14.2.2009 | 19:17
Boarder style!
Þá er frábærri viku í Contamines í Frakklandi því miður lokið!
Gistiheimilið var illa lyktandi og þar voru skordýr og maturinn þar var viðbjóðslegur, vægast sagt!! Samt sem áður var þessi ferð frábær, vægast sagt!! Ein skemmtilegasta vika lífs míns! Allur skólinn saman í geggjuðum brekkum. Ég lærði alveg fullt af nýjum hlutum, get t.d. hoppað núna:D Svo endaði vikan á mjög vel heppnuðu partýi!
Ég læt myndirnar tala sínu máli....
Ferðin byrjaði á 24 tíma rútuferð þar sem við Rasmus styttum okkur stundir við að skoða stóru brjóstin í M blaðinu, gera krossgátur fyrir börn og svo prjónaði ég eitt stykki húfu á leiðinni!!
Mætt til France og tilbúin í slaginn, bring on the board!!
Allt brettafólkið, langflestir krakkarnir á skíðum....hvað er það??;)
"Boarder style!" Þessi frasi var notaður um allt, og þá meina ég ALLT sem við gerðum;)
Á kvöldin var dansinn stiginn og tekið í spil!;) Þarna eru ég og skólameistari í góðri sveiflu í lokapartýinu
Maturinn á gistiheimilinu var vægast sagt ógirnilegur....kartöflusúpa í forrétt hvern einasta dag! Í lokapartýinu átti maturinn að vera alveg sérstaklega glæsilegur og við biðum spennt eftir að sjá hvað við mundum fá. Svo kom þessi skál með kartöflusúpunni enn og aftur, í aðalrétt voru svo kartöflur með osti og í erftirrétt mjög vafasöm terta. Ég lifði á brauði, kakó og kexi þessa vikuna!
Eftir þessa vafasömu máltíð voru veisluhöld með tilheyrandi leikjum og húllumhæi!:)
´
Ég varð að láta þessa fljóta með.....SKÁL!
Ég er búin að vera svo léleg að gefa mér tíma til þess að setjast fyrir framan tölvuna og hripa niður nokkrar línur. Það er bara alltaf svo mikið að gera hérna, alltaf viðburðir á hverju einasta kvöldi!
Maraþonþjálfun gegnur bærilega, nú förum við alltaf út að hlaupa á mánudögum og föstudögum kl. 8 og munurinn á því að hlaupa á mánudegi og föstudegi er rosalegur! Fullur af orku eftir helgina á mánudögum en á föstudögum þá er líkaminn liggur við í uppreisn eftir erfiða viku:) Ég verð bara að segja að þessi vorönn hefur byrjað alveg frábærlega og ég er ekki frá því að það sé jafnvel ennþá skemmtilegra hérna en í haust!
Vona að þið hafið það gott á klakanum!
Knús, kossar og sakn
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já - talandi um kreppu á Íslandi, við erum þó ekki farin að lifa á karöflusúpu ennþá! Gott að þú naust þín í skíðaferðinni elskan, maður þarf að kunna njóta augnabliksins eins og þú hefur gert .......og gerir. Gangi þér rosa vel í maraþonþjálfuninni, ég er svo stolt af þér Hlökkum til að fá þið heim í frí um páskana
Knus, kossar og sakn,
mamma
Mamma (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:21
Frábært að ferðin heppnaðist svona vel og að það er svona gaman hjá þér
Knus,
Stóra mása
Soffía, 16.2.2009 kl. 10:11
Ohhh...geggjuð ferð greinilega. Ég sit hérna í 35 stiga hita og öfunda þig að vera í kuldanum;)
Knús og sakn
Ágústa frænka (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.