Hyggeaften með nammi í tonnavís

Elsku besta vinkona okkar Jórunnar hún Snjólaug sendi okkur:

400 gr. af Nóa kroppi

250 gr. af þristum

500 gr. af lakkrískonfekti

250 gr. af súkkulaðirúsínum

......við opnuðum pokana og þá hófst átið......jiminn eini, þetta var rosalegt, svo til að toppa allt fórum við útá vídeóleigu og keyptum okkur bland í poka og við poppuðum.  Þetta var virkilegt átkvöld, rosalegt!!  Þegar Morten kom heim lágum við báðar steinrotaðar í súkkulaðivímu með nammi útá kinn og Love actually rúllandi.

Ég krassaði á sófanum hjá Jósu og þegar ég vaknaði var allt nammið auðvitað á stofuborðinu og núna er ég búin með 4 þrista, smá nóakropp og talsvert mikið af lakkrís.....

....við kunnum ekki alveg að njóta nammisins......

kv. Hrefna átvagl

ps. við ætlum í ræktina í dag;)  og btw. ég útskrifaðist sem spinningkennari í gær!!!!Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha sé þig alveg fyrir mér í nammiátinu, aldrei að vita nema þú fáir kannski annan smá glaðning fljótlega hmmm;)

 Til hamingju með spinningkennararéttindin! getur pottþétt fengið vinnu hjá worldclass þegar þú kemur svo heim;)

Anna María (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 17:36

2 identicon

ég þekki ykkur báðar það vel að ég vissi að þetta myndi gerast;) hehe

til hamingju með spinningkennarann:)

luv og knús:*

Snjólaug (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Elsa Nielsen

ohhhh hvað ég er ánægð með þig í namminu!!!... stendur þig vel frænka :) Held að ég sé fræg fyrir að vera nammigrís dauðans... við erum svo líkar í mörgu :)

Til hamingju enn og aftur með spinningkennarann

Knús og sakn

Elsa Nielsen, 13.10.2008 kl. 13:14

4 identicon

Til hamingju með spinningkennararéttindin. 
Einar er búinn að skipuleggja maraþonbakstur fyrir jólin spurning hvort þú náir í endann á því

Kveðjur frá okkur

Soffía (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband