16.10.2008 | 10:32
"Det gode liv"
Á sunnudagskvöldið hófst þemavika hjá okkur í skólanum. Þemað er "hið góða líf". Fyrsta verkefni var að fara í ferð að leita að hinu góða lífi. Okkur var skipt upp í hópa með 3-4 manneskjum í og svo var skólanum læst frá mánudagsmorgni kl. 10 til kl. 17 á þriðjudeginum. Hver og einn hópur fékk 100 kr. á haus en við máttum líka nota meira pening ef við vildum.
Ég var í hóp með stelpu sem heitir Christina og er mjög skemmtileg og strák sem heitir Kasper og er líka skemmtilegur þannig ég var mjög heppin Svo var það að ákveða hvert við ætluðum að fara. Við ræddum aðeins um hvað hið góða líf væri og hvernig við gætum fundið það. Við vorum sammála um að það væri að hafa það huggulegt með ástvinum en því miður var of dýrt að hoppa til Íslands einn sólarhring en það hefði náttúrulega verið hin fullkomna ferð og hið góða líf hefði sko verið fundið þar!! Næstbesti kosturinn var að taka kort af DK og teiknibólu og svo lokaði Kasper augunum og setti teiknibóluna á kortið.....áfángastaðurinn var Kolding sem er mjög sunnarlega á Jótlandi. Við ákváðum að við vildum ekki nota of mikla peninga, enda fátækir námsmenn og ég auðvitað Íslendingur í útlöndum þannig við ákváðum að fara á puttanum. Meira vissum við ekki....ákváðum að leggja af stað með ekkert plan nema að stefnan væri Kolding.....
10:00 á mánudegi - Til í slaginn! Syd på!
Fengum far frekar fljótt:)....til Álaborgar - þegar þangað var komið ætluðum við lengra en þá kom löggan og bannaði okkur að húkka far á þjóðveginum!! Þannig þá þorðum við ekki að húkka far lengra og fórum bara inn í Álaborg.
VEijjj......íslenskar bækur....fórum á bókasafnið vegna þess að Kasperi fannst hið góða líf vera að hygge sig með bók....get ekki alveg verið 100% sammála en ég fann mér samt eina íslenska bók...ekki rosalega mikið úrval en samt er með Rokland og ég er búin með einn kafla:)
Í Álaborg hittum við annan hóp....þrír strákar sem voru á leiðinni í sumarbústað í Løkken og það finnst mér sko vera gott líf og þeir buðu okkur að slást með í för og við bökuðum pönnsur með ís og súkkulaðisósu...namm namm....það er sko hið góða líf!
Svo slógust 2 hópar í viðbót í för þannig við vorum allt í einu 12, 10 strákar og tvær stelpur. Strákarnir fóru að versla og þeir keyptu þetta skemmtilega öl....Óðinn!!
Strákarnir voru ekkert sérstaklega góðir grillarar.....
Eftir kvöldmat var svo tekið eitt drykkjuspil og svo tók við draugasaga!!
Hópurinn fyrir framan bústaðinn morguninn eftir....strákarnir fóru að synda naktir í sjónum um morguninn en því miður var ég ekki að nenna að vakna kl. 7:00 til að taka myndir af þeim atburði...
Svo fórum við í bæinn....vorum í Løkken og þar fann ég ljótustu buxur í Danmörku
Svo skeit fugl á hausinn á Janusi!!! Sjúklega fyndið!!
úúú....ég fann solcenter og var að spá í að taka 20 min á þetta!!
Á leiðinni heim vorum við 8 í 5 manna bíl, mjög óþægilegt!!!!.....úps...nei, við vorum sko ekki þannig í alvörunni mamma og pabbi.....
Kl. 17:10 komum við svo til Brönderslev eftir ógleymanlega ferð!
Við fundum hið góða líf í þessarri ferð okkar....það var að hafa það huggulegt í góðra vina hópi Hlakka svo til að koma á klakann og lifa hinu góða lífi með öllu yndislega fólkinu mínu þar!!:*
Í gær héldum við fyrirlestra um ferðirnar okkar og það var mjög gaman að heyra hvert fólk hafði farið, sumir fóru á puttanum til Århus, sumir fóru í Legoland og enn aðrir fóru til Berlín. Það voru nokkrir sem sváfu á hosteli, aðrir hjá frændfólki og enn aðrir undir berum himni. Í kaffitímanum fengum við svo kökur og kræsingar því við eigum að lifa hinu góða lífi þessa vikuna:)
Í dag eru svona workshops, þ.e. við fengum að velja tvennt til að gera í dag, ég valdi vist og wellness. Ég spilaði vist í morgun og það var virkilega huggulegt. Svo er ég að fara í wellness á eftir að það er nudd, andlitsmeðferð og annað slíkt
Á morgun er eitthvað surprize og svo er fest um kvöldið....veij veij
Hér er gaman að vera
knús, sakn og luv
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Athugasemdir
en gaman hjá þér:)
mikið verður samt gott að hitta þig aftur. Tíminn líður ansi hratt finnst mér:)
knús
Snjólaug (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:07
Frá Einari: 8 í 5 manna bíl
Frá Soffíu: Óxla flottar gallabuxur
Soffía og Einar St (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:33
vá Hrefna það er aðeins of gaman þarna hjá þér!!:) við VERÐUM svo að hafa bústaðaferð þegar þú kemur heim!;)
Anna María (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.