Harkan byrjuð!

Jæja, nú er þetta allt að skella á!  Það er ekkert mál að segjast ætla að hlaupa maraþon, það erfiða er að æfa fyrir það.  Ég held að þetta tímabil sem er að skella á núna verði hrikalega erfitt og reyni ekki bara á mig líkamlega heldur líka andlega.  Nú reynir á sjálfsagann.

Ég er svokallaður teambuilder hér í skólanum.  Við erum 15 krakkar sem erum "gamlir nemendur" þ.e. erum búin að vera hér síðan í haust sem vorum valin til þess að vera teambuilders.  Við borgum ekki eins mikið í skólagjöld og aðrir en á móti kemur að við þurfum að vinna að ýmsum verkefnum fyrir skólann.  T.d. erum við að byggja ævitýragarð á skólalóðinni, hjálpum til við tónleikahald í höllinni og fleira.  Við skipuleggjum líka vinahelgina sem er haldin á hverri önn sem og að við sjáum um kennslu nokkra daga.  Við erum að læra að vera teambuilders....þ.e. að kunna að hrista saman hóp og læra hvernig fólk vinnur saman í hópum.  Við munum hjálpa til við Ironman keppnina á Lanzarote í maí, við munum taka þátt í Adventure race, eyða tveimur sólarhringum í hernum ofl. 

Um helgina vorum við að hjálpa til við fjallahjólakapphlaup.  Það var verið að opna 20 km fjallahjólavöll í gær og í tilefni af því var keppni.  Við fengum einnig að prófa völlinn á laugardaginn og það var geggjað! 

Það er hluti af teambuilder þjálfuninni að finna sér markmið.  Það á að vera eitthvað sem við höfum aldrei gert áður og á að vera erfitt að ná en samt sem áður raunhæft og eigum við að ná að uppfylla það á önninni.  Það eru engin takmörk fyrir því hvað markmiðið getur verið, það má vera allt frá því að fara í gegnum Ironman til þess að læra að spila á trompet.  Ég var virkilega í vafa þegar ég ákvað mitt markmið.  Ég hugsaði, ok það er maraþon, en svo fór ég að efast.  Þetta á að vera raunhæft og við eigum virkilega að vilja þetta.  Ég velti þessu lengi fyrir mér.  Við fengum 12 skrefa lista um hvernig er hægt að ná markmiði sínu og þar stendur að ef maður trúir ekki 100% að maður nái markmiði sínu þá nær maður því ekki.  Ég velti þessu meira fyrir mér.....trúi ég virkilega að ég geti hlaupið maraþon?

Svarið er já.....já.  Ég ætla að hlaupa maraþon þann 3. maí.

Þegar maður setur sér stórt markmið eru gott að setja sér undirmarkmið sem maður nær á leið að aðalmarkmiðinu.  Á leiðinni að markmiðinu eru einnig hindranir.  Við skrifuðum niður undirmarkmið okkar og hindranir í 12 skrefa kerfinu.  Undirmarkmið mín eru t.d.

1. apríl - Ekki drekka alkóhól þangað til eftir maraþon

5. apríl - hlaupa hálfmaraþon

14. apríl - hlaupa 30 km

Ég held að það verði alveg jafn erfitt að ná undirmarkmiðum mínum sem og að ná markmiðinu.  Það eru margar hindranir í veginum, en stærsta hindrunin er ég sjálf.  Ég er alveg rugluð núna eftir þennan rosalega hugsunartíma....fjúfff....

Ég drullast bara til þess að gera þetta og hana nú:)

Farin að borða....hastalavista

knússs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOKSINS komið

Mamma (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:45

2 identicon

Úpps klaufinn ég, ..............var ekki búin að skrá ath.semdina..TAKA TVÖ:

Ég ætlaði að segja LOKSINS komið blogg

Ég er alveg hrikalega stolt af þér Hrefnan mín og hlakka til að fá þig heim um páskana. Gangi þér vel með öll þín markmið.

KNUS, ÁST OG SAKN

mamma

Mamma (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:49

3 Smámynd: Soffía

Þetta hljómar eins og mjög góður skóli.  Gaman að sjá nýtt blogg

Kveðja,
Soffía

Soffía, 16.3.2009 kl. 18:41

4 identicon

Takk fyrir bloggið dóttir góð. Ég er líka mjög stoltur af þér og óska þér góðs gengis með þetta stóra markmið.

Knus og kram

Pabbi.

Pabbi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:59

5 identicon

Hæ dúllan mín.

Spennandi tímar framundan hjá þér, flott markmið sem ég er viss um að þú náir með  bros á vör.  Skemmtileg dagsetning varðandi sterka drykki

Vonandi sjáumst við um páskana.

Knús frá frænku og "frænda".

frænka í álfheimum (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku fænka - Þú ert hetja ef þú nærð þessum markmiðum - veit að þú getur það!! ;)

Gangi þér vel með þetta allt saman... hlakka til að sjá þig næst hér heima;)

knúúúúús

Elsa Nielsen, 19.3.2009 kl. 14:38

7 identicon

Ég hef fulla trú á þér Hrefna mín!!:D verður gaman að fylgjast með þér hvernig gengur:)

Anna María (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband