25.1.2009 | 15:39
Lasin:(
Ég hef komist að einu, það er ömurlegt að vera ein þegar maður er lasin! Mig langaði svo mikið heim í mömmu og pabba lúllu í dag! Ég er ss. komin með einhverja skítaflensu!
Ég lá hérna uppí rúmi alveg að deyja, með hausverk og hóstaköst sem enduðu stundum á því að ég kúgaðist.....átti alveg hrikilega bágt sko! Á engar hausverkjapillur eða neitt enda er ég ekki búin að vera veik neitt í þessum skóla, fyrir utan ljósabekkjafíaskóið. Ég velti fyrir mér hvort ég meikaði að labba inn í kennaraherbergi að biðja um hausverkjapillu en ég átti svo bágt, gat ekki hreyft legg né lið! Kemur ekki Toms á hvíta hestinum hingað inn og viti menn hann átti þessar fínu pillur!:)
Ég er ss. ekki enn komin fram úr rúminu og hef ekki komið neinu niður nema smá kóki, súkkulaði og rjómabollu.
Ég þarf svo að taka til í herberginu núna, herbergisfélaginn minn hún Mitzi á íbúð í Álaborg og er búin að vera þar síðan á fimmtudaginn og ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna tekst mér að rústa öllu þegar ég er ein í herbergi! Hendi bara öllu út um allt, skil bara ekkert í þessu!
Annars heyrði ég í Stullavini áðan og hann er staddur í Nýja Sjálandi með heimsreisuvinum sínum en hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra hér. Stulli var einmitt að fara að sofa þegar ég var að vakna, skemmtileg tilviljun
Ætla að koma mér frammúr núna, bráðum kvöldmatur.....
knús knús
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ elsku dúllan mín, þú verður að finna lýsispillurnar þínar - þú veist að lýsi er fyrir íslendinga og er allra meina bót! Farður vel með þig og reyndu að borða eitthvað kraftmeira en flödeboller!!! hehe Gaman að fylgjst með Stulla vini á heimsreisu.
Stórt mömmuknus og góð heilsa
ghard@isl.is (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:54
Góðan bata snúlla
Soffía, 26.1.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.