8.10.2008 | 19:59
Dýr sjoppuferð.....
Það er slæmt að vera Íslendingur í útlöndum í dag, mjög slæmt. Ég tími ekki að kaupa mér neitt!! Í gær stoppuðum við í sjoppu á leiðinni frá Ollerup og ég bara varð að svala ís/súkkulaðiþörf minni! Ég valdi ódýrasta súkkulaðistykkið í búðinni og svo ósköp venjulegan íspinna......
Íspinni = 20 dkk.
twix súkkulaði = 15 dkk.
samtals = 35 dkk. * 23 = 805 kr.!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég er búin að hugsa um Cocio sem er svo gott....namm namm, svona kakódrykkur sem fæst í sjálfsala hérna en 0,4 l kosta 15 dkk. sem er 345 kr. fyrir einn drykk......nei takk! Nú er það bara vatn sem ég tími að drekka!!
Þetta er komið út í algjört rugl.....sem betur fer á ég bestu fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér sem er dugleg að leggja inná mig en ég hreinlega tími ekki að eyða þúsundkölllum í sjoppuferð!!
piffffff.......ætli ég fari ekki bara að vinna hérna!!
pirraða Hrefna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:01 | Facebook
Athugasemdir
gvuð þetta er agalegt Hrefna mín:/ þú ferð bara að nota sama megrunarkúr og við notuðum í Ástralíu "ég er í megrun því ég tími ekki að kaupa mat!";)
Anna María (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.