast og stór hluti af powersport hópnum er líka í maraþonhópnum þannig við vorum gjörsamlega búin á því fyrir þessa keppni.  Powercup er keppni sem er einu sinni í viku meðal þeirra nemenda sem eru í powesport og það er alltaf eitthvað mismundani, í síðustu viku var það sundkeppni, 1000 m tímataka og haldiði að við stelpurnar höfum ekki bara rúllað keppninni upp!!  Við erum 4 stelpur í powersport og keppum innbyrðis en strákarnir sem eru um 12 keppa við hvern annan.  Í sundinu varð ég í 2 sæti en ekki nóg með það heldur vorum við 3 stelpurnar með betri tíma en allir strákarnir!!! Girl power!!!:D

En ss. í dag var strongman keppnin og hún samanstóð af alls konar keppnum, fyrst var það sprettkeppni þar sem við sprettum fram og til baka og síðasti maður datt alltaf út.  Við vorum bara 3 stelpurnar með í því og tvær af okkur höfðum hlaupið 20 km um morguninn.  Þetta var hreint ótrúleg tilfinning að spretta þarna með gjörsamlega dauðar fætur!  Hlaupastílinn var eitthvað á þá leið að ég notaði hendurnar meira en lappirnar, lappirnar bara komust ekki af stað og ég var nærri dottin þegar ég ætlaði að taka endasprettinn!!  Stelpan sem hafði ekki hlaupið um morguninn vann en ég rétt marði hina stelpuna:P  Svo var það dekkjakast, jafnfætis hopp, keppni um að flytja dekk frá einum staur til annars, hlaup með kanó, nákvæmniskast og að lokum 4 sprettir og 4 hjólasprettir, til skiptist.  Ég veit ekki alveg hvernig en með einhverri falinni orku tókst mér að vinna allar keppnirnar:)  Ohhhh.....hvað ég var glöð því ég tapaði nebblega alltaf fyrir einni stelpunni kominn tími til að ég fengi fleiri stig en hún í þessum powercup!;)

Ég var svo ánægð með afrek dagsins að ég borðaði mikinn grjónagraut með miklum kanilsykri í kvöldmat og svo varð ég allt í einu svo kökusvöng að ég rölti niðrá bensínstöð og keypti mér rúllutertu og borðaði helminginn af henni í einu gúffi!  Fékk mér allar kaloríurnar sem ég hafði brennt til baka á hálftímaTounge

Í dag byrjar áfengisbindindi......ekkert áfengi þangað til eftir maraþon, nú er það að taka á því!!!

Um helgina var vinahelgin hérna í skólanum og við teambuilderarnir skipulöggðum hana og allt gekk eins og í sögu þó að það hafi verið mikið stress hjá okkur og við verið undir mikilli pressu og náð að tækla allt síðustu stundu tókst þetta hjá okkur og veislan um kvöldið var hreint út sagt æðisleg!  Ég var veislustjóri ásamt Rasmusi og það var mjög gaman:)  Þema helgarinnar var ælvintýri og við vorum með leikrit í veislunni sem gekk rosalega vel og þessi helgi var ógleymanleg reynsla!  Svo var tekið á því á dansgólfinu og djammað í síðasta sinn fyrir maraþon!

Í næstu viku eru þemadagar og við teambuilderar eigum líka að skipuleggja þá, brjálað að gera vægast sagt!  Þemað er hygge og ætlum við ma. á ströndina að fljúga flugdreka og byggja sandkastala, leika okkur úti í alls kyns barnaleikjum eins og einni krónu, kýló, yfir, verpa egg, snúsnú og fleira, baka köku, fara saman í sund og leika alls kyns leiki þar, fara á hlátursnámskeið, leita að páskaeggjum og fleira skemmtilegt.  Þetta á bara að vera skemmtilegt og huggulegt og hlakka ég mikið tilSmile

Á miðvikudaginn kem ég svo heim!!!!! veij veij veij!!!

Knús knús og sjáumst von bráðar!

Hrefna Rós

ps. Ég má til með að deila með ykkur að það var aldeilis yndislegt hérna í dag, sólbaðsveður....ekki aprílgabb!!:P  Ég er með rauðan nebba;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Hrikalega ertu dugleg   og afsakaðu að ég trúði þessu varla en bara 1. apríl og þá bara trúi ég ekki neinu enda sonurinn einstaklega slunginn við að plata móður sína. 
Hlakka til að sjá þig um páskana

Soffía, 1.4.2009 kl. 21:27

2 identicon

Elsku sætasta frænka mín!

Nú er auðveldara fyrir mig að commenta...var eitthvað klikk í kerfinu hjá mér í heimatölvunni minni en núna get ég skrifað comment!!

Mikið *bííííp* ertu dugleg. Þú massar þetta maraþon eins og að drekka  glas af vatni. 

Knúúúús og 

Ágústa frænka (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:29

3 identicon

Duglegasta stelpan mín!  hehe ...... ég á vísta bara eina en hún er líka BESTUST! Við erum búin að panta gott páskaveður hér heima svo þú getir haldið áfram að þjálfa fyrir maraþonið. Hlökkum til að fá þig heim, það verður dekur og letilíf hjá okkur alla páskana. Sumó, pabba-grill, pottur og spil. Ég ætla að kaupa nóg af smjöri ef Nonni bró nennir að gera sína frægu bearnaisesósu 

Knus, kossar, ást og sakn

mamma

Mamma (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:29

4 identicon

duuuugleg hrefna mín :*

snjólaug (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:46

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Þú ert duglegust!!! :) Hlakka til að sjá þig Hrefnulíusinn minn.

Mig dauðlangar ennþá í þennan skóla sem þú ert í !

KNÚS

Elsa Nielsen, 6.4.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband