1.9.2008 | 09:48
Blátt nef, Álaborg og 4 kökur
Ég er búin að vera rosalega dugleg að spila pool en ég held að það sé komið út í vitleysu....;) Við erum alltaf að spila uppá eitthvað og núna er skuldastaða mín 4 heimabakaðar kökur og morgunmatur í rúmið. Ég er líka búin að tapa bláu nefi og morgunhreingerningu. Segir kannski ekki mikið, ss. Ég þurfti að vera með blátt nef allt kvöldið af því ég tapaði og svo þurfti ég að vakna kl. 7 til þess að þrífa í fimleikasalnum fyrir Gejl en ég þarf alltaf að þrífa eftir hádegismatinn þannig ég þurfti að þrífa tvisvar á fimmtudaginn! Á föstudaginn var ég svo með blátt nef um kvöldið en það var markaður hér um helgina og við fórum á hann á föstudaginn og ég get ekki neitað því að fólk horfði furðulega á mig, og nokkrir kommentuðu líka á nebbann:P Svo lá leiðin á Bjálkann, sem er aðalbarinn og ég með blátt nef! Það var samt bara fyndiðJ
En með kökurnar og morgunmatinn. Þetta gerðist allt á miðvikudaginn, dagurinn byrjaði á því að Gejl skoraði á mig í einliða á æfingu og ég vann hann. Strákarnir gerðu svo mikið grín að honum að hann gat ekki sætt sig við að tapa á móti mér og við spiluðum pool uppá morgunhreingerningu og ég skaut svörtu í vitlausa holu!!!! Ég varð alveg snar...hehe...anyways, ég gat ekki játað mér sigraða þannig ég keppti við annan strák uppá heimabakaða köku, og tapaði! Samt allt í lagi að baka kökurJ En svo fór þetta að fara út í vitleysu, ég gat ekki játað mig sigraða! Ég skoraði á Mikkel sem er frekar lélegur í pool og þarna sá ég kökuna mína í hyllingum.....eeeeeeen neeeei!!! Kaka nr. 2!
Þarna hefði ég náttúrulega alveg átt að hætta, en þetta var svo gaman þannig við Brynja skoruðum á Gejl og Mikkel í fúsball.....ekki góð hugmynd, töpuðum 10-1.....kaka nr. 3! Ok, double or nothing í pool, þeir samþykktu og við unnum...veivei....þarna hefði ég aftur átt að segja þetta gott.
En nei, við ákváðum að fara í borðtennis, og töpuðum! Svo var aftur double or nothing í körfu þar sem maður á að standa á miðjunni og hitta í körfuna, það lið sem væri fyrst til þess að hitta þrisvar mundi vinna......og við TÖPUÐUM!! Skuldastaða: 4 kökur!Við vorum fúlar, vildum vinna eitthvað þannig nú spiluðum við baddóJ Tvíliðaleikur með vinstri.....og við töpuðum!! Í þetta skipti var það morgunmatur í rúmið sem var lagður undir. Við eigum ennþá eftir að keppa í tennis og sundi en er ég frekar bjartsýn með sundið. Íslendingar eru þekktir fyrir að vera bestu sundmennirnir hérna, greinilega að græða á því að læra sund í næstum 10 ár! Sigurlaug fór í sund með powersportinu og þau þurftu að æfa fótatökin með korki!!!!! MEÐ KORKI! Hehe....mjög steikt!
Á laugardaginn fór ég í heimsókn til Jórunnar til Álaborgar og það var mega stuð, fórum í bæinn að versla og svo elduðum við svínakjöt, kartöflur og benessósu og borðuðum mikinn mikinn paradísís em er himneskur! Svo lá leiðin á Jomfru Anne Gade sem var ógeðslega skemmtilegt og þar rakst ég á Mark úr skólanum.....fjúfff...hann er svoooo sætur! Ég var samt að fara á Burger King þegar ég hitti hann þannig við töluðum ekkert mikið saman:S Hehe.....það eru tveir svaka sætir strákar hérna:P Það er samt ótrúlegt hvað það er mikið af pörum hérna....5 pör í skólanum, þrjú pör frá því síðustu helgi.
Jæja, nú fer að koma hádegismatur, það var long weekend um helgina sem þýðir að skólinn byrjar ekki fyrr en eftir hádeismat í dag. Ég svaf til háf ellefu....úúúú....algjör rebel og sleppti morgunmatnum, er að vísu að deyja úr hungri núna!
Hér eru nokkrar svipmyndir af helginni:
Ég og Sigurlaug markaðnum - BLÁTT NEF!
Ég að steikja kjötið, nammi namm
Veisluborðið....og Morten kom seint:O
Spiluðum Yatzi og Jórunn var mega heppin og gaf því thumbs up
En ég var svekkt að tapa, enn og aftur!!
Mega stuð hjá okkur:D
En það er komið að hádegismat...jummí, loksins!!
knús á línuna
kv.
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hehe Hrefna, núna spilar þú bara við krakkana þarna alvöru badminton, með hægri hendi og þið leggjið undir 4 kökur, það er mjög seiv;)
Snjólaug (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:00
Hæ rúsínubolla, gott að heyra að þú hefur komist heil heim...
Ég verð því miður að tilkynna þér það að matnum á fimmtudaginn er aflýst (nema Morten eldi sem ég stórefast um, en þú getur spurt hann ;) En við verðum í bandi fljótlega.
kys og kram
Jórunn (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:02
Innlitskvitt
Soffía (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.