JægerLars

Það nær náttúrulega ekki einni átt hversu löt ég er að blogga!

Mig langar að blogg um tvennt núna:

  • Kynni mín af hermanninum Lars sem hefur verið í Jægerkorpset í 25 ár en ég veit því miður ekki hvernig hægt er að þýða það....allavega mjög hátt sett sveit innan hersins sem aðeins útvaldir komast í.....veiðisveitin kannski?
  • 3. maí 2009

Í stað þess að troða þessu báðu í eitt blogg ætla ég að gera tvö....bloggið um 3. maí kemur því seinna.

Mánudaginn 27. apríl löggðum við teambuilderar upp í ferð með jægersoldat.  Ég hafði ekki misstu glóru hvað jægersoldat var, vissi bara að það var hermaður og við vorum að fara í tveggja sólarhringa ferð úti í náttúrunni.  Við fengum lista yfir það sem við áttum að taka með okkur og hann var eitthvað á þessa leið:

  • heilt sett af auka fötum
  • auka skór
  • regnföt
  • plastdiskur og hnífapör
  • klósettpappír í poka!

Dísssss.....ok frábært, ég var ekkert sérlega spennt fyrir þessu.  Við keyrðum í klukkutíma eitthvað út í buskann af döskum mælikvarða og vorum stödd á tiltölulega auðu svæði, allavega auðasta svæðinu JægerLars vissi um í DK.  Svo var það að henda bakpokanum á bakið, okkur gefið kort og áttaviti en á kortinu var staðurinn sem við áttum að sofa á um nóttina merktur inn og við fengum þrjá tíma til að koma okkur þangað.  Það var ekki alslæmt enda eru nokkrir í hópnum orðnir vanir að lesa kort eftir mörg boðhlaup og þvíumlíkt....ég hélt mér hins vegar frá kortinu;)

Þegar komið var á áfángastað fengum við nýtt verkefni og það var að slá upp búðum og elda mat.  Við fengum 3 heila þorska, kartöflur og eldspýtur.  Við skiptum niður verkum og ég fékk það yndæla hlutverk að flaka þorskinn enda búin að læra handbrögðin á Árbæjarsafninu góða.  Það gekk svona upp og ofan en ég angaði af fisk restina af ferðinni!

Um kvöldið fengum við nokkur mismunandni teamwork verkefni sem við áttum að leysa og svo ræða eftirá hvernig við brugðust við þeim og hvað við gerðum rétt og rant og svo framveigis.  Við erum 12 í hópnum og ég get svarið að ég er næstum farin að þekkja þessa krakka betur en sjálfan mig.  Það er magnað að pæla svona í hlutunum og fara í gegnum hvernig þessi bregst við undir pressu og hvað þessi finnur upp á til að leysa næstum ómöguleg vandamál.  Við erum búin að taka mörg persónuleikapróf og vitum nákvæmlega hvað hver og einn er góður í, þetta er svo magnað!

Þessi "hertúr" var alls ekki jafn slæm og ég hefði ímyndað mér enda tók hann tillit til þess að við vorum mörg hver að fara að hlaupa maraþon fáeinum dögum síðar.  Þetta átti að vísu að vera rosaleg óbyggðaferð og mér fannst alls alls ekki eins og við værum í óbyggðum því við hittum fólk í göngutúr og fleira í skóginum, langt frá þeirri auðn sem finnst heima á landinu fagra.  JægerLars var mjög áhugasamur um Ísland og hefur verið þar tvisvar í jeppaferð og var ánægður með að heyra að pabbi minn væri jeppakall og ég hefði nú farið í þónokkrar jeppaferðir sjálf. 

Í lok ferðarinnar hélt hinn ofursvali JægerLars tölu um hópavinna og í raun um lífið sjálft og það var alveg magnað að hlusta á hann....þess vegna vorum við ekki í rónni þegar við heyrðum að hann ætlaði að halda fyrirlestur hér í skólanum viku seinna!  Sá fyrirlestur var í dag.

Á miðvikudögum er venjulega fyrirlestur hér í skólanum um allt mögulegt og ég fylgist nú með eins vel og ég get, en ef efnið er ekki of áhugavert er mjög létt að slökkva á dönskunni og bara heyra ekkert hvað er í gangi.  Í dag var þó annað á teningum, ég gleypti hvert einasta orð sem kom út úr JægerLars!  Hann er 47 ára og hlutirnir sem maðurinn hefur upplifað og staðirnir sem hann hefur verið á, það er svakalegt!  Eins og áður sagði hóf hann hermennsku fyrir 25 árum og á þeim árum hefur margt drifið á dagana.

Hlutverk Jæger hermenna er að vera fyrstir á stað óvinanna og njósna.  Herþjáfunin felst því ma. í því að vera út í skógi í tvæ vikur á fáeinum fermetrum og vera í viðbragstöðu ef fjendurnir taka eftir þér.  Í kalda stríðunu fengu þeir því þjálfun í fallhlífastökki þar sem markmiðið var að láta sig svífa til Austur Þýskalands.  JægerLars var sendur í flest lönd sem Danir höfðu hersveitir í.

Mögnuð fannst mér frásögn hans af 11. september 2001.  Þá var hann staddur í herskólanum að halda fyrirlestur um hlaup sér til dundurs fyrir fullan sal hermanna....allt í einu kemur maður hlaupandi inn og segir:  "kveikið á fréttunum núna!"  Þeir horfa allir á hörmungarnar dolfallnir og fyrsta hugsunin var, "nu skal vi altså ud at arbejde!"  Mánuði síðar voru þeir staddir í Afganistan!

Líf JægerLars snýst ekki einungis um herinn því hann er einnig íþróttamaður og hefur stundað þríþraut, boðhlaup og mörg adventurrace, ma. eitt sem stóð yfir í 8 daga í frumskóginum!  Þetta er sannarlega maður sem kallar ekki allt ömmu sína og hann endaði þennan magnaða fyrirlestur á því að segja við okkur, nú er tími til að taka ákvörðun og fylgja henni.  Við þurfum að finna út hvað við virkilega viljum í lífinu og fylgja því eftir....allt er mögulegt!

Já, allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi....hvað er það nú sem ég vil....úfffff.....

Ég er gjörsamlega ringluð....ég ætla allavega að fara niður á Bjálka núna og fá mér lítið öl í tilefni af því að hafa hlaupið 42,2 km síðasta sunnudag!

knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta frænka.

Mikið er gaman að heyra hvað þér gengur vel og innilegar hamingjuóskir með áfangann.  Ekki slæmt að hafa maraþonhlaup í reynslupakkanum.
Knús frá okkur hér í Álfheimum.

Anna frænka (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:57

2 identicon

Thetta er flott hjá ther og gaman ad heyra hvad Jaeger Lars er duglegur.

Fardu samt ekki í herinn. Thú ert mjög gód í björgunarsveit hérna á Íslandi.

Sólarkvedja frá Spáni.

Pabbi.

Pabbi. (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 19:39

3 identicon

Já gaman hefdi verid ad hitta JægerLars, hann er greinilega reynslubolti sem vid getum laert af! En adalmálid er ad hver er sinnar gaefu smidur, okkar er valid og svo lengi laerir sem lifir og thu er rétt ad byrjar elskan en frábaert hvad thu hlustar og laerir af reynslu annarra. Luv jú - hlakka til ad knusa thig 6.júní :* mor

mamma (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband