Spinningpróf og mafia

Viðburðarík helgi að baki.  Helgin byrjaði þegar ég gekk út úr spinningprófinu en ég er að læra að vera spinningkennari hérna og var ss. í skriflega prófinu á föstudaginn.  Var frekar stressuð vegna þess að allur pakkinn er á dönsku og þetta er mikið um vöðva og líkamsstarfsemi og það er ekki orðaforði sem ég er mjög klár í!

Um kvöldið hófst svo dagskrá helgarinnar en um helgina var Elevmøde hérna, það þýðir að gamlir nemendur koma í heimsókn í skólann yfir helgina.  Dagskráin hófst á því að okkur var skift niður í lið, eða fjölskyldur vegna þess að það var mafiuþema og við vorum sem sagt mafiufjölskyldur.  Fyrsta verkefni var að búa til hest úr spýtu og mjólkurfernu og ýmsu öðru dóti, finna á hann nafn og sögu og svo skipa niður í hlutverk innan fjölskyldunnar.  Þar sem ég var eina stelpan og yngst fannst mér upplagt að vera the DON eða Donna:)  Þess vegna var ég höfuð fjölskyldunnar og það var MEGA stuð.  Seinna um kvöldið þufti the Godfather, ss. ég að kynna fjölskylduna sína sem samanstóð af elsta syni, handlangurum og lífvörðum og svo auðvitað kynna veðhlaupahestinn frábæra sem fékk nafnið pepperoni tic tac, sonur fræga veðhlaupahestsins Dominos og Paris Hilton.  Fjölskyldan mín fékk nafnið bolognase.

Á laugardagsmorguninn var spinningkennarinn minn fyrsta manneskjan sem ég hitti og fékk ég þá þær frábæru fréttir að ég hafi náð spinningprófinu!!!! Veij veij veij veij ég var mikið glöð þó klukkan væri bara rétt yfir áttaGrin  Svo byrjaði dagskáin kl. 9 og það voru alls kyns þrautir sem fjölskyldan þurfti að leysa saman....hápunkturinn var svo hestaveðhlaupið!!  Um kvöldið var svo mafiafest og var salurinn skreyttur í þeim stíl.  Þetta var án efa skemmtilegasta partýið so far, hef sjaldan eða aldrei dansað svona mikið, algjört svitabað!!  Ég læt bara myndirnar tala....

n682938543_834244_3809

Ég og Lori í fullum skrúða;)

n682938543_834250_5603

Kennararnir hressir....Gitte sem er spinningkennarinn minn, Helle sem er erobik kennarinn og Mads sem er badmintonþjálfarinn

n682938543_834267_1105

Kristin og Linn, meistara Normenn

n682938543_834272_2811

Þarna er ég að gefa baddóþjálfaranum mínum einn á kjammann...nei djók, hann er skemmtilegur

Eeeeen að öðrum myndum, ég lofaði víst mynd af mér brenndri og hér kemur hún.....ath. ekki við hæfi barna.....

.

.

.

.

.

.

.

.

.

l_f76dc393862c4e23a53fe24ca62aea3e

ógeðslegt....eldrauð sko, en nú er ég bara að flagna í drasl, þetta er samt alveg að vera yfirstaðið....

En hér koma nokkrar myndir af herberginu mínu btw. það er auðvitað alltaf svona fínt inní þvíWink

l_0c345bcbfe61433c844eec04ec3a8d41

Rúmið mitt, fjúff hvað ég sakna elsku besta rúmsins míns heima!!

l_0cf83889f5ce42d6896af0bc30961700

"skrifborðið" og hillan mín

l_f1dc3be753fa4778927083f6e38e2372

Skápurinn minn, ekki mikið pláss enda er ég bara með hluta af fötunum mínum með mér:S

l_0fb285611f934c12a4d770fbd8c89b7c

Fínt herbergi.....ég á vinstri helminginn og Anne hægri....

En jæja, þetta er komið gott í dag.  Á morgun er ég að fara til Ollerup en þar hittast allir nemendur í íþróttaháskólum í DK og við keppum í allskonar íþróttagreinum.  Ég mun keppa í blaki, mjög gamanGrin 

knús og sakn
yfir og út
Hrefna Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

sæææææll

svakalegur bruni!!

en ótrúla flottur nikita jakkI:)

katrín atladóttir, 5.10.2008 kl. 17:18

2 identicon

Innlitskvitt og Vahaháááá greyið mitt að brenna svona.
Bróðir þinn gæti séð til þess að vera úti í byrjun nóv en hann á eftir að sjá hvað liggur fyrir og svoleiðis.  Sendi þér skilaboð

Soffía (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Elsa Nielsen

KKNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 6.10.2008 kl. 13:40

4 identicon

ég hélt ég myndi nú fá andlitið, ansi kræf að koma með bossann;) hehe ágætis bruni finnst mér. Vona að þetta sé nú að lagast:)

knús í bala:*

snjólaug (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Hrefna Rós Matthíasdóttir

hehe...ég hélt að þú vissir fyrir löngu hversu kræf ég er Snjólla mín;)  Andlitið var líka eini staðurinn sem ég brenndist ekki á.....

Hrefna Rós Matthíasdóttir, 7.10.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband