Tvöföld brúðkaupsveisla!!

Á föstudaginn var botninn sleginn í þemavikuna en við vissum ekkert hvað við myndum gera.  Það eina sem við vissum var að teambuilder krakkarnir sem eru 20 og voru líka hérna í vor skipulöggðu daginn og allir drógu númer á fimmtudagskvöldið.  Á föstudagsmorguninn mættum við svo í fundarsalinn og fengum að vita að okkur væri boðið í brúðkaup.  Allir fengu merkt boðskort og inn í því stóð hvaða persóna maður væri í brúðkaupinu, persónueinkenni og verkefni sem við áttum að gera í veislunni.  Þetta stóða á mínu:

Navn: Pernille Lund

Relation: Brud

Alder: 27 år

Personkarakteristik: forelsket, rigtig lykkelig, Hennig er Pernilles lys, har nemt tårer.

Mission: Du skal begynde at græde af lykke, gerne under en tale.  Udbringe mindst én skål!  Omtal kun om henning som skat.

Ég var sem sagt brúðurin, Pernille Lund.  Næst á dagskránni var gæsapartýið!!  Ég þurfti að klæða mig í hallærislegan kjól, með englavængi, geislabaug og töfrasprota og stelpurnar bjuggu til skilti sem stóð á:

Jeg skal giftes

KYS kr. 5

Svo var haldið niður í bæ, ég fremst með þetta skilti og krús fyrir peninga.  Stelpurnar kölluðu út um allt, síðasti séns að kyssa brúðina.....mjög vandærðalegt verð ég að segja, ég hef ss. prófað að vera gæs!  En ég fékk 55 kr. sem er náttúrlega mjög hentugt fyrir fátækan námsmann.Wink

Næst á dagskrá var undirbúningur fyrir veisluna......á boðskortinu stóð líka í hvaða undirbúningsnefnd fólk væri.  Það var bakstur, skreytingar og skemmtun.  Ég var í skemmtun og það eina sem ég þurfti að gera þennan eftirmiðdag var að semja ræðu til að halda um kvöldið og auðvitað finna brúðarkjól.

Um hálfsex leitið var ég svo good to go.....

n682938543_876885_4112

Sko með slör og allesGrin

n682938543_876906_1135

Með fína brúðarvöndin sem skreytingarnefndin gerðiTounge

n682938543_876887_4740

Þetta var svo "brúðurin" í hinu brúðkaupinu, það var hommabrúðkaup;)

n682938543_876894_6986

Þarna erum við brúðhjónin, Pernille og Henning Lund, gift á afmælisdeginum hennar Önnu Möggu!

n682938543_876899_8638

Furðulegir gestir í hinni brúðkaupsveislunni, skrautlegir karakterar....margir hverjir samkynhneigðirSmile

n682938543_876900_8996

Nik og Jay mættu líka á svæðið!!

n682938543_876905_770

Kennararnir dönsuðu uppá barnum!!

n733334602_1560246_4485

Og við dönsuðum líka!!!

n733334602_1555403_6405 

Mormor og morfar dönsuðu líka!

n733334602_1560295_7083

 Tími til að skera brúðarmöffinsið....namm namm:)

n593055170_4511025_2467

Brúðarvalsinn!

n733334602_1560272_9162

Ræða sem endaði í tárum;)

n627263729_1035676_7105

Ég verð nú að segja, það var bara frekar gaman að vera brúður í einn dag:)

yfir og út

Pernille Lund


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæj skvízz, vá hvað þetta hljómar skemmtilegt, trúi því vel að það hafi verið gaman að vera brúður í einn dag;) þetta er líka rosa sniðugt...:) en knús frá klakanum!;)

Ólöf María (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Ofsalega ertu sæt brúður... hlakka til að mæta svo í alvöru brúðkaupið þitt. Hvenær verður það???!! :) BTW... shit hvað þetta er skemmtilegur skóli!!

Elsa Nielsen, 20.10.2008 kl. 10:12

3 identicon

mikið ertu myndarleg brúður:) ég spyr sama og elsa, hvenær verður alvöru brúðkaup?;)

ég var eitthvað að reyna að ná í þig á skype, fékk ekkert svar. Viltu kannski smella á mig einu sms-i þegar þú hefur tíma til að spjalla, jafnvel bara í vikunni um miðjan dag:)

Snjólaug (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband