Ísland - best í heimi!

Loksins loksins að ég blogga....er búin að byrja svona þrisvar á bloggi eftir að ég kom heim og aldrei náð að klára einhvernveginn.  En nú verður af því!

Haustönn mín í NIH er sumsé á enda komin.  Síðasta vikan í skólanum var vægast sagt undarleg og hvað þá síðasti sólahringurinn!  Kveðjupartýið var skrítið en jafnframt mjög skemmtilegt en svo tók við dramantískur morgunn!  Mættum í morgunmat kl. 10 og svo var kveðjustund kl. 11.  Aldrei hef ég séð svona stóran hóp ungs fólks gráta saman.....vorum öll hágrátandi, sumir meira en aðrir.  Ef maður var að kveðja einhvern sem var hágrátandi fór maður ósjálfrátt líka að gráta!  Þetta var alveg rosalegt, hefði ekki getað ímyndað mér að þetta yrði svona erfitt!

Svo lá leiðin á lestarastöðina....en obbosí....5 mín í að lestin fari og það tekur amk. 15 mín að labba á lestarstöðina, hvað þá með farangur.  Við Mathias, félagi minn sem ég gisti hjá í Köben héldum samt af stað og ég gjörsamlega útgrátin og tárin héldu áfram að streyma þegar ég fór að hugsa um skólann og fólkið og ég steingleymdi því að ég var á meðal almennings.  Þegar ég kom loks á lestarstöðina með rauðbólgin augu var ég ekki alveg að fatta af hverju fólk var að stara undrandi á mig:P  Við misstum náttúrulega af lestinni en það var ekkert mál að taka þá næstu sem kom klukkutíma síðar en vandamálið var að við vorum ekki með pöntuð sæti í hana og brjálað að gera náttúrulega í jólasísoninu.  Við urðum því að sitja á gólfinu bróðurpart þessarar 5 tíma lestaraferðar!  Heilsan var heldur ekki eitthvað rosa góð eftir partýið kvöldið áður þannig þetta var löööööng og ströng ferð!  Loksins komum við á leiðarenda og mamma hans Mathiasar beið eftir okkur á lestarstöðinni og ég var heldur en ekki fegin að komast upp í ból en við fórum að sofa fyrir 11!

n682938543_1108587_992

Þarna vorum við að kveðja Sune á lestarstöðinni....mjög dramantískt!!;) 

n682938543_1108590_1778

Ég náði að skrifa öll jólakortin í lestinni...enda nennti ég bara að skrifa tvö;)

Daginn eftir var planið jólagjafainnkaup og strikinu og var öllu reddað í HM á nótæm;)  Eftir það fórum við á uppistand með Anders Matthesen sem var semi bara, skildi náttúrulega ekki allt sem maðurinn sagði enda talaði hann á milljón og með ömurlegan hreim en það sem ég skildi var flest frekar þunnt svona, eins og mér finnst "Terkel i knibe" skemmtileg!  Uuuuuu....já Terkel i knibe er ss. mynd sem þessi uppistandari gerði.

Eftir uppistandið hittum við Mikkel og Walker en þeir voru hjá Mikkel og planið var að fara út að borða.  Við hringdum í Mukibi sem er afrískur strákur sem var í skólanum sem var enn í DK en þá var hann í kirkju og bað okkur að koma að sækja sig.  Við fórum þangað en ekkert sást til Mukibi!  Við tókum þá ákvörðun að kíkja inn og sækja hann.  Löbbðum inn í þessa kirkju sem var í mjög slísí hverfi og þarna inni var allt fullt af afrísku fólki!  Loks kom ég auga á Mukibi og upp hófust miklir fagnaðarfundir og hann kynnti okkur fyrir öllum vinum sínum þarna í kirkjunni, þar á meðal prestfrúnni sem var í skærbleikri dragt, mjög dönnuð;)  Jæja, svo vorum við að fara að tía okkur en þá segir Mukibi....hey, nei nei, við erum rétt að byrja, það er ekki einu sinni búið að framreiða kvöldmatinn!  Við bara what?  Þá krafðist hann þess að við borðuðum þarna og við náttúrulega tökum í það þó að mér hafi liðið hálf kjánalega að vera að mæta þarna bara til þess að borða, en svo sá ég matinn og hann var svo girnilegur að ég fór bara að úða í mig:P  Þegar við loksins vorum á leiðinni út eftir dýrindis máltíð spurðum við Mukibi hvaða kirkja þetta væri og hann svaraði.....salvation army!!!  Plan A var að fara á Jensen Bøfhus að borða en einhverja hluta vegna enduðum við á því að borða kvöldmat hjá Hjálpræðishernum!!!

 n682938543_1157889_285

Mathias og Walker sáttir með hjálpræðisherinn!! Rosalega gulir btw.!

 n682938543_1157890_659

Mukibi og Mikkel sáttir á írskum fótboltabar

Ævintýrið hélt áfram á Strikinu þar sem við röltum um í leit að dansstað á sunnudagskvöldi því Mukibi vildi hrista rassinn!!:)  Gekk ekki of vel en fundum að lokum einhverja tónleika en það kostaði víst inn og strákarnir þurftu að ná lestinni því Mathias nennti ekki að keyra með þá til Roskilde og eitthvað vesen...susss....ég var nú frekar pirruð á því, langaði nú ekkert að segja bless við Walker en hann var að fara til USA og kemur ekki aftur þannig ég veit ekki alveg hvenær ég hitti hann næst:S  Þá hófst gráturinn á ný....sussumsvei og það var meira en í hitt skitpið því ég var líka aðeins búin að sötra!

Daginn eftir lá leiðin á flugvöllinn....ohhh ég var svo spennt að koma heim í bólið mitt og knúsa alla!  Fluferðin var skelfileg, flugvélin hristist næstum alla leiðina enda var stormur og ég var sko ekki alveg í rónni á tímabili!  Til að bæta gráu ofan á svart var náttúrulega allt fjölskyldufólkið sem býr í DK að fara heim með börnin sín þarna og það var ekki grátur í gangi...nei nei það voru hrein og bein öskur, stanslaust í þrjá tíma plús það að I-podinn minn var batteríslaus!!  Fjúfff.....þetta var pain....en loksins kom ég heim og það voru sko fagnaðarfundir.  Kom beint í afmæli til mömmu og fékk dýrindismat og svo sá ég fína herbergið mitt sem mamma og pabbi voru búin að gera upp:)

n682938543_1106490_1022

Afmælisbarnið að borða góða afmælismatinn og bernessósa a la Nonni bró....sleeeeeef!

n682938543_1106504_4378 

Fína fína herbergið mitt:D

n682938543_1106491_1260

Og svo ástin mín eina.....rúmið mitt, algjör draumur eftir að hafa sofið á bedda í rúma 4 mánuði!!  

Ég er nú ekkert búin að gera sérstaklega mikið hérna í fríinu annað en að borða, sofa, hitta fólk og spila badminton.  Alveg yndislegt að vera hérna heima í dekri:)

Helgin er búin að vera heldur betur viðburðarrík, átti afmæli á föstudeginum og svo var mót og svo fór ég í afmæli til Ingu á laugardeginum.  Ætlaði að bjalla í hana Kolbrúnu og tékka hvort hún ætlaði ekki að mæta til Ingu en þá svaraði mamma hennar og sagði að hún væri komin upp á fæðingardeild!!!  OMG!!!!!  Við Inga vorum límdar við símann og fengum reglulega update af því sem var í gangi.  Loks kl. rúmlega sex komu skilaboð um að glæsilegur lítill strákur væri kominn í heiminn!

Ég var matarboð fyrir stelpurnar áðan....fjúff hvað það er mikil vinna, mamma og pabbi voru ekki heima þannig ég þurfti sko að gera allt sjálf!;)  Mega huggulegt og ég fékk líka afmælispakka sem var gaman, sérstaklega vegna þess að það var ma. Ben and Jerry's ís í einum pakkanum!!:P

Ég er búin að fá svo mikinn pening í afmælisgjöf....hver segir að það sé ömurlegt að eiga afmæli á vörutalningardeginum?!  Við Anna Magga ætlum að versla svaðalega á morgun:D

Anyways.....out

Hrefna Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Njóttu þess að versla mín kæra ;) KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 5.1.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband