Snjór snjór útum allt!

Það er búið að vera snjór hérna í rúmlega viku og það mikill snjór, miðað við DK allavega.  Það er þjónar samt engum tilgangi ef það eru engar brekkur til þess að renna sér í!  Samt er hægt að gera eitt.....fara í snjókast og búa til snjókarl:)  Og það var akkurat það sem við gerðum!

n682938543_1359459_3043

Snjórinn var samt ömurlegur og tók ekki við!

n682938543_1359460_3286

Því tókum við á það ráð að búa til snjóhrúgu!

n682938543_1359467_5060

Svo létum við nokkrar litlar kúlur ofan á hrúguna....

n682938543_1359471_6102

....að lokum varð úr þessarri mögnuðu hrúgu glæstur snjómaður

n682938543_1359468_5318

Hann var svo myndarlegur að ég ákvað að fara í sleik við hann!;)

En snjórinn er farinn núna og grasið er grænt og sólin skín.  Samt sem áður er skítakuldi og mér er alltaf kalt!

Um helgina var svaðalegt afmælispartý á Bjálkanum og komu nokkrir nemendur síðasta árs í heimsókn og það var rosa stuð!

n682938543_1359689_9559

Mathias kom, beint úr hernum og Stian var sáttur með það:D

n682938543_1359692_359

Svo kom Stoltze líka og tók vel á því;)

n682938543_1359705_3805

Afmælisbörnin í glæsilegu fötunum sem þau fengu í afmælisgjöf!

Ég steig á vigtina áðan og fékk algjört sjokk!  Ég hef ekki drukkið gos síðan heima og borða mjög sjaldan nammi og óhollustu og ég geri ekki annað en að æfa alla daga og samt er ég að breytast í einhverja bollu!  Ég var í smá sjokki í fyrradag, það var ein stelpa sem er frekar mikil um sig og er langt frá því að vera í góðu formi sem sagði við mig í kaldhæðni:  "Við getum alveg fengið okkur köku án þess að fá samviskubit er það ekki Hrefna!"  Þá kviknaði ljós.....tími til kominn að taka á því og kakan fór sko beinustu leið í ruslið!

26. maí fer ég til Lanzarote og þá verða 5 kíló fokin takk fyrir!  Þrír mánuðir til stefnu;)

En ég er farin að hrista af mér spikið!

hastalavista

knús og sakn

Hrefna Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Innlitskvitt

S+J

Soffía, 23.2.2009 kl. 22:40

2 identicon

Stundum er ég dekruð líka, takk fyrir bloggið elskan! Ég var líka dekruð í gær (konudagur), pabbi tjöruþvoði bílinn minn og þvoði hann síðan enn betur með sápubóni. Ég gat speglað mig í Gullkálfinum mínum og á morgur verður hann algjör töffari þegar ég fæ ný 33" dekk undir hann og smá hækkun svo ég komist í Þórsmörk í sumar  Frekar ónýtt að hafa snjó en engar brekkur, hahaha  Flade Danmark!!!  Í dag eru 44 dagar þangað til ég get knúsað þig, ég ætla líka að ná 5 af þangað til. Gangi þér vel með þín markmið, hlaup og allt............????  KNUS, SAKN OG ÁST  mamma

Mamma (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Gaman að fá loksins blogg litli frænkulíusinn minn ;)

Verst að geta ekki hlaupið spikið af með þér ... ætla að vera búin að ná 6 af mér fyrir 26. júní takk fyrir!!! ;) Shit hvað við verðum flottar í suma!!!

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 23.2.2009 kl. 22:59

4 identicon

Þið eruð nú meiri bjánarnir...  Eigið þið ekki spegil heima hjá ykkur, þið eruð ekki feitar!

Ég er að spá í að þyngjast um 5 kíló fyrir sumarið.  Stofna mafíu og kaupa mér hatt og vera langflottastur!

Fariði nú í alvörunni að slaka svolítið á þessari megrunaráráttu, það er ekkert vit í þessu.  Frekar að vera ánægður með sig eins og maður er og hananú!

Kv.
Nonninn

Nonni (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:34

5 Smámynd: Hrefna Rós Matthíasdóttir

hahaha....gott brósi!

Má ég ekki vera meðlimur í mafíunni?  Ég hef sko reynslu af því að vera don!;)

Hrefna Rós Matthíasdóttir, 24.2.2009 kl. 22:31

6 identicon

segi það sama og bróðir þinn, njóttu lífsins;) þýðir ekkert að hafa áhyggjur núna!

knús smús:*

ps.fínn snjókarl

Snjólaug (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Elsa Nielsen

GÓÐUR Nonni!!... já ok - tek þetta tilbaka - það er ljótt að vera grannur og gamall ;)

Elsa Nielsen, 9.3.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband