26.2.2009 | 16:33
Pönnukökur og aftur pönnukökur!
Á þriðjudaginn var hinna alþjóðlegi pönnukökudagur! Hefur einhver heyrt um hann?? Mér finnst hann alveg stórsniðugur! Miklu betri en bolludagur, pönnukökur eru svo góðar....nammi namm:P En það er samt týbískt að það sé pönnukökudagur daginn sem ég byrja í átaki! Ég varð auðvitað að hoppa um einn dag með átakið....;) En í dag voru restar af pönnukökunum í desert í hádeginu og ég fékk mér ekki!! *stolt*
Í dag er letidagur, nenni ekki að gera neitt af því ég svaf svo lengi í morgun. Er í fríi til kl. 11 á fimmtudögum þannig að við Rasmus og Jesper höfðum "sleepover" í herberginu hans Jespers en hann átti afmæli. Við horfðum á meistaraverkið "a night at the Roxbury" og borðuðum afmælisköku sem ég bakaði og borðuðum nammi sem Rasmus keypti...smá svindl af því það var afmæli;)
Ég ætla bara að vera MEGA aktíf um helgina í staðin og taka mér fríkvöld í kvöld:) Ætla meira að segja bara að drekka vatn í partýinu um helgina!! Það er engin sem trúir mér.....en ég ætla sko að sanna mig;) Á sunnudaginn byrja 29 nýir krakkar í skólanum og það er heldur betur spennandi!
En kvöldmatur það er kominn kvöldmatur hérna megin...
knús knús og sakn
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
A night at the Roxbury - jamm klassík.
Var að senda þér t-póst á gmail netfangið þitt því ég var að reyna að finna þig á Skype en allt kom fyrir ekki. Kíktu alla vega endilega á tölvupóstinn ;)
Yfir og út,
SME
Soffía, 26.2.2009 kl. 21:09
Ummmm pönnsur eru sannarlega betri en rjómabollur! Ég held að þetta sé einhver Rússneskur siður, ekki bara dagur það var pönnukökuvika hjá þeim sá ég í TV. Greinilega enn ein spennandi helgi framundan hjá þér elskan. Stattu þig í vatninu og sýndu þeim hvað í þér býr! Stolt af þér - alltaf. Eru e-h Íslendingar í nýja hópnum?
Knus, kossar og ást, mamma
mamma (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:58
Koma svo stelpa, blogga
Ma'r bíður óþreyjufullur eftir fréttum fra det mørke
Soffía, 9.3.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.