STÓR MISTÖK!!!

Ég klúðraði big time í gær!  Ég ákvað að smella mér í ljós svona í tilefni að veru minni í ljósabekkjalandinu mikla og til þess að steikja aðeins þessar bólur í andlitinu mínu.  Laumaðist ein og vildi ekki að neinn vissi vegna þess að mér finnst ekki kúl að fara í ljós.......

Ég skildi nú lítið í því sem sjálfsalinn sagði, allavega las að ég fengi afslátt ef ég keypti kort á 100 og ýtti á einhverja takka, einn tveir og bingó, ljósabekkur í gangi.  Eitthvað fannst mér voða heitt þarna í ljósum en lét það ekki á mig fá heldur bara beit á jaxlinn, svo langt síðan ég fór síðast í ljós að ég hélt að þetta ætti bara að vera svona.  Þegar 20 mín voru liðnar ákvað ég að segja þetta gott en þá voru ennþá 5 mín eftir að ljósatímanum.  Ég var rosaleg rauð strax en það átti eftir að versna....

Ég fór í ljós kl. 17 og var nokkuð góð um kvöldið, fór svo í bólið kl. 22 og þá tók við löng löng nótt.  Eftir að hafa hristst og skjálfað í bólinu og ekki náð að sofna í þrjá tíma fór ég á klóstið... það eru ca. 5 skref á klósettið en þegar þangað var komið varð ég að leggjast niður til þess að það myndi ekki líða yfir mig.  Ég hellti yfir mig vatni og sturtaði því ofan í mig og kallaði á herbergisfélagann minn.  Næst tók við mikill mikill skjálfti, úffff....hvað þetta var erfitt, en hún yndislega Anne hjálpaði mér uppí rúm og lét á mig kaldan bakstur, hringdi í lækninn og gerði allt fyrir mig.  Ég svaf næstum ekkert þessa löngu nótt en ég tók á það ráð að skríða á klósettið þegar þess var nauðsyn til þess að það myndi ekki líða yfir mig!  Ekki gaman!

Um morguninn mataði Anne mig vegna þess að ég gat ekki sest upp og vildi eiginlega ekki borða, hún er nú meiri perlan.  Nú vita allir í skólanum af litla sólstingnum mínum og hrakfarir í sólarbekk, aldrei aldrei aftur!!!  Ljósabekkirnir í DK eru víst miklu sterkari en heima og er nóg að fara í ca. 5 mín enda er enginn hissa á því hvernig ég lít út og hvernig mér líður eftir að hafa heyrt að ég hafi verið í 20 mín!  smá pínlegt svona, hehe....en ok, allir svo góðir, fólk búið að koma og tékka á mér í allan dag en ég hef ekki risið uppúr rúminu, allir vilja þjóna mér og svo var meira að segja ein stelpa sem keypti nammi handa mérSmile  Algjörar perlur sem ég bý með hérna!

En jæja, ætla að fara að reyna að sofna smá...piffpafff

yfir og út og knús

kjánaHrefna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

hehe þú dúlla

þetta ætti að kenna þér að fara ekki í ljós;)

sýndu nú samt eina mynd!

katrín atladóttir, 24.9.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Ohhh - þú ert yndisleg :)

Elsa Nielsen, 25.9.2008 kl. 11:42

3 identicon

æj elsku hrefna mín, meiri kjáninn, ekkert sniðugt að fara í ljós;)

ég þarf nú að fara að senda þér íslenskt nammi, ertu ekkert farin að sakna þess?? get ég sent til þín?:)

knús og kossar

sakna þín svo svo mikið!

Snjólaug (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:53

4 identicon

Jamm, ljós eru verkfæri djöfulsins.  Leiðinlegt að þú skyldir lenda í þessu mín kæra en gott að heyra að þarna eru góðir félagar til að hjálpa ungum viðbrenndum snótum í neyð.  By the by núna veistu hvernig ónefndum manni leið í ónefndu landi fyrir nokkrum árum

Soffía (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Hrefna Rós Matthíasdóttir

Jamm einmitt, hugsaði sko mikið til brósa míns og hvernig honum hefur liðið, mér fannst þetta helvíti og ég fékk ekki einu sinni brunablöðrur!  En ég hugsaði líka til aloe vera lagersins þíns Soffía og hvað það væri gott að komast í hann!;)

En Snjólaug mín elskulega, þú mátt svo sannarlega senda mér nammi veij veij hoppsasei!!!  Mig langar mest í trompbita, appololakkrís og nóakropp, langar samt allra mest í bragðaref en ég held að það gangi ekki upp að senda hann....

Allavega, adressan mín er:  

Nordjyllandsidrætshøjskole
Parkvej 61
9700 Brønderslev
Danmark

Takk elskan:*

Ooooog Katrín ég set inn myndir von bráðar, tók nebblega ekki sjálf mynd....;) mjög kúl sko, ég er einsog karfi

Hrefna Rós Matthíasdóttir, 26.9.2008 kl. 09:28

6 identicon

Hahaha ég heimta mynd af þér ;)

Karitas Ósk (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:50

7 identicon

haha gvuð minn góður þessi sólbekkjasaga er frábær kjáninn minn;) gott samt að heyra það er fólk þarna úti sem hugsar um þig:)

Anna María (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband