Hverjum dettur þessi vitleysa í hug???!!

Úffffff.....ég get ekki meira sagt, það er eina "lýsingarorðið" yfir adveture-raceið.  Svona var það í grófum dráttum....btw. tímasetningar eru slumpaðar.....

13:30 - hittumst á torginu fyrir utan skólann með allt tilbúið, tvö fjallahjól, tvö pör af línuskautum, sundföt og bakpoka með vatni og smá mat.  Liðin stilltu sér upp en það voru 4 í hverju liði.  Ég var í liði nr. 3 en einn liðsmanna þufti að hætta við keppni um morguninn vegna meiðsla þannig við fengum nýjan meðlim á síðustu stundu.

14:00 - Kapphlaupið sett í gang, en það byrjaði með stjörnuhlaupi, þ.e. við þurftum að leysa ýmis verkefni í kringum skólann....hér eru svipmyndir.....

n743690583_4792022_1838

Þarna er liði mitt að störfum, þurftum að grafa holu undir bjálkann með matskeiðum....

n743690583_4792031_4296

....og svo þurftu allir úr liðinu að fara undir bjálkann án þess að snerta hann!

n686787506_1144731_6721

Svo þurftum við að tjalda....það var nó problemmWink

n686787506_1144734_7584

Þarna þurftum við að klifra upp stigann en hann mátti ekki snerta staurinn, ss. þurftum að halda stignum uppi og þurftum að setja kort ofan í fötuna

n686787506_1144733_7301

Það var sko hlaupið á fullu spani milli póstana

n686787506_1144743_226 

Þetta var mega stuð....þurftum að flitja vatn í desilítramálum langa vegalegnd með stigann utan um okkur þangað til við fylltum tunnu, fórum margar ferðir....eeeeeendalaust

n686787506_1144741_9644

Maður var skítugur upp fyrir haus en so what!Smile 

19:20 - Stjörnuhlaupinu lokið, okkur hrúgað upp í rútu með bundið fyrir augun......langt besti parturinn af kapphlaupinu því við keyrðum í klukkutima og ég náði að dotta aðeinsSmile

20:20 - Rútan stoppaði "in the middle of nowhere" og við fengum mjög ónákvæmt kort og áttavita, fengum tvö hjól og vorum eins og áður sagði 4 í liðinu, það er kallað "bike and run" það er við skiptumst á að hjóla og hlaupa.....en því miður var Flemming, sem hoppaði í liðið okkar á síðustu stundu ekki svo frískur til að hlaupa þannig Erling normaður, ég og Lisa, sem lítil og mjó og ekkert í neitt hoppandi fínu formi þurftum að hlaupa eins og brjálæðingar!  Við þurftum ss. að finna leiðina að næsta pósti og auðvitað var keppni milli liða hverjir yrðu fyrstir til að finna leiðina.

22:00 - fundum loksins póstinn og upphófst orienteringsløb sem er þannig að við þurftum að finna pósta, ratleikur eiginlega.  Við vorum með eitt kort og tókum á það ráð að skipta því í tvennt þannig að ég og Erling þurftum að hlaupa til að finna 7 pósta....ohhh...ok, pósta, stöðvar? er það íslenska orðið?? Allavega, hlupum án hvíldar í yfir klukkutíma á ágætisferð og í lokin byrjuðu lappirnar mínar að mótmæla, það góða var að veðrið var sæmilegt, engin rigning þannig þetta reddaðist en úfff hvað ég var fegin þegar við vorum loksins búin.......right....margir margir tímar eftir!!

23:20 - Á stöðvunum eða póstunum söfnuðum við pokum og í þeim var hráefni til þess að búa til smørrebrød og það sem við þurftum að gera var að búa til þrenns konar smørrebrød....merkilegt....allavega fengum smá pásu sem var í raun hrikalegt því ég var bullandi sveitt og þegar leið á byrjaði ég virkilega að frjósa....sjitt sko!

00:00 - Loksins af stað afturSmile  Frábært því þá kæmi hiti í kroppinn á ný....öll liðin löggðu af stað í einu og það var virkilega erfitt kapphlaup í gangi því leiðin að næstu stöð var frekar létt og ekki nema ca. 7 km þannig markmiðið var auðvitað að hlaupa eins hratt og mögulegt væri.......vorum tvö og tvö saman, hjóluðum mega hratt og löggðum svo hjólin niður og svo komu hin tvö og tóku hjólin, hjóluðu frammúr og hlupu svo af stað.....sjitt hvað það var erfitt.....loksins maður fékk hjólið í ca. 1 mín og svo hlaupa í ca. 3 á fullu....sjísss...

00:30 - Nú var komið að því að búa til fleka, fengum þrjár spýtur og snúru og áttum að festa hjólin á flekann og bera hjólin á honum niður á strönd.  Það var erfitt því það var langt niður á strönd.  Þegar að póstinum var komið tókum við hjólin af flekanum og þurftum aftur að bera þau, án fleka ss. meðfram stöndinni.....það var sjúklega erfitt og vá hvað það var freistandi að fara að teyma þau með sér!!  Nú byrjaði að rigna, við vorum svöng, þreytt og blaut og með fulla skó af sandi og vatni, þannig við fórum að syngja til að halda geðheilsunni.....sungum ma. afmælissönginn fyrir Snjólaugu á 5 mismunandi tungumálumLoL

03:00 - Næsti póstur, þar þurftum við að láta tennisbolta rúlla 10 metra af stökkbretti sem við byggðum......það var erfiðara en það virtist vera.....og svo byrjaði maður að skjálfa því maður var kyrr.....á þessum tímapunkti var ég alveg að missa það!!  Svo rúllaði boltinn 7 metra og svo prófuðum við aftur og aftur og aftur.....fjúffff....loksins loksins heppnaðist það!  Við fengum næsta verkefni.....nýtt kort!!! Ohhhh.....jæja þá mundi manni hitna á ný en fæturnir sögðu nei, ég hljóp eins og belja.....mjög skemmtilegur hlaupastíll.

04:00 - Næsti póstur........surprise surprise....meira bike and run, ég fyrirlít bike and run núna!!  En sem betur fer fékk ég að hjóla aðeins en á þessum tímapunkti var ég farinn að finna fyrir verk í náranum en lét það ekki á mig fá því ef maður hættir keppni skemmir maður fyrir öllu liðinu!

05:00 - Tókum á það ráð að senda strákana hjólandi með kortið okkar á pósta 4-10 á meðan við stelpurnar "hlupum" á endastöðina frá póst 3 sömu leið og við komum.......við vorum búnar að hlaup/labba frekar lengi þegar við allt í einu föttuðum....hummm...þetta hef ég ekki séð áður....svo föttuðum við að við værum týndar út í miðjum skógi, tvær litlar stelpur....litum á hvora aðra og bara sjitt......hlupum eins hratt og við gáutm(sem var hægt) til baka í átt að póst nr. 3.  Önnur tilraun heppnaðist sem betur fer en á endapóstinum þurftum við að bíða lengi eftir strákunum þannig kuldinn tók aftur völd!

06:00 - Næsta verkefni.....15 km. að næsta pósti, Bike and run.....úff ég fæ hroll.  Jæja, af stað, ekkert væl, enn rigndi stanslaust.  Hlaupastíll minn fór hríðvesnandi úr því að líkjast belju í það að líkjast hlaltrandi hænu því nárinn fór virkilega að segja til sín, sérstaklega vegna þess að við stoppuðum reglulega til þess að kíkja á kortið og svo hjólaði ég líka inn á milli.  Að lokum sagði kroppurinn nei, hingað og ekki lengra...við ákváðum að labba bara öll, bike and walk, en göngustíllinn var heldur ekki til fyrirmyndar, hölt hænaFootinMouth 

07:00 - komum loks að bæ sem heitir Saltum og þá uppgvötvuðum við að við höfðum farið 5 km í vitlausa átt.....þá sagði liðsmaðurinn Flemming, staðgengillinn hingað og ekki lengra því hann þurfti víst að ná lestinni kl. 10 og vildi fara heim í sturtu og svo sagðist hann vera með tvær blöðrur á tánni......díses hvað ég hefði getað kílt hann þegar hann nefndi þessar blöðrur á tánni!!!  Í alvöru sko, ok það er fín afsökun að þurfa að ná lestinni, við vissum það líka fyrirfram og svona en vælandi yfir tveimur blöðrum, við vorum öll holdvöt í fæturnar og búin að hlaupa sjúklega langar vegalengdir, við vorum öll með blöðrur á tánum!!!!!  Jæja, það er ekkert við því að gera, frekar lélegt verð ég að segja!  Þannig við náðum ekki að klára.....svo hringir hann í Jens, kennara og biður hann um að sækja okkur og notar mig sem afsökun, auðvitað vegna þess að það er OF aumingjalegt að kvarta undan smá blöðrum, "Hrefna har ondt i lysken" já já, en ég hefði samt viljað klára djísss....

En samt, pínku ponsu fegin núna því það var 10 km bike and run eftir og það hefði svo sem ekkert farið neitt sérlega vel með nárann......en ég get hvort sem er ekki labbað núna, maður hefði alveg getað pínt sig í 10 km í viðbót!

Ég er búin að vera að gúffa í mig mat og nammi síðan ég kom heim, það var svo kalt að koma heim, gegndrepa og köld, ég laggðist upp í rúm og tveimur buxum, í dúnjakkanum mínum undir sæng og sofnaði í klukkutíma....er búin að sofa í ca. 4 tíma í dag, get ekki sofið vegna verkja....get bara legið á bakinu.....fjúfff.....morgundagurinn verður örugglega verri!

Frekar ítarlegt, nákvæmt og langt blogg, ef þið hafið lesið það allt eru þið MEGA duglegWink  Vildi bara skrifa gang mála nákvæmt niður svo ég geti sagt barnabörnunum hversu sjóuð amma þeirra erTounge

Í svona lögnu og erfiðu kapphlaupi fer hugurinn sko á flakk en þess sem var mér efst í huga var: Hverjum dettur þessi vitleysa í hug???!!

En svona eftirá hugsar maður, svo ég "kvóti" nú það í þá sem höfðu prófað þetta áður......"fuck det var fedt!"

Knús í klessu

Hin uppgefna Hrefna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjitt þetta hljómar hrikalega...aðeins verra en hlaupatími hjá Ingveldi haha! Allavega flott hjá þér samt að ná svona langt sæta;) Knús frá Barca:-*

Halla Tinna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:26

2 identicon

Já, þetta hljómar eins og alvöru áskorun 

Flott hjá þér að harka af þér og gefa þig alla í þetta.  Er ég sick ef ég segist gjarna vilja prófa svona sjálf hehe

Soffía (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:06

3 identicon

vá hvað ég er sátt með að hafa fengið afmælissönginn á 5 tungumálum!!! takk takk:*

annars þá spyr ég að því sama, "hverjum datt þetta í hug?" ég verð þreytt á að lesa þetta sko...

samt mjög dugleg vægast sagt!

Snjólaug (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 15:55

4 identicon

Vá Hrefna mín þú ert algjör hetja!! Þetta hefur verið ekkert smá erfitt!

 ...og ég las allt bloggið;)   vona nárinn sé kominn í lag samt:/ 

 kys og kram frá Íslandi:)

Anna María (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Elsa Nielsen

fuck shit hvað þetta hefur verið erfitt!! Þú ert hetja :)

Elsa Nielsen, 25.11.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband