Ísland á morgun!!!

Úúúúúúú ég hlakka svo til!!  Ég er orðin heldur betur spennt að koma á klakann og knúsa alla!  Ég hlakka líka til að borða....úúúfffff....það er margt sem mig langar til að borða, það er varla að ég nái því á einni viku.....hér er listi sem ég gerði í gær:P

- Grillað lambafillet með Nonna bernessósu

- Lambalæri með Nonna bernessósu

- Nonnapizza

- Grillaðar svínakótelettur með Nonna bernessósu

- Spaghetti bolognese a la mamma

- Lasagna

- Kjúllatortilla

- Dominos

- Pizza Hut

- Eldsmiðjan

- Serrano

- Kentucky

- Vöfflur hjá afa

- BRAGÐAREFUR og jafnvel annan!

- fullt fullt af nammi og auðvitað páskaegg!

Ohhhh...þetta verður algjört afslöppunar að frátöldum hlaupaæfingum, sumarbústaður með fjölskyldunni, partý og hittingar hér og þar:)  Hlakka svo til!!

Helgin var róleg, powerteam NIH kom hingað að æfa en það eru nokkrir strákar sem ætla að reyna við Iron Man sem er þríþraut, 3,8 km sund, 180 km hjólreiðar og maraþon í lokin....þetta er ekki djók!  Engin pása á milli, eitt eftir öðru, crazy sko!  Ég ætla að reyna við helminginn af þessu á Lanzarote þannig ég ákvað að taka þátt í þessarri powerhelgi og fór snemma að sofa á föstudaginn eftir spennandi Ludo keppni!;)  Vaknaði svo á laugardeginum á slaginum sjö, búin að fá lánuð professional hjólreiðaföt og hóf eins og hálfs tíma hjólatúr.  Fjúfff....það var meira en að segja það!  Erfiðara en ég hélt að hjóla á flötu landi!  Svo var það túr í sundlaugina þar sem við fengum prógramm til að æfa okkur í skriðsundi, ég er bara ömurleg í því!  Ég er hraðskreiðari ef ég syndi bringusund!  Ég reyndi samt að æfa mig, er alltaf að reyna það, finnst öllum takast að læra að synda alminnilegt skriðsund nema mér....hrmf!  En jæja, ég var alveg búin eftir þetta og ákvað að slaka frekar á í pottinum en að fara í annan hjólatúr og svo strax út að hlaupa, var ekki lengi að afskrifa þessa powerhelgi!  Ég var svo uppgefin eftir vikuna að þetta fór gjörsamlega með mig en planið var að kíkja til Álaborgar með krökkunum og fara út að borða og jafnvel kíkja með þeim í bæinn en spóla og nammi hljómaði mun mun betur þannig ég droppaði bæjarferð sem var síðan bara allt í lagi því það hefði verið freisting til að fá sér í glas en hold'akjæft, ég ætla að vera edrú þangað til eftir maraþon!

Mitzi, herbergisfélaginn minn, var í Álaborg og gisti þar þannig ég svaf inní herbergi hjá Sune og Jesper en Sune var búin að taka þátt í allri powerhelginni og planið var að fara út að hlaupa kl. 9.  Hann spurði hvort ég ætlaði ekki með og ég bara uuuuu....pfffff...tja, jú nei ja nei, æj ohhhh...hann sagði þá, ok ég vek þig og svo sérðu bara hvort þú ert til.  Svo vakti hann mig og ég bara: "ekki séns!"  Svo komu Janus og Gejl líka inní herbergi að spurja hvort ég ætlaði ekki með, ég var orðin frekar pirruð á því og að lokum kom Sune í síðasta skipti, korter í 9, ertu alveg viss? Þú átt eftir að sjá mikið eftir því, þá ertu búin að fara út að hlaupa í dag og stoppaði ekki.....þá varð ég of pirruð og strunsaði inn í herbergið mitt í hlaupaföt, greip prótínbar og fór út að hlaupa!

Ég var uppgefin  eftir þessa aktívu helgi, en ég fór líka að synda á sunnudeginum og ég vaknaði gjörsamlega búin á mánudagsmorgun.  Það eru þemadagar núna, mánudag, þriðjudag og miðvikudag sem við teambuilderarnir erum búnir að skipuleggja.  Á mánudaginn spiluðum við stratego í skjóginum, flugum heimatilbúnum flugdrekum á ströndinni og skelltum okkur í sjóinn.  Í dag fórum við á hlátursnámskeið, fórum öll saman í sund í alls kyns leiki og svo vorum við að enda við svokallaðar "workshops" en þá getur maður valið hvað maður vill gera og í boði var:

hyg og byg: kveikir bál, kveikir í grillunum og gerir klárt fyrir hyggekvöld úti við varðeldinn í kvöld:)

Shake' and bake: bakar kökur fyrir kvöldið

Gak og løjer: gerir skemmtiatriði fyrir kvöldið

Frikvarter: alls kyns baraleikir, kýló, eina króna, parís, sipp, verpa eggjum og fleira skemmtilegt:)

Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir okkur teambuilderana vegna þess að það var smá twist í dagskránni hjá okkur.......við vöktum nebblega alla nemendurnar kl. hálf þrjú í nótt og vorum búin að skipuleggja draugaratleik!  Við slökktum öll ljós í skólanum og settum upp alls konar óhuggulega hluti, kertaljós, tónlist, reikvélar og fleira.  Auk þess vorum við fjögur íklædd draugabúningum og löbbuðum um og brugðum fólki!  Þetta var ekkert smá gaman en hins vegar fengum við öll fjögurra tíma svefn í nótt, þurftum nebblega að undirbúa allt heila klabbið og taka til eftir okkur.  Ég er gjörsamlega búin núna og get ekki beðið eftir að komast heim í yndislega rúmið mitt!!

Í kvöld er ss. hyggeaften í teamtrainingscenteret sem er huggulegt skógarjaður rétt fyrir utan skólann þar sem er varðeldur, kofar og bekkir.  Þar munum við grilla og fá okkur einn kaldan, að vísu ekki maraþonfólkið, ég fæ mér bara kalda kók;)

Ég legg svo af stað heim kl. hálf sjö í fyrramálið, tæpir sex tímar í lest og svo þriggja tíma flug og svo get ég knúsað mömmu og pabba og alla hina!!

Ég ætla að fara að pakka og gera mig reddí fyrir kvöldið:D

sjáumst brátt!!

knús

uppgefna Hrefna

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá það er ekkert smá!

verður gott að koma heim í afslöppun :)

hlakka til að hitta þig!!! viltu hringja í mig þegar þú ert komin heim;)

Snjólaug (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:12

2 identicon

Núna er ég með áhyggjur yfir því að þú sofir yfir þig í fyrramálið eftir allt þetta púl og svefnleysi! Flugið þitt er kl. 14 að staðartíma svo þú mátt .......... nej hold så op kelling!!! Pigen er ju 21 år! Já já alveg róleg!  Gangi þér vel elskan og hvað ef þú vaknar ekki í lestinni......hehe nei bara grín.  Hlakka til að knúsa þig - við pabbi sækjum þig

Luv jú  mamma

mamma (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband