14.8.2008 | 22:16
Dejlige Danmark:)
Jæja, nú er ég komin til Köben eftir smooth ferðalag. Allt annað en síðasta ferðalag sem ég fór í......mér fannst ég vera ENGA stund í flugvélinni í samanburði við 7 tíma flugið frá Tyrklandi!! Það er líka svo sweet að vera með mömmu og pabba með, þarf ekki að hugsa um neitt sjálf:P En það er nú örugglega ekki góð æfing fyrir það sem koma skal!
Ég er með efasemdir um farangurinn minn. Ég reyndi að minnka hann þrisvar, grínlaust, pakkaði þvisvar ofaní og þrisvar uppúr töskunni! Samt var ég með yfirvigt og það var ekkert smá!!! Mamma og pabbi eru eins og áður sagði með mér og þau tóku með sér eins lítið og þau gátu til þess að ég gæti tekið með mér meira, en nei, það dugði greinilega ekki til.....20.000 kjell í þurftum við *hóst* pabbi *hóst* að borga í yfirvigt!! OMG ég hefði alveg eins getað keypt mér ný föt fyrir þann pening;)
En á morgun er það fields og svo strikið
Það var svo leiðinlegt að kveðja alla, ég kvaddi Snjólaugu í morgun fyrir utan vinnuna hennar og það var sko fullt af fólki þar í kring sem hefur haldið að við værum eitthvað skrítnar, að vera að knúsast svona í klessu!! Ég sakna þín snúllan mín og allra heima á Íslandi, hafiði það MEGA gott og við sjáumst um jólin!
kv.
Hrefna Rós
Athugasemdir
Gott að allt gekk vel:D
knús í klessu til Danmerkur:*
Snjólaug (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:28
dúllur
hafðu það ótrúla gott úti
hlakka til að lesa um ævintýrin hérna:)
katrín atladóttir, 15.8.2008 kl. 14:01
Knúúúús... hver á að passa núna fyrir okkur??? Engin Ágústa og engin Hrefna Rós? búhúúúú...(tár)
SAKN
Elsa frænx (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.