Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Kveðja úr Álfheimum
Elsku besta uppáhalds frænka mín! Það er snilld að geta fylgst svona með þér og váááá hvað ég öfunda þig en um leið samgleðst. Þeir eru heppnir sem geta notið þinnar samveru í blíðu og stríðu enda áttu yndislega vini sem sakna þín örugglega eins og frænka "gamla". Ég skal knúsa mömmu og pabba extra mikið, það er ekki alltaf auðvelt að sjá á eftir "grislingunum" sínum út í heim, maður hefur nú reynsluna ;O Mundu bara að skemmta þér "fallega" og að hamingjan ákvarðast fremur af hugarfari en ytri aðstæðum!! Njóttu lífsins og ég veit að þú stendur þig eins og hetja þrátt fyrir þreytu og skítugan þvott. Stórt, stórt knús og saknaðarkveðjur, Anna frænka
Anna frænka (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. ágú. 2008
Vantar E-mail adressuna hjá þér.
Hæ elskan og takk fyrir síðast. Ég finn ekki póstfangið þitt til að senda þér myndir sem að við tókum í ferðalaginu. Sakna þín mikið. Kveðja. Pabbi.
Matthías Þórðarson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. ágú. 2008
SAKN!
Hæ elskan og takk fyrir síðast ;) Þá erum við komin heim og það er svo skrýtið að líta inn í herbergið þitt......þú farinn en það er samt eins og þú hafir skroppið aðeins út vegna þess að það eru föt út um allt - hehe. Þetta eru náttúrulega afleiðingar "endurpökkunnar" á síðust stundu. OMG þú sem fórst með 4 töskur, held ég ætti að vera með flóamarkað á því sem eftir er! En OK það er nóg pláss í skápnum og kommóðunni, ég tek til fljótlega fyrir þig Rósin mín eins og stundum áður en í þetta sinn helst það fínt.....sem er ....æi ekki gott. Betra að hafa þið með öllu sem fylgir góðu og slæmu þar sem það góða er MIKLU meira og hver er fullkominn! En jæja þetta á ekki að verða ritgerð en þegar ég byrja get ég ekki hætt; þekkt fyrirbæri í ættinn í kvennlegg! Í mínum huga ertu bara í æfingarbúðum, kemur bráum heim og gangurinn fyllist af skóm og töskum!! Mundu bara að NJÓTA og NÝTA tækifæin. SAKN, KNUS OG ÁST, mamma
Guðrún Harðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. ágú. 2008
:)
já já finnst skrýtið að skrifa á síðu sem heitir "Hrefna Rós í Danmörku" því þú ert núna á Íslandi og mér finnst ekki eins og þú sérst að fara til Danmerkur eftir allt of stuttan tíma !! verður svosvosvo skrýtið allt saman:/ Ég verð nú dugleg að commenta og svona á færslurnar þínar, engar áhyggjur af því! knús smús:*
Snjólaug (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. ágú. 2008