Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.9.2008 | 16:20
Ég elska föstudaga!
Föstudagar hafa ætíð verið skemmtilegir í mínum huga en núna elska ég þá hreinlega.
Ástæðan er einföld, ég er búin í skólanum kl. 13:00. Það er ekkert smá gaman að vera búinn í skólanum kl. 13:00 og geta gert hvað sem er!
Í dag fór ég á línuskautunum mínum nýju fínu niður í bæ og keytpi ís og súkkulaðiköku, svo lagðist ég uppí rúm og borðaði ís undir sæng og horfði á friends, MEGA sweet Svo laggði ég mig að sjálfsögðu en það var langþráður svefn!
Ég var svo þreytt í gær, fór á æfingu í Álaborg og það tók mig rúman klukkutíma að komast heim með hálftíma bið á lestarstöðinni....fjúff. Allavega, það sem ég hefði átt að gera þegar ég kom heim var að fara strax að sofa en krakkarnir voru að spila, þar á meðal einn strákur sem ég er mega skotin í og ég náttúrulega fór að horfa á þau til hálf tólf!! piffff....
Svo var grundtræning í morgun sem er svona þrekhringur og það var massa erfitt, alveg nóg hreyfing fyrir daginn.....eeeeen nei! Ég átti eftir spinningtíma þar sem ég þurfti að kenna tvö lög, ég er ss. að læra að verða spinningkennari og fokk það var erfitt, maður getur ekkert svindlað ef maður er þarna uppá pallinum Ég skreið sko heim en hresstist eftir hádegismatinn.
Í kvöld verður gaman, fyrst eru strákarnir að keppa í handbolta og svo ætla ég að fara með köku sem ég skulda stráknum sem er svo sætur vegna þess að ég tapaði fyrir honum í pool....æjæj, en leitt Svo er stefnan tekinn á Bjálkann, aðalskemmtistaðinn hérna en það verður þó bara rólegt vegna þess að á sunnudaginn förum við til Frakklands kl. 7:00 um morguninn......í 24 klst. rútuferð!!!
Anyways, þó það sé svona gaman hérna þá er ég samt farin að sakna allra heima á Íslandi mjög mikið! Getiði ekki bara komið í heimsókn
knús í klessu!
Hrefna Rós
1.9.2008 | 09:48
Blátt nef, Álaborg og 4 kökur
Ég er búin að vera rosalega dugleg að spila pool en ég held að það sé komið út í vitleysu....;) Við erum alltaf að spila uppá eitthvað og núna er skuldastaða mín 4 heimabakaðar kökur og morgunmatur í rúmið. Ég er líka búin að tapa bláu nefi og morgunhreingerningu. Segir kannski ekki mikið, ss. Ég þurfti að vera með blátt nef allt kvöldið af því ég tapaði og svo þurfti ég að vakna kl. 7 til þess að þrífa í fimleikasalnum fyrir Gejl en ég þarf alltaf að þrífa eftir hádegismatinn þannig ég þurfti að þrífa tvisvar á fimmtudaginn! Á föstudaginn var ég svo með blátt nef um kvöldið en það var markaður hér um helgina og við fórum á hann á föstudaginn og ég get ekki neitað því að fólk horfði furðulega á mig, og nokkrir kommentuðu líka á nebbann:P Svo lá leiðin á Bjálkann, sem er aðalbarinn og ég með blátt nef! Það var samt bara fyndiðJ
En með kökurnar og morgunmatinn. Þetta gerðist allt á miðvikudaginn, dagurinn byrjaði á því að Gejl skoraði á mig í einliða á æfingu og ég vann hann. Strákarnir gerðu svo mikið grín að honum að hann gat ekki sætt sig við að tapa á móti mér og við spiluðum pool uppá morgunhreingerningu og ég skaut svörtu í vitlausa holu!!!! Ég varð alveg snar...hehe...anyways, ég gat ekki játað mér sigraða þannig ég keppti við annan strák uppá heimabakaða köku, og tapaði! Samt allt í lagi að baka kökurJ En svo fór þetta að fara út í vitleysu, ég gat ekki játað mig sigraða! Ég skoraði á Mikkel sem er frekar lélegur í pool og þarna sá ég kökuna mína í hyllingum.....eeeeeeen neeeei!!! Kaka nr. 2!
Þarna hefði ég náttúrulega alveg átt að hætta, en þetta var svo gaman þannig við Brynja skoruðum á Gejl og Mikkel í fúsball.....ekki góð hugmynd, töpuðum 10-1.....kaka nr. 3! Ok, double or nothing í pool, þeir samþykktu og við unnum...veivei....þarna hefði ég aftur átt að segja þetta gott.
En nei, við ákváðum að fara í borðtennis, og töpuðum! Svo var aftur double or nothing í körfu þar sem maður á að standa á miðjunni og hitta í körfuna, það lið sem væri fyrst til þess að hitta þrisvar mundi vinna......og við TÖPUÐUM!! Skuldastaða: 4 kökur!Við vorum fúlar, vildum vinna eitthvað þannig nú spiluðum við baddóJ Tvíliðaleikur með vinstri.....og við töpuðum!! Í þetta skipti var það morgunmatur í rúmið sem var lagður undir. Við eigum ennþá eftir að keppa í tennis og sundi en er ég frekar bjartsýn með sundið. Íslendingar eru þekktir fyrir að vera bestu sundmennirnir hérna, greinilega að græða á því að læra sund í næstum 10 ár! Sigurlaug fór í sund með powersportinu og þau þurftu að æfa fótatökin með korki!!!!! MEÐ KORKI! Hehe....mjög steikt!
Á laugardaginn fór ég í heimsókn til Jórunnar til Álaborgar og það var mega stuð, fórum í bæinn að versla og svo elduðum við svínakjöt, kartöflur og benessósu og borðuðum mikinn mikinn paradísís em er himneskur! Svo lá leiðin á Jomfru Anne Gade sem var ógeðslega skemmtilegt og þar rakst ég á Mark úr skólanum.....fjúfff...hann er svoooo sætur! Ég var samt að fara á Burger King þegar ég hitti hann þannig við töluðum ekkert mikið saman:S Hehe.....það eru tveir svaka sætir strákar hérna:P Það er samt ótrúlegt hvað það er mikið af pörum hérna....5 pör í skólanum, þrjú pör frá því síðustu helgi.
Jæja, nú fer að koma hádegismatur, það var long weekend um helgina sem þýðir að skólinn byrjar ekki fyrr en eftir hádeismat í dag. Ég svaf til háf ellefu....úúúú....algjör rebel og sleppti morgunmatnum, er að vísu að deyja úr hungri núna!
Hér eru nokkrar svipmyndir af helginni:
Ég og Sigurlaug markaðnum - BLÁTT NEF!
Ég að steikja kjötið, nammi namm
Veisluborðið....og Morten kom seint:O
Spiluðum Yatzi og Jórunn var mega heppin og gaf því thumbs up
En ég var svekkt að tapa, enn og aftur!!
Mega stuð hjá okkur:D
En það er komið að hádegismat...jummí, loksins!!
knús á línuna
kv.
Hrefna Rós
31.8.2008 | 23:13
Þetta hlítur að vera djók!!
Framvegis geri ég öll blogg í word!!!
Þetta er í annað skiptið í röð sem ég er OMG!
Nýtt blogg væntanlegt á morgun um atburði liðinnar viku
25.8.2008 | 10:00
Nú byrjar hversdagsleikinn....
Jæja, þá er fyrsta vikan í NIH flogin í burtu. Fyrsta vikan var svona kynningarvika þannig það er fyrst núna sem venjuleg stundaskrá byrjar. Dagurinn í dag byrjaði á grundtræning sem er stöðvaþjálfun en það er auðvitað það sem manni langar mest að gera kl. 8 um morguninn! Jæja, svo var það erobik en það var slökun.....sweet
Það var veisla í skólanum á laugardaginn og það var geggjað! Það mynduðust þrjú pör um helgina og í heildina eru 5 pör í skólanum, enn sem komið er! Það verða pottþétt fleiri þegar á líður sko, soldið þannig stemmning í partýum!
Við íslensku stelpurnar erum búnar að safna saman myndnum okkar frá fyrstu vikunni og ég á eftir að setja þær hér inn, tekur bara svo langan tíma að ég nenni því ekki núna. Ég er samt búin að setja myndir úr partýinu á facebook. Hérna er samt smá smörþefur að myndum.....
Ég og Brynja
Elín var hress og rúmlega það!
Ég og Sigurlaug
Fína borðið sem mitt lið skreytti:)
Þetta er herbergisfélaginn minn, Anne og á bakvið Christina
Þarna er ég með Susanne aka. Bente en hún er algjör meistari
Jæja, hádegismatur
Knús á línuna
Hrefna Rós
23.8.2008 | 15:34
Myndir myndir!!
Ég er búin að setja inn fáeinar myndir
Myndirnar frá NIH eru flestar frá þemadeginum, alveg fáránlega skemmtilegur dagur þar sem nokkrir krakkar sem voru hér í skólanum í fyrra skipulöggðu dagskránna og það voru mini ólympíuleikar með fullt af fáránlegum leikjum. M.a. átti að finna hnetu í skál fullri af hveiti og það mátti ekki nota hendur og pokahlaup þar sem þurfti að klára heila eintóma rúgbrauðsneið án þess að fá vatn áður en fyrsti í liðinu mátti fara af stað. Danskt rúgbrauð er MEGA þurrt, ég þurfti btw. að gera það fyrir mitt lið og ég hélt ég myndi deyja við það, svo var rosa sætur strákur sem var svona að fylgjast með að ég væri ekki að svindla og ég var að kúgast þarna, mjög heit...hehe.....svo var geitungur að ásækja mig á meðan á þessu stóð!!
Það er sko vængefið mikið af geitungum hérna, ekkert af þeim á Íslandi miðað við hér sko!! Við Íslendingarnir erum rosalega duglegir að reyna að halda kúlinu þegar það kemur geitungur og ræðst á mann, það er nebblega enginn sem kippir sér upp við það hérna, slá bara til hans sko! Það er ekkert íslenska leiðin, hlaupa í burtu öskrandi
Allavega, í dag fórum við á ströndina og ég fékk mér smá sundsprett í 17 gráðu vatni, mjög kalt en hressandi. Í kvöld er það svo FEST vúhú!! Okkur var skipt í lið á þemadeginum og liðin áttu öll að finna nafn á sig, klæða sig upp og finna sigurkall. Við vorum superheroes með skikkjur og fínar blöðrur um höfuðið, mjög lúðalega flott Þetta var svo mikil stemming, fjúff, en svo í kvöld sit ég með liðinu mínu á borði sem við erum búin að skreyta fínt með einhverju þema að okkar vali og náttúran var fyrir valinu hjá okkur, voða fínt borð.....mun setja mynd af því hér seinna.
Allavega, ég ætla að fara að drífa mig.....ÓMÆGAD hálftími í þetta og ég get ekki beðið!!!
kv.
Hrefna Rós
20.8.2008 | 16:35
Loksins löng pása!!:)
Loksins loksins, fríkvöld Ég ætla bara að slappa af í kvöld eftir ótrúlega erfiðan dag!! Hann byrjaði á Erobik kl. 8, ég er svo langt frá því að vera erobik týpa, ég var í ruglinu þarna. Ég er hræðilegur dansari og þetta gengur allt út á rytma og einhver spor og ég bara náði þessu ekki!! En þetta var samt gaman, skiptir engu máli þó maður sé eins og kjáni, allir svo ligeglad hérna
Svo var það badmintonæfing strax eftir erobik tímann og við vorum að gera fáránlega erfið hopp í svona hoppstiga, spretti og svo fótaburð við tónlist....ss. rytmískan fótaburð sem var fáránlegt og ógeðslega erfitt!!! Svo spiluðum við sem var mjög gaman og fórum í aðeins örðuvísi rassó sem er þannig að maður á að moona ef maður tapar....mjög fyndið!! En badmintonspilararnir hérna eru bara semi þannig ég vil fara í Álaborg og æfa til þess að geta bætt mig, en ég er svo þreytt alltaf á kvöldin hérna að það verður erfitt!
Eftir hádegismat fór ég svo í spinning tíma, eins og dagurinn hafi ekki verið nógu erfiður!!
en ég nenni ekki meira í bili....set inn myndir við tækifæri
knús á klakann
kv.
Hrefna Rós
ps. ég var að fá mér danskt símanúmer sem er 0045-606-37-909
19.8.2008 | 13:14
Smá pása!
Ég hef bara 20 mín....
Ég ætlaði alltaf að fara að blogga í þau skipti sem ég hef komist í tölvuna hérna....sem er ca. 4 sinnum í svona 10 mín í senn, þess vegna verður þetta stutt og laggott
Hérna í skólanum er FRÁBÆRT!!! Þetta er svo gaman að hálfa væri hellingur, ég hef nú heyrt margt um þennan skóla en gat eiginlega ekki ímyndað mér að þetta væri svona gaman, samt er ég bara búin að vera hérna í 2 daga! Þetta er samt erfitt.....vakna kl. 7 á hverjum morgni og æfingar allan daginn. Svo er maður dauður úr þreytu kl. 10 á kvöldin!
Ég er mjög heppin með herbergisfélaga, tíbísk dönsk dúlla samt er svolítið skrítið að deila herbergi en það venst.
Knús á klakann....þarf að drífa mig út að hlaupa!!
kv.
Hrefna Rós
ps. Jórunn mín, ég hlakka svo til að fá þig í heimsókn!!! Ég ætla að kaupa mér danskt nr. um leið og tækifæri gefst, örugglega um helgina bara eða eitthvað:) ÓMÆGAD hvað það verður gaman hjá okkur!!!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.8.2008 | 17:24
Áfram Ísland!!
Sko bara! Íslensku handboltastrákarnir eru bara flottir! Ég er búin að vera að keyra til Álaborgar í allan dag og missti þess vegna af leiknum en ég heyrði síðustu mínútuna af honum. Við vorum að labba inn í Q8 þegar ég heyri eitthvern rosa leiklestur í gangi úr einhverjum bíl og tveir menn standa þar fyrir utan og naga á sér neglurnar! Svo heyrði ég "det står 30/31 for danskerne...." Þá mundi ég allt í einu eftir þessum leik og við hlustuðum á síðustu mínútuna og 24 sekúndurnar þarna fyrir utan bílinn með Dönunum tveimur. Það var mjög fyndin stemming!
Það var mínúta eftir og Íslendingar búnir að jafna.....Danir með boltann og.......SKORA!! Danirnir tveir fagna og mamma mín labbar í burtu....ekki að meika þetta!! 20 sek eftir og Íslendingar biðja um leikhlé.....útlitið svart.....eeen að sjálfsögðu náðu þeir að jafna snillingarnir!! Súper Snorri Steinn með mark úr víti.....solid Dönsku bíleigendurnir sem voru vissir um sigur fyrir 20 sekúndum heldur betur súrir og við þökkum fyrir að fá að hlusta að rifna úr stolti
Nú eru íslensku strákarnir í 2. sæti í riðlinum sínum með fimm stig en Suður Kórea trónir á toppnum með 6 stig. Nú er bara að rússta Egyptum á mánudaginn....KOMA SVO!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 22:28
København er best
Ég elska Kaupmannahöfn svo mikið. Í dag var það chill á Strikinu með mömmu og pabba og ég var svo dugleg að kaupa ekki neitt!!! Eða ok, keypti bara smá smá en keypti eiginlega ekki neitt miðað við það sem ég hefði getað keypt Ég fór líka í heimsókn til Kára og sá fína fína húsið hans og við fengum okkur einhverja RISA beyglu sem var MEGA góð
Ég settist aðeins með mömmu og pabba á Rådhuspladsen með geitungunum og dúfunum og við kíktum á mannlífið....ekkert smá gaman að horfa á fólkið!! Það voru nokkrir gay pride borðar um hvippinn og hvappinn og ég sá homma útundan mér í MEGA sleik Veit ekki hvort það hafi verið Gay pride en ef það er tilfellið þá er það ömurlegt! Ísland á klárlega LANGflottasta Gay pride-ið!!
Ég og mamma að chilla á Ráðhústorginu
Pabbi og kærustuparið í baksýn.....ég rétt missti af sleiknum innilega
Ok, ef þetta er Gay Pride þá er þetta skandall!!! Ísland BEST í heimi
Mamma og pabbi gáfu mér svona fína nýja skó Þeir meiddu mig samt....en það reddast!
Við enduðum að sjálfsögðu chilldaginn í Köben á blóðugri steik á hereford
Hjónin á hereford;)
Það er búið að vera MAJOR chill hjá mér í kvöld, horfði á danska Talent þáttinn og svei mér þá ef það er ekki til klikkaðara lið hérna en í USA!! Svo er ég búin að vera í tölvunni og ma. tala við Stulla sem var einn að lesa á Krít og Kolbrúnu sem færði mér skemmtilegar fréttir og skemmtilegar myndir!!
Hún á von á strák!!! Nú fer ég að skima eftir gæjafötum í HM;)
Hlakka MEGA mikið til að þessi litli náungi fæðist:)
Snilld!!! Kolbrún er búin að skanna fullt af myndum, ma. þessa ódauðlegu mynd af einu af fjölmörgum gistipartýum hjá okkur stelpunum í saumaklúbbnum;) Vorum sko með sýningu fyrir mömmu og pabba hennar Kolbrúnar sem oftar sem spice girls Hún sendi mér líka eina ódauðlega sem ég ætla ekki að birta hér....hehe...hún er tekin af mér og Matta að sigra kossakeppnina í 10 ára afmælinu hjá Kolbrúnu! Gullmoli sko, en hún verður bara í einkasafninu
En jæja, ég ætla að fara að lúlla, eða reyna það allavega, horfa á smá HIMYM. Er í herbergi með mömmu og pabba og það er frekar erfitt að sofna við svona hrotur...en samt kósí að vera með þau hjá mér, á eftir að sakna þess MEGA mikið!!
Anyways, I'm out
HrefnaRós
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.8.2008 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 22:35
Söngstjarnan mín
Ég á svo hæfileikaríka vinkonu að hálfa væri hellingur!!
Við fjölskyldan sitjum hér og höfum það huggulegt og hlustum á hana syngja:
www.myspace.com/annamariabmusic
Superstar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)