5.9.2008 | 16:20
Ég elska föstudaga!
Föstudagar hafa ætíð verið skemmtilegir í mínum huga en núna elska ég þá hreinlega.
Ástæðan er einföld, ég er búin í skólanum kl. 13:00. Það er ekkert smá gaman að vera búinn í skólanum kl. 13:00 og geta gert hvað sem er!
Í dag fór ég á línuskautunum mínum nýju fínu niður í bæ og keytpi ís og súkkulaðiköku, svo lagðist ég uppí rúm og borðaði ís undir sæng og horfði á friends, MEGA sweet Svo laggði ég mig að sjálfsögðu en það var langþráður svefn!
Ég var svo þreytt í gær, fór á æfingu í Álaborg og það tók mig rúman klukkutíma að komast heim með hálftíma bið á lestarstöðinni....fjúff. Allavega, það sem ég hefði átt að gera þegar ég kom heim var að fara strax að sofa en krakkarnir voru að spila, þar á meðal einn strákur sem ég er mega skotin í og ég náttúrulega fór að horfa á þau til hálf tólf!! piffff....
Svo var grundtræning í morgun sem er svona þrekhringur og það var massa erfitt, alveg nóg hreyfing fyrir daginn.....eeeeen nei! Ég átti eftir spinningtíma þar sem ég þurfti að kenna tvö lög, ég er ss. að læra að verða spinningkennari og fokk það var erfitt, maður getur ekkert svindlað ef maður er þarna uppá pallinum Ég skreið sko heim en hresstist eftir hádegismatinn.
Í kvöld verður gaman, fyrst eru strákarnir að keppa í handbolta og svo ætla ég að fara með köku sem ég skulda stráknum sem er svo sætur vegna þess að ég tapaði fyrir honum í pool....æjæj, en leitt Svo er stefnan tekinn á Bjálkann, aðalskemmtistaðinn hérna en það verður þó bara rólegt vegna þess að á sunnudaginn förum við til Frakklands kl. 7:00 um morguninn......í 24 klst. rútuferð!!!
Anyways, þó það sé svona gaman hérna þá er ég samt farin að sakna allra heima á Íslandi mjög mikið! Getiði ekki bara komið í heimsókn
knús í klessu!
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já föstudagar eru GÓÐIR ........ eins og reyndar allir aðrir dagar Sakna þín líka elskan, ekki nema 100 dagar þar til þú kemur heim. Góða ferð til France og farðu varlega. Lojú mamma
Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 21:10
Innlitskvitt,
knús og sakn,
Stóra mása
Soffía (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 22:15
elsku Hrefna, ég væri til í að koma til þín núna!
Snjólaug (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:43
Hæ sæta... það er laaaaangt síðan það var föstudagur!!! :) KNÚS í klessu
Elsa Nielsen, 10.9.2008 kl. 11:32
Heppin!... nú er komin föstudagur aftur :) Knús og njóttu lífsins ;)
Elsa Nielsen, 12.9.2008 kl. 09:02
vá hvað það er gaman hjá þér elsku Hrefna!
sakna þín rosa mikið:* verð svo að hitta aftur á þig á skype þegar þú kemur frá France og heyra slúðrið;)
Anna María (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.