Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
11.8.2008 | 18:42
1 vinnudagur
Ég á bara eftir að vinna einn vinnudag í viðbót sem þýðir að sumarið er alveg að verða búið:O
Sumarið 2008 hefur verið MEGA skemmtilegt þrátt fyrir að það hafi eiginlega bara einkennst af vinnu, en ég gerði samt eitt og annað....
Maí
24. maí - Útskrift
27. maí - Útskriftarferð
Júní
Útskriftarferð frh.
Vinna
Fór í bústað með familíunni sem var MEGA stuð
Júlí
Þann 10. júlí komu heimsreisufararnir mínir heim eftir MEGA langt ferðalag, án efa einn af hápunktum sumarsins!!!:)
Útilegan árlega í þrastarskóg var MEGA skemmtileg
Ágúst
Verzlunarmannahelgi hjá Töru.........eyjar hvað?!! En vó hvað ég er að fara til Eyja á næsta ári!!!!
Vinna vinna vinna og vinna og svo er bara EINN dagur eftir núna
pakka pakka pakka og kveðja allar elskurnar mínar sem ég á eftir að sakna MEGA mikið
14. ágúst nánar tiltekið á fimmtudaginn fer ég svo til DK!!!!
Ss. ekkert svo mikið búið að gerast í sumar en samt er búið að vera MEGA mikið að gera hjá mér, ástæðan fyrir því er sú að sumarið hefur bara farið í vinnu og svo æfingar, hef sjaldan verið jafn dugleg að mæta á æfingar á sumrin eins og núna. Á miðvikudaginn er síðasta TBR æfingin mín í langan tíma og Skúli ætlar að hafa hana MEGA skemmtilega í tilefni af því!!:)
Það bættust við ein sólgleraugu í sólgleragunasafnið í dag en þau eru MEGA flott og rúmlega það. Ég keypti þau ekki einu sinni, þau fylgdu með einhverju slúðurblaði sem ég keypti......mjög sniðugt fyrir mig vegna þess að mamma væri ekkert hæstánægð með það ef ég hefði keypt mér enn ein sólgleraugun....það er bara erfitt að vera í kringum flott sólgleraugu allan daginn!!! Þessi eru sko geðveik og uppáhalds, set mynd af þeim inn seinna;)
Ég er að fara á American style að kveðja æskuvinina á eftir og svo á morgun eru það Vegamót að kveðja garðabæjarstelpurnar mínar. Í gær var það kaffihús með ömmu og svo Nonnapizza um kvöldið hjá Nonna bró. Greinilegt að maður er sendur vel í holdum til útlandanna;) Frekar fúlt að vera að kveðja alla sko...en ég sé þau aftur um jólin:D
Næsta blogg verður í Danmörku....OMG
btw. mér finnst orðið MEGA vera kúl og ég ætla að nota það óspart
kv.
Hrefna Rós
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2008 | 18:51
Ég er að klikkast!!
Ok, ég er orðin æst hérna fyrir framan tölvuskjáinn!! Ég veit ekki af hverju ég er að lesa þessa vitleysu sem fólk er að skrifa en ég bara get ekki hætt! Reyndar er ég mjög hlutdræg í þessu máli vegna þess að ég æfi badminton með Rögnu og veit þess vegna hversu metnaðarfull og dugleg hún er og hversu lengi hún er búin að vinna að þessu! Ég er MEGA stolt af henni og finnst mér að íslenska þjóðin eigi að vera stolt að eiga einn keppanda í einliðaleik kvenna af 47, það hlýtur að teljast meira en lítið frábært miðað við höfðatölu!!
Mér finnst að fólk ætti aðeins að nota það sem er á milli eyrnanna og hugsa um hvað það skrifar áður en það fer að vera skoðanaglatt á hluti sem það veit EKKERT um!
kv.
HrefnaRós
Ragna slasaðist og er úr leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.8.2008 | 20:40
ÓMÆGOD 6 dagar!
Núna er minna en vika þangað til ég flyt til DK....það er bara óraunverulegt!! Ég er búin að vera að reyna að æfa dönskuna aðeins, tók smá Klovn syrpu í gær en var alveg uppgefin eftir þrjá þætti og var alveg hætt að nenna að reyna að skilja!
Þegar ég var yngri var ég miklu betri í dönsku, eða það held ég allavega. Ég er búin að vera að reyna að æfa mig smá í sumar með því að tala við Morten og mér tekst alltaf að klúðra einhverju skemmtilegu, t.d. ætlaði ég að segja stakkels Morten en ég sagði óvart snakkels Morten:P Ég fattaði líka eitt í gær þegar ég var að keyra heim af æfingu....ég hafði verið að tala við Morten og hann sá mynd af sætu frænkunni minni sem varð eins árs í gær, henni Söru, og spurði hver þetta væri og ég sagði: "Det er min tante" Hann kom með svo skrítið augnaráð að ég gat ekki hætt að spá í þessu.....fattaði svo loksins að tante er það sama og ant...ss. móður eða föður systir!! Nonni bró sagði mér svo að tante væri meira að segja oft notað í neikvæðri merkingu, þannig það er ekki skrítið að Morten hafi rekið upp stór augu þegar ég sagði að fallega litla snúllufrænka mín væri "min tante"!
Þetta er hin yndislega umrædda "tante" eða hitt og heldur! Hún átti afmæli í gær og byrjaði að labba í fyrradag, mega dugleg:) usss...hvað ég á eftir að sakna þess að geta ekki hitt mín sætu litlu frændsystkini þarna úti!
Þetta er allt að skella á, það er svo crazy að gera hjá mér, er að reyna að skipuleggja hvernig ég á að kveðja alla. Kvaddi Önnu frænku og Kjartan í morgun og það var ekkert smá skrítið, en jæja, ég er nú bara að fara í nokkra mánuði og það til Danmerkur, kannski ég geri ekki meira mál úr þessu en þetta er;)
En Ólympíuleikarnir voru settir í dag, ég ætlaði auðvitað á þessa ólympíuleika en það klikkaði eitthvað smá...hummm....skrítið. Man vel eftir því þegar ég var 8 ára og Elsa var að fara til Atlana þá var harðákveðin í að fara á ólympíuleikana alveg eins og stóra frænka þegar ég yrði 20 ára:) En hún Ragna stoltið okkar komst alla leið enda er hún óendanlega metnaðarfull og dugleg og á þetta svo sannarlega skilið! Við ætlum að hittast í TBR í nótt og horfa á hana keppa, svaka stemming;)
MEGA flott mynd!! GO Ragna!:)
Allavega, ég ætla að fara að leggja mig svo ég verði spræk í nótt.
Adios
HrefnaRós
30.7.2008 | 18:20
Mig langar að vinna úti!!!!!
ómægad hvað það er hörmulegt að vinna inni í svona veðri!!
Anyways, hérna ætla ég að vera rosa dugleg að blogga á meðan ég er í Danmörkunni góðu og setja inn myndir og svona:)
Núna eru bara tvær vikur og einn dagur í að ég fari út og ég á eftir að gera of mikið og ég er aaaalltaf að vinna!
En ég er farin í sund ójá!!
kv. Hrefna Rós
ps. þetta er fyrir þig Jórunn!!