Frankrig og fleira

Ég kom heim frá Frakklandi í morgun.  Fórum í viku ævintýraferð til Chamonix sem er fjallaþorp og það var rosalega gaman.  Við fórum í fjallgöngu, rafting, fjallahjólaferð, klettaklifur, jöklagöngu og svo var einnig í boði að fara á Mount blanc en það kostaði yfir 150.000 kjell og það er ekki eitthvað sem ég var að fara að splæsa í!  Þetta var svo gaman.....fjúfff!

24. klst. í rútu.....það var ekki það slæmt, ég svaf furðulega vel um nóttina og svo voru sýndar myndir um daginn og þetta var ekkert helvíti sko. 

Ég hef komist að því að heimurinn er fáránlega lítill, ég fór til Fredrikshavn sem er nyrst á Jótlandi til að horfa á Peter Gade og fleiri spila.  Þegar ég var að fara út sé ég félaga minn frá Perú!!!  Ótrúlegt, ég kynntist honum þegar ég var í evrpópuskólanum í Þýskalandi og svo var hann þarna, tveimur árum seinna í þessu litla þorpi!!  Mjög skondið.  Svo vorum við í þessu þorpi í frakklandi og vorum að fara í búðina ég og Sigurlaug og töluðum auðvitað íslensku, stillir sér ekki upp maður við hliðiná okkur og fer að taka þátt í samræðunum!!  Þá var hópur af íslendingum þarana í útsýnistúr, var þarna bara í nokkra tíma og við hittum þau, mjög fyndiðSmile  Líka gaman að geta talað íslensku við einhvern annan en bara 3 manneskjur, eða jú 4 með Jórunni.

Nú ligg ég uppí rúmi með nammi og kók, það eru allir að segja að ég borði alltaf óhollt....er eiginlega með þannig "rep".....skil ekkert hvað fólk er að tala umWink

Allavega, myndir komnar á facebook.....kemur myndablogg seinna.....

n682938543_776381_3751

Þetta er fína kakan sem við Brynja bjuggum til handa Mikkel og Gejl....rosa fín:)

Ég á inni tvær kökur:)  veij veij, vann Mikkel í baddó og hann var alveg óður...híhí...

knús á línuna og luv:*

Hrefna Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú heimurinn er lítill, á föstudaginn vorum við að kveðja sumarstarfsfólkið okkar og Erla sem vann í bankanum í sumar og hefur einmitt verið í Jyllands Idrætlshöjskole, 2006 minnir mig var að segja mér frá því að mamma hennar og maðurinn sem hún býr með hefðu verið í Chamoix og hitt krakka sem voru í skólanum hennar gamla - sem voru þið! Þeim fannst það mjög skemmtilegt þar sem dóttir hennar hafði verið í þessum litla skóla á Jótlandi um árið að hitta einmitt krakka frá þeim skóla af öllum!  Ótrúlega flott kaka Njóttu lífsins elskan. Lovjú - mamma

Guðrún Harðardtórrit (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:09

2 identicon

Fín kaka

Soffía (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:41

3 identicon

gamaaan

vá hvað ég gat samt ekki áður séð þig fyrir mér í fjallaklifri og jöklagöngu ... haha þú tekur þig vel út í gallanum ;)

knús smús

Snjólaug (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Elsa Nielsen

Váááá hvað þetta hljómar skemmtilega ;) ... ef ég væri ekki svona hrikalega gömul og komin með 3 grislinga væri ég löngu búin að skrá mig í þennan skóla þinn!!!! ;)

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 15.9.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband