17.12.2008 | 10:33
Norge og fleira
Margt hefur drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast.
Helgina 6. - 7. des var fjölskylduhelgi hérna og var ég meira en lítið öfundsjúk út í þá sem voru með fjölskyldu sína hérna!! En ég var samt með "staðgengilsmömmu", mamma hans Sune keypti nebblega súkkulaðidagatal fyrir mig
Þarna erum við Sune, "mamma" og jóladagatalið:)
Á laugardagskvöldinu kom svo kanadískur trúbador og svo var svaka partý til heiðurs Lori og Jeppe sem flutt til Ástralíu í síðustu viku.
Lori fékk mörg knús þetta kvöld:)
Og Jeppe líka;)
Á sunnudeginum löggðum við "adventure" hópurinn af stað til Noregs í skíða/brettaferð. Við gistum í lúxus húsi í Hafjell sem var staðsett í miðju fjallinu. Ég var í bíl sem Mathias, einn danskur strákur keyrði og þegar við vorum að keyra upp brekkuna að kofanum komst bílinn ekkert áfram því hann var ekki á nöglum og auðvitað kann 19 ára danskur strákur ekkert að keyra í hálku og snjó og hvað þá upp brekku!! Hann rann alltaf jafn mikið til baka og hann komst fram þegar við stoppuðum í brekku vegna þess að ég held að hann viti ekki einu sinni hvað tengipunkur er! Ég var svo pirruð þarna, var eitthvað, ok Mathias, þetta eru einmitt aðstæður sem ég er vön að keyra í, á ég ekki að taka við? Hann bara nei, algjör þrjóska og karlremba......pifff þetta var ekki gott fyrir taugarnar mínar....en allavega við enduðum á að skilja bara bílinn eftir niðri og vera sótt á öðrum bíl vegna þess að hann var gjörsamlega búinn að bræða úr kúplingunni!
Ég var svo óheppin í þessarri Noregsferð, það gerðust þrjú óhöpp á fyrstu þremur dögunum......
Dagur 1:
Okkur var skipt í hópa eftir getu, það var skíðahópurinn, hægfara bretti og svo hratt á bretti. Ég joinaði Walker og David, við vorum bæði svona semi bretti og keyrðum fyrst með hæga hópnum en fengum svo leið á því og ákváðum að taka eina rauða brekku á þetta með brettanördunum. Mér gekk nú bara helvíti vel og var farinn að "svinga" í bröttu pörtunum líka í stað þess að bremsa þar....svo kom mjög brattur partur og ég ákvað að vera köld en þá klikkaði eitthvað, man ekki alveg hvernig þetta gerðist en ég flaug upp í loftið og skall með bakið og hnakkann í harðann snjóinn. Ég lá gjörsamlega killiflöt þarna og allt í einu voru Walker, David og Lisa komin til mín og ég vissi ekkert hvað var að gerast, mundi ekki hvar við vorum og hvar við bjuggum. Mundi alveg eftir að ég væri í lýðháskóla og svona og þekkti krakkana en ég gat bara ekki munað hvað við hefðum gert síðasta sólahring eða svo. Sjitt hvað þetta var scary, svo lýstu þau öllu, sögðu mér að við hefðum siglt hingað og sögðu frá fína húsinu okkar og þá fór ég að átta mig. Ss. heilahristingur á fyrsta degi.
Dagur 2:
Um kvöldið fórum við í súpermarkað. Keyrðum á minibusunum tveimur og eyddum smá tíma í búðinni að kaupa það sem vantaði og ég var einhverra hluta vegna seinust úr búðinni. Stóð aftast í röðinni á eftir Jesper og Walker. Þeir löbbuðu svo út og ég borgaði hlutina mína og labba svo út......what? hvar eru bílarnir?!! Díses.....voða fyndin, þykjast vera farinn, hugsaði ég auðvitað. Labbaði náttúrulega strax á bakvið húsið hristandi hausinn yfir misheppnuðu djóki hjá krökkunum....en bíddu....hvar er fokking bílinn!! Þau voru ekki þar!!! Ég labbaði aftur að búðardyrunum og leit í kringum mig en það var engan bíl að sjá! Sjitt!!! Þau hafa gleymt mér!!!!!! Ég settist fyrir utan búðina í 13 stiga frostinu og velti fyrir mér hvað í ósköpunum ég gæti gert. Sem betur fer var stóll í andyrinu á búðinni þannig ég gat tilt mér þar. Ég var ekki með símann minn vegna þess að danska símkortið mitt virkar ekki í Noregi þannig ég var ekki með númerin hjá neinum sem var í rútunni.....hvað gat ég gert?! Eina sem mér datt í hug var að fá að hringja í mömmu í búðinni og biðja hana um að hringja í skólann og fá einhvern í skólanum til að hringja í einhvern í rútunni.....frekar langsótt en ok. Ég geymdi þessa hugmynd mína samt í dágóðan tíma vegna þess að ég vissi að mamma og pabbi mundu panikka. Þegar ég var búin að bíða í svona 20 mín gafst ég upp og hringdi í mömmu. Gekk frekar brösulega að biðja um að hringja vegna þess að búðarstelpan skildi ekki dönsku og var mjög léleg í ensku þannig ég reyndi að tala norsku sem ég get ekki....en loks gekk það upp. Svo byrjaði ég að tala íslensku í símann og stelpan rak upp stór augu! Ég beið í aðrar 20 mín eftir að ég hafði talað við mömmu og nú voru 10 mín í að búðin mundi loka og ég sá fyrir mér að ég mundi þurfa að bíða úti í frostinu mikla þannig ég fór aftur upp að búðarkassanum, en nú vildi stelpan vita hvert ég væri að hringja....hehehmmmm.....Island....þá mátti ég ekki hringja, samt útskýrði ég stöðu mína og fór að spurja hvort ég gæti labbað að Hafjell og hún bara uuu nei. Ég var alveg ráðalaus þarna við kassann þegar Elín kom stormandi inn...veij! Þá var þetta þannig að Walker og Jesper voru spurðir hvort þeir væru seinastir og þeir bara já, tóku alls ekki eftir mér þarna Svo fóru þau í stóra fína kofann, sumir fóru í sturtu, sumir að horfa á TV og aðrir að baka köku þannig maður er ekkert að pæla hvort það vanti einhvern. Svo allt í einu tók Elín eftir að ég væri horfinn, á sama tíma hringdi síminn hjá Jens kennara og allir fóru í hláturskast nema Elín krútt var alveg í móðursýkiskasti og þau brunuðu að sækja mig:) Þetta var djók ferðarinnar, alltaf þegar við fórum á fjölfarna staði kom einhver með djókið "Er Hrefna með?" eða "Komdu Hrefna, ég ætla að leiða þig svo þú týnist ekki". Þetta var nú frekar fyndið svona eftir á en ekki gaman á meðan á þessu stóð!
Dagur 3
Á degi 2 var ég voða varkár þegar kom að því að "brettast" enda frekar óörugg eftir fallið en á 3 degi fór ég að þora hlutina á ný og ákvað að fara "off pist" með vönu krökkunum en það eru brekkur sem ekki er búið að slétta úr snjónum og þar liggur laus snjór. Tókum svo eina off pist, svarta brekku sem lá beina leið að kofanum okkar. Ég bremsaði auðvitað alla leiðina enda MEGA brött brekka en ef maður gerir off pist er maður alltaf að detta því snjórinn fer á brettið þannig ég gafst upp að lokum, tók brettið af mér og ákvað að sitja á því...ss. eins og sleða. Það gekk vel þangað til allt í einu.....BÚMMMM! Klessti á risa risa stein....bein á lærið! Sjitt hvað það var vont...var alveg að fara að leggjast niður og fara að gráta en krakkarnir voru komnir á undan og ég rataði ekki alveg í kofann þannig ég ákvað að hrista þetta af mér. Mér leið eins og það fossblæddi úr löppinni en það var ekki gat á buxunum mínum þannig það gat ekki verið. Þegar ég kom heim fór ég úr snjóbuxunum og sá að það var risa bunga úr lærinu á mér....ég þorði ekki að kíkja, sá bara fyrir mér bein stingast út eða eitthvað. Krakkarnir kíktu svo á þetta og það var risa bunga....þvílíkt bólgið! Nú er ég með stærsta marblett sem allir hérna hafa séð og fólk er alltaf í sjokki þegar það sér fína marblettinn minn.....hann var stærri og blárri en hérna er mynd af honum eins og hann lítur út núna....
Þetta er efsti hlutinn af lærinu á mér.....veit eki hvort þið fattið myndina, en hann er allavega RISA og svo er hann harður, mjög undarlegt!
Sem betur fer gerist ekkert svaðalegt fyrir mig eftir þetta þrennt. Þrátt fyrir þessa mislukku var alveg rosa gaman, náttúrulega alltaf gaman á bretti Hér eru nokkrar svipmyndir frá ferðinni.
Ummm...nýbúin með Mcdonalds, tilbúin í brekkurnar:)
Sune og Janus fengu sér nú bara snús á Mcdonalds....ojjjj!!;)
Fíni fíni kofinn okkar
Sweet brekkur.....ohhh hvað mig langar að vera þarna núna!!
Minns og Linns að elda mat:)
Geggjaður klifurveggur sem við prófuðum í Ólympíuhöllinni í Lillehammer, sá stærsti í Evrópu:)
Eftir klifrið fórum við að leika okkur....
.....og svo héldum við áfram útí í snjónum:)
Og svo var fötunum kastað!
Og rassinum díft ofaní snjóinn!!! Við spiluðum um það hver þyrfti að gera það. Svo spiluðum við líka um hver þyrfti að keyra á skíðum/bretti niður smá brekkur, stelpur berar að ofan og strákar berir að neðan og það var Elín sem tapaði og tókst að renna sér með glæsibrag gjörsamlega topplaus;)
Off pist keyrsla.....frekar sweet ef maður er góður í því en ég HATA það núna;) Aldrei off pist aftur!!
Við prófuðum líka bob sleða, sjúklega gaman!! Fórum á yfir 90 km hraða:)
Það var sauna og nuddbaðkar í húsinu okkar og auðvitað var það notað óspart! Við stelpurnar smelltum okkur í allsherjar freyðibað, froða út um allt:)
Of skemmtilegt sko!!!
Þegar við komum til baka í skólann voru allir búnir að frétta af því að óhöppum mínum og ég veit ekki hvað ég er búin að segja þessar þrjár sögur oft og sýna fólki marblettinn minn!! Það er skrítin stemming í skólanum hérna síðustu vikuna og allir einhvernvegin að reyna að njóta síðustu augnablikanna. Á laugardaginn síðasta var musik quiz sem er rosa skemmtilegt og svo var haldið á bjálkann og sletti fólk virkilega úr klaufunum. Það var líka myndataka á laugardagskvöldinu sem ég missti af því ég var svo sein og ég hafði ekki hugmynd um hvar hún var...hehemmm....
Hér eru fínu skólafélagar mínir....pifff ég á eftir að sakna þeirra!
Við stelpurnar í musik quiz:)
Við Linn á Bjálkanum....MEGA stuð!!!
Í dag var hlaupadagur og fólk hljóp ýmist 9, 15 eða 21 km. Ég hljóp ekki vegna meiðslanna frá Noregi en nú þarf maður að fara að taka sig saman og byrja að æfa fyrir maraþon sem ég ætla að hlaupa í apríl:) Það er julefrokost núna í hádeginu....pifff...mér finnst það svo vont, en það verður samt huggulegt. Vá hvað þetta verður skrítið....en það eru kosningar í gangi líka núna og ég hef verið tilnefnd fyrir mesta bömmerinn.....það er að taka 20 mín í ljósum og skaðbrenna og svo hef ég líka verið tilnefnd fyrir player ársins But welll.....maður verður bara að taka því.
5 dagar og svo er ég heima á klakanum....get ekki beðið!
Sjáumst!
knús og kossar
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Hrefna mín þú ert ÓTRÚLEG, ert samt alltaf heppin í óheppninni hefði getað farið miklu ver! OMG það var ekki góð tilfynning þegar þú hringdir en mamman rúllaði því upp og hringdi í skólann og snakkede lidt dansk! hehe Vonandi þurfum við ekki að sjá 3. myndina í framtíðinni af rassi/læri eftir ýmiskonar hamfarir.............
Hlakka til að fá þig heim í afmælisgjöf
MASSA KNUS OG SAKN, mamma
Mamma (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:04
Ég er bara farin að halda að það sé einhvers konar hefð í dönskum lýðháskólum að kjósa íslensku krakkana sem mestu player-ana :)
Karitas Ósk (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.