11.11.2008 | 12:27
Tími fyrir blogg kannski??
Hér er allt það besta að frétta, var með MEGA heimþrá um helgina, langar svo mikið að skreppa heim eina helgi eða svo og knúsa alla En sem betur fer er nóg að fólki hérna til að knúsa, allir voða góðir þannig ég er orðin eiturhress á ný! Um helgina fer ég svo til Köben að knúsa stóra brósa og fá íslenskt nammi namm! Ég tapaði nammibindindinu um helgina og mér var svo sama þá....sé samt pínu eftir því núna....100 kall er ágætispeningur fyrir fátækan námsmann....en það er ekkert við því að gera, get borðað nammi núna aftur
Síðustu helgi var alveg MEGA þrefalt afmælispartý á Bjálkanum og það var rosalegt stuð eins og þessar myndir bera með sér.....
Jólabruggið var akkurat að koma á föstudaginn......það var ekkert spes!
Þarna er ég með Jeppe en nammibindindisveðmálið var á milli okkar
Dansinn stiginn!
Mary, eitt ef afmælisbörnunum þremur og barþjónninn sem er með ljótustu gleraugu sem ég hef séð....og ég hef séð mikið af gleraugum!!
Á fimmtudaginn er Adveture raceið mikla og er ég frekar stressuð svona, þetta verður kaldur og langur sólarhringur....er satt að segja ekkert hoppandi spennt fyrir þessu eins og flestir hérna. Er ekki alveg að fatta hvað er eftirsóknarvert við að vera úti í einn sólarhring að leysa alls kyns þrautir og hlaupa og hjóla fleiri kílómetra. Hvað þá í nóvember í skítakulda!!! En allir hérna segja að þetta verði "en fed oplevelse!" ok.....máski máski....ég verð bara að vera bjarsýn....þetta verður GEÐVEIKT!!
Anyways I'm out
knús í klessu!
Hrefna Rós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt
Hokkímamman (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.