3. maí 2009

Árla morguns, laugardaginn 2. maí 2009, lögðu 16 sprækir einstaklingar, fullir af pasta og tilhlökkun, upp í langferð.  Leiðin lá suður á bóginn til borgarinnar Hannover í Þýskalandi.  Tilgangur ferðarinnar var einfaldur, þessir 16 einstaklingar höfðu sett sér skýrt markmið sem uppfylla átti daginn eftir í þessari þýsku stórborg.

3275_190210740103_681735103_6696885_4391183_n

pasta + vatn

Með pasta í annarri og vatnsflöskuna í hinni komu ferðalangar sér fyrir í tveimur langferðabílum. Rúmlega 6 tíma akstur frammundan en ofan á þann tíma bættust við fjölmörg „pissustopp“ sem er fylgikvilli þess að drekka 4-6 lítra af vatni á sólarhring. 

Spenningurinn leyndi sér ekki í hópnum enda búið að gefa blóð, svita og tár í undirbúninginn og nú voru aðeins fáeinir tímar til stefnu, aðeins fáeinir tímar þangað til tekist yrði á við kílómetrana 42,195!

  3275_190210825103_681735103_6696899_2652694_n

Val á skoti til að hafa mér sér á marklínunni!

3275_190210845103_681735103_6696902_7653226_n

Risabjórinn hans Rasmusar

Á landamærum Danmerkur og Þýskalands var tekin verslunarpása í skattfrjálsa súpermarkaðnum.  Eftirvæntigin náði hámarki.  Plön um partý eftir hlaupin, kampavín og annað til þess að skála með var hrúgað í innkaupakörfuna.  Flest okkar höfðum sagt nei takk við gleðskap og djúserí síðastliðinn mánuð og meira en tilbúin til að sleppa af okkur beislinu!

3275_190210850103_681735103_6696903_3636818_n

Pastapása!

Við komum til Hannover um kvöldmatarleitið og skráðum okkur til leiks.  14 okkar stefndum á heilt maraþon og 2 á hálft.  Eftir það lá leiðin á veitingahús þar sem fleiri kíló af pasta voru innbyrgð og eftir það lá leiðin heim á hótel, beinustu leið í bólið!

Stóri dagurinn rann upp!  Þetta varð allt í einu að veruleika!  Ég klæddi mig í hlaupafötin, festi á mig númerið mitt, F336, og reimaði hlaupaskóna vel og vandlega en mér fannst ég vera andlega fjarverandi þegar ég var að gera þetta.  Þetta gat bara ekki verið, gat ekki passað.

Eftir morgunverðinn, sem var örlítið meira af pasta ásamt banönum og brauði héldum við í hann.  Stemmningin var magnþrungin, glens og gaman, allir voru yfir sig spenntir.

3275_190212400103_681735103_6696914_2375434_n

Tilbúin í slaginn!

3275_190212415103_681735103_6696917_6292423_n

Hópurinn! 

Svo var ég stödd þarna, ásamt aragrúa af maraþonhlaupurum!  Nú var ekki aftur snúið, þetta var í raun og veru að gerast!  Við stelpurnar reyndum að geyma síðustu klósettferðina fyrir hlaupið þangað til á síðustu stundu og eftir það lá leiðin inn í röðina, röð fólks sem er það klikkað að hlaupa 42,195 km!  Við vorum stödd þarna, allur hópurinn, við dönsuðum og knúsuðumst og óskuðum hvort öðru góðs gengis.....koma svo!

3275_190212480103_681735103_6696926_1003658_n

Gjörsamlega að missa okkur úr gleði í röðinni! 

10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1, GO!  Þetta var byrjað, hlaupið var byrjað!

10 km: Klukkutími búinn og tæplega einn fjórði, ég er passlegum hraða, alls ekki undir of mikilli pressu og finnst ég geta haldið þessu áfram út í eilífðina.  Fólk fagnar, klappa og stappar þegar maður hleypur brosandi hringinn framhjá því, þetta er geggjað!

21 km: Hálfmaraþonið tæklað á rétt rúmum tveimur tímu, þetta verður ekkert mál, get alveg haldið þessum hraða áfram í 21 km í viðbót!  Djöfull er þetta geggjað!   Fólk fagnar enn og trommuleikur og glens á hverju götuhorni.

25 km: Ohhhh.....þetta fer að vera svolítið þreytandi núna, ég nenni eiginlega ekki að hlaupa meira!  Dísssss.....17 km eftir ohhhhhh úfff....jæja, áfram svo....pissupása tekin og erfitt að komast í gang aftur eftir hana.  Fólk enn að hvetja mann og lítil börn að biðja um „five“, ok, „suck it up!“ hlauptu bara!

27 km: Núna eru bara 15 eftir....snilld, það er ekki neitt!!  Gleðin tekin á ný!

30 km: 12 eftir og það eru þrír tímar síðan það voru fimmtán eftir.....díses hvað hver kílómeter er lengi að líða!

31 km: OHHHHHHHHHHHHHHHH!!!!!!!!!!

32 km: 10 eftir vúhú!

33 km: 9 fokking kílómetrar eftir og lappirnar mínar segja nei, nei Hrefna Rós, þú hleypur ekki meira, þú átt að stoppa og fara heim og fá þér nautasteik með Nonnabernesósu, kók og fótanudd!

Um þetta leiti hitti ég Espen sem gekk sökum hnémeiðsla, ég gekk með honum rúmlega kílómeter.  Það var það heimskulegasta sem ég hefði getað gert í stöðunni því ég fann fyrir hversu illt mér var í hnénu þegar ég byrjaði að labba.

35 km: Ég hóf hlaupin á ný, ef kalla má hlaup, og mikil fagnaðarlæti brutust út á hliðurlínunni í tilefni þess, gæsahúð og tár í augunum hérna megin!  Á leiðinni var ég stoppuð af sjúkraliða sem spurði hvort ég væri í lagi, örugglega verið skrítið að sjá halta hænu hlaupa maraþon!  Ég sagði bara, JA þó að svarið væri NEI og flýtti mér í burtu! 

36 km: Vegurinn hallaði örlítið en tilfinningin var eins hæðamunur á malbikinu milli vinstri og hægri fótar væri roslegur!  Skyndilega fékk ég frábæra hugmynd, ég hleyp bara á grasinu!:)  Slæm hugmynd, þetta gerði illt verra! PAIN.....garg, ég rak upp vein.  Ég var að bugast!  Rétt fyrir aftan mig hafði hlaupið kona sem kallaði á mig og sagði mér að standa upp og berjast á þýsku!  Ég sagði bara ok og hljóp aftur frammúr henni, ég varð að hlíða henni!;)

39 km: 3 km eftir, skemmtiskokk, ekkert mál!

40 km: ohhhh....bara einn kílómetar búinna af þessum litlu þremur, endalaust að líða!  Ég verð meira en fimm tíma með þetta rugl!

41 km: OMG bara einn kílómetar eftir! 

42 km: Nei, nei, nei, nei, þetta getur ekki verið, markið getur ekki verið þarna beint fyrir framan mig....what? hahaha, ég ætla að fokking spretta!

42,195 km: 5:02, mér er drullusama, ég kláraði þetta, vó, svimi, vantar vatn...hvar er vatn!

Ég gekk í móki áfram, tók eftir að ég var komin með metalíu um hálsinn, kúl.  Ég sá ekki krakkana, vissi ekki hvert ég ætti að fara, spurði vegfarendur: „Wasser, wasser?“ og þeir bentu mér á að ganga áfram.  Ég var alveg ringluð.  Loks sá ég Janus og Thomas.  Janus tók utan um mig og sagði, þú ert búin að hlaupa maraþon, þú gerðir það!  Þetta var of mikið, tárin láku, þetta hafði í alvörunni gerst, þetta var ekki draumur!  Janus leiddi mig að vatnsbásnum og lét mig borða saltstangir og orkudrykk.  Fáeinum mínútum síðar fór að kveikna á mér andlega.

3275_190212515103_681735103_6696932_570576_n

OF sátt með lífið á þessum tímapunkti.  Janus búin að láta mig hafa orkudrykk, saltstangir, epli og plastvesti til að halda hitanum.

3275_190212520103_681735103_6696933_2368347_n

Með bjargvættinum, Janusi 

Við fundum hina krakkana, allir höfðu komist í mark, meira að segja Espen með hnémeiðslin!  Gleðin var mikil en orkan var engin!  Eftir að hafa setið og áttað okkur á stöðu mála um stund lá leiðin að bílnum, allt í einu var spölurinn niður að bílnum orðinn fimmfalt lengri!  Við höltruðum öll eins og kjánar en sáum hins vegar heita sturtu og hlýtt ból í hyllingum og reyndum að ganga eins hratt og mögulegt var!

Fyrir hlaupið höfðum við ímyndað okkur að við tækjum eitt skot við marklínuna og hæfum gleðskap um leið og hlaupinu væri lokið!  Þegar kom á daginn var skot það síðasta sem við höfðum lyst á, svefn var það sem við þráðum mest!

Ég fór í langt bað og laggði mig í bólið með einn kaldan.  Ég var svo lengi að drekka hann, mér leið bara illa, mér leið illa í öllum líkamanum og sérstaklega í hnénu sem hafði verið að stríða mér á meðan á hlaupinu stóð.  Á þessum tímapunkti fattaði ég ekki af hverju ég var að þessu, ég varð bara veik af þessu!  Hálftíma síðar var bankað á herbergið, við ætluðum að hittast og skála og halda síðan út að borða.

3275_190212530103_681735103_6696935_4185019_n

Skál!  Fremur dautt partý! 

Það var ekki mikið líf í fólkinu við ölsötrið, loks voru allir búnir með sinn eina og leiðin lá á steikhús!  Eftir 200 gr. nautalund með öllu tilheyrandi voru við flest enn svöng!  Við gúffuðum í okkur desert og svo var planið að fara upp á hótel og svolgra í sig öllum þeim lítrum af alkóhóli sem við keyptum á landamærunum.

3275_190212585103_681735103_6696944_6712948_n

Ummmm.....nautalund:P 

Loks vogaði Nikolaj sér að segja það sem við vorum öll að hugsa „mig langar nú eiginlega mest að fara bara að sofa!“  Lífsgleðin skein úr augum fólks á ný!  Mig líka!  Allir voru sammála um að bólið blíða hljómaði betur en fyllerí!  Við vorum öll löggst til hvílu fyrir kl. 22 að kvöldi þessa magnaða dags.  3. maí 2009, dagur sem ég mun seint gleyma af því að á þeim degi áttaði ég mig á að hið ótrúlega er mögulegt!  Uppgjöf er ekki möguleiki!

kv.

Hrefna Rós

Ps. Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar:*   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

F**king snilldin ein!! Djöfull er ég stoltur af þér ;)

Doddi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:41

2 identicon

Innilega til hamingju :D

Vá hvað við bróðir þinn erum stolt af þér,

Þú getur allt sæta!

Heya (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:46

3 identicon

vá til hamingju aftur með þetta stelpa! Þú ert algjör hetja!;)

Anna María (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:45

4 identicon

OMG  hér sitjum vid pabbi á Hotel Kaktus í Albir med tárin í augunum, snilldar lýsingar thad er thess vegna - finnum til og upplifum med thér! Enn og aftur til hamingju duglegasta stelpan okkar! Thetta sannar enn og aftur ad ALLT er haegt ef viljinn er fyrir hendi  Luv jú  M&P

mamma og pabbi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Soffía

Til hamingju með þetta

Soffía, 10.5.2009 kl. 20:39

6 identicon

Ég er enn ekki búinn að átta mig á því hvers vegna fólk hleypur 42.195 kílómetra...án þess að hafa nein skilaboð að bera eins og Pheidippides forðum daga.  En fólk gerir þetta víst í dag, þó svo að mér myndi nú ekki fljúga þetta í hug.

En sama hvað öllu líður þá kláraðirðu þetta og það er glæsilegt hjá þér.

Erum farin að sakna þín hérna og kisurnar eru alltaf að spyrja um þig!

Kveðja,
Nonni bróðir

Nonni (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:29

7 Smámynd: Elsa Nielsen

F... SH... hvað þú ert mikil hetja elsku frænka!!! Enn og aftur til hamingu með marathonið!! ... öhhh jú... ég kem með næst ;) Þú ert duglegust!!

Elsa Nielsen, 10.5.2009 kl. 21:32

8 identicon

dííííses kræst! ég var næstum byrjuð að grenja þegar ég las þetta hehe
ótrúlega dugleg !! rosalega mikið til hamingju. Þrátt fyrir þessar lýsingar þá held ég að mig langi líka til að upplifa maraþon einn daginn

þú ert algjör snillingur
knúúús og kossar.
ps. kíktu á facebook inboxið þitt :)

snjólaug (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:59

9 identicon

Elsku besta frænka.

Gaman að lesa frásögnina.  Ég hef alltaf sagt að það sé bilun að hlaupa þessa vegalengd, en veit að það hlýtur að vera góð tilfinninga að ná markmiðinu. Takk fyrir að deila þessu með okkur og til hamingju.

Það verður gott að fá þig heim á Frón aftur og vonandi koma fleiri fjölskyldumeðlimir sem fyrst á heimaslóðir

Knús og kossar frá frænku á álfheimum.

Anna frænka (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband