23.8.2008 | 15:34
Myndir myndir!!
Ég er búin að setja inn fáeinar myndir
Myndirnar frá NIH eru flestar frá þemadeginum, alveg fáránlega skemmtilegur dagur þar sem nokkrir krakkar sem voru hér í skólanum í fyrra skipulöggðu dagskránna og það voru mini ólympíuleikar með fullt af fáránlegum leikjum. M.a. átti að finna hnetu í skál fullri af hveiti og það mátti ekki nota hendur og pokahlaup þar sem þurfti að klára heila eintóma rúgbrauðsneið án þess að fá vatn áður en fyrsti í liðinu mátti fara af stað. Danskt rúgbrauð er MEGA þurrt, ég þurfti btw. að gera það fyrir mitt lið og ég hélt ég myndi deyja við það, svo var rosa sætur strákur sem var svona að fylgjast með að ég væri ekki að svindla og ég var að kúgast þarna, mjög heit...hehe.....svo var geitungur að ásækja mig á meðan á þessu stóð!!
Það er sko vængefið mikið af geitungum hérna, ekkert af þeim á Íslandi miðað við hér sko!! Við Íslendingarnir erum rosalega duglegir að reyna að halda kúlinu þegar það kemur geitungur og ræðst á mann, það er nebblega enginn sem kippir sér upp við það hérna, slá bara til hans sko! Það er ekkert íslenska leiðin, hlaupa í burtu öskrandi
Allavega, í dag fórum við á ströndina og ég fékk mér smá sundsprett í 17 gráðu vatni, mjög kalt en hressandi. Í kvöld er það svo FEST vúhú!! Okkur var skipt í lið á þemadeginum og liðin áttu öll að finna nafn á sig, klæða sig upp og finna sigurkall. Við vorum superheroes með skikkjur og fínar blöðrur um höfuðið, mjög lúðalega flott Þetta var svo mikil stemming, fjúff, en svo í kvöld sit ég með liðinu mínu á borði sem við erum búin að skreyta fínt með einhverju þema að okkar vali og náttúran var fyrir valinu hjá okkur, voða fínt borð.....mun setja mynd af því hér seinna.
Allavega, ég ætla að fara að drífa mig.....ÓMÆGAD hálftími í þetta og ég get ekki beðið!!!
kv.
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vorum að kíkja hérna inn og skoða myndirnar. Frábært að sjá hvað þú skemmtir þér vel.
Knús og sakn frá okkur öllum (sérstök kveðja frá ferfætlingunum)
Soffía, Nonni bró og Einsi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.