1 vinnudagur

Ég á bara eftir að vinna einn vinnudag í viðbót sem þýðir að sumarið er alveg að verða búið:O 

Sumarið 2008 hefur verið MEGA skemmtilegt þrátt fyrir að það hafi eiginlega bara einkennst af vinnu, en ég gerði samt eitt og annað.... 

Maí

24. maí - Útskrift

27. maí - Útskriftarferð

Júní

Útskriftarferð frh.

Vinna 

Fór í bústað með familíunni sem var MEGA stuð

Júlí

Þann 10. júlí komu heimsreisufararnir mínir heim eftir MEGA langt ferðalag, án efa einn af hápunktum sumarsins!!!:)

Útilegan árlega í þrastarskóg var MEGA skemmtileg

Ágúst

Verzlunarmannahelgi hjá Töru.........eyjar hvað?!! En hvað ég er að fara til Eyja á næsta ári!!!!

 Vinna vinna vinna og vinna og svo er bara EINN dagur eftir núna

pakka pakka pakka og kveðja allar elskurnar mínar sem ég á eftir að sakna MEGA mikið 

14. ágúst nánar tiltekið á fimmtudaginn fer ég svo til DK!!!!

 

Ss. ekkert svo mikið búið að gerast í sumar en samt er búið að vera MEGA mikið að gera hjá mér, ástæðan fyrir því er sú að sumarið hefur bara farið í vinnu og svo æfingar, hef sjaldan verið jafn dugleg að mæta á æfingar á sumrin eins og núna.  Á miðvikudaginn er síðasta TBR æfingin mín í langan tíma og Skúli ætlar að hafa hana MEGA skemmtilega í tilefni af því!!:)

Það bættust við ein sólgleraugu í sólgleragunasafnið í dag en þau eru MEGA flott og rúmlega það.  Ég keypti þau ekki einu sinni, þau fylgdu með einhverju slúðurblaði sem ég keypti......mjög sniðugt fyrir mig vegna þess að mamma væri ekkert hæstánægð með það ef ég hefði keypt mér enn ein sólgleraugun....það er bara erfitt að vera í kringum flott sólgleraugu allan daginn!!!  Þessi eru sko geðveik og uppáhalds, set mynd af þeim inn seinna;)

Ég er að fara á American style að kveðja æskuvinina á eftir og svo á morgun eru það Vegamót að kveðja garðabæjarstelpurnar mínar.  Í gær var það kaffihús með ömmu og svo Nonnapizza um kvöldið hjá Nonna bró.  Greinilegt að maður er sendur vel í holdum til útlandanna;)  Frekar fúlt að vera að kveðja alla sko...en ég sé þau aftur um jólin:D

Næsta blogg verður í Danmörku....OMG

btw. mér finnst orðið MEGA vera kúl og ég ætla að nota það óspart 

kv.

Hrefna Rós 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Gunnarsson

hvað áttu mörg sólgleraugu? ;)

Kári Gunnarsson, 11.8.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Hrefna Rós Matthíasdóttir

12

Hrefna Rós Matthíasdóttir, 11.8.2008 kl. 23:37

3 identicon

er mér ekki boðið á Vegó???

Það var frekar fyndið í gær eftir æfingu, ég var að skutla Elínu heim og keyrði fram hjá American Style og ég var eitthvað "mmm mig langar í hamborgara og franskar og kók"... sá svo bílinn þinn þar fyrir utan:P

Djöfull á ég eftir að sakna þín mikið mikið mikið ..... :(

ég þyrfti að fá ein af sólgleraugunum þínum lánuð, var að skipta um stað í vinnunni og sé ekki baun því sólin skín beint í augun mín !!

Snjólaug (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband