17.11.2008 | 18:59
Ég elska Kaupmannahöfn!
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, Kaupmannahöfn er dejlig sem aldrei fyrr. Það er búið að vera sérdeilis huggulegt hjá okkur systkinunum þessa helgina. Búin að gæða okkur á hinum ýmsu kræsingum, sofa lengi og njóta lífsins. Að vísu þurfti Nonni að fara að vinna í dag en ég ákvað að smella mér á Strikið. Tók daginn snemma og var mætt þangað kl. rúmlega tíu og strax var brjáluð traffík! En ég verð að segja að ég hef aldrei tekið minna eftir Íslendingum á Strikinu og nú, alltaf þegar maður fer á Strikið heyrir maður íslensku talaða víða en ég heyrði bara ekki neitt, ekki einu sinni í HM!!! Greinilegt að "kreppan" er farin að segja til sín.
Úfffff....mér bókstaflega verkjaði í sumum búðunum, það er erfitt að geta ekki keypt allt sem manni langar í......ég var næstum farin að gráta þegar ég sá eina peysu, hún var svo falleg, mig dreymir hana vonandi í nótt! Svo sá ég líka ein stígvéli og eina kuldaskó sem mun einnig ver í draumum mínum. Jæja, ég gat keypt mér eitthvað smotterí í HM eins og venjulega og svo uppgvötvaði ég geðveika búð, reyndar örugglega ekki einhver svaka uppgvötvun en búðin er Foot locker, þar voru svo geðveik Nike föt og ég lenti á alveg rosalega 2 fyrir 1 tilboði á MEGA töff bolum. Er ekki hægt að vera shopaholic??.....ég held að ég sé þannig.....fjúfff.....
Mig langar líka ógeðslega mikið í svona gleraugu....
Svo eru hérna kuldaskórnir.....
Finn ekki mynd af fínu peysunni á netinu eða fínu stígvélunum.....oh well....
Á morgun fer ég svo aftur í skólann.....alveg til í það svosem, það er gaman Svo eru ekki nema 5 vikur í að ég komi heim.....veij veij veij.....hlakka svo mikið til!!! Það þýðir að það sé 37 dagar til jóla.....veij veij veij
Knús knús
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Athugasemdir
Æ elsku dúllan mín, langaði SVO MIKIÐ að vera með þér í dag í "Wonderful Copenhagen" sem við elskum báðar Hlakka til að fá þig heim um jólin. Knus og klem, mamma
Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:10
frænka mín sem er líka að vinna í glevurubúðinni í kringlunni á svona glevuru:) ýkt fín
katrín atladóttir, 17.11.2008 kl. 19:37
Já hún Björg, hún á meira að segja fínni.....hún á Paul Smith en ekki Ray Ban, Paul Smith er miklu meira fancy;)
Hrefna Rós Matthíasdóttir, 18.11.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.