Æðislegt að vera komin til baka!

Hæ og hó!

Ekki verið mikið um bloggin hjá mér upp á síðkastið en hér kemur samt eitt lítið svona til upphitunar.  Það hefur ekkert stórmerkilegt gerst fyrir mig í þessa viku sem ég er búin að vera úti í DK núna en það var huggulegt að vera fyrstu sólarhringana með TBR liðinu mínu þó að við hefðum nú næstum ekki haft tíma til að borða, hvað þá taka eitt party og co.

Síðasta sunnudagskvöld kl. 22 kom ég svo loksins til baka í hinn yndislega skóla, NIH.  Í andyrinu voru margir af gömlu nemendunum sem ég hef saknað en svo eru komnir margir nýir nemendur sem eru voða skemmtilegir og ferskirSmile  Fyrsta daginn var ég alveg rugluð, langaði bara í gamla hópinn, gömlu krakkana mína og fannst skrítið að það byggi nýtt fólk þar sem vinir mínir bjuggu!  Það var hins vegar fljótt að renna af mér þegar ég fór að kynnast þessum nýju frábæru krökkum, lýst alveg svakalega vel á þetta liðWink

Róleg helgi frammundan en langflestir fara heim um helgina.  Planið er einfalt, við ætlum að baka, horfa á myndir, borða nammi og sofa!  Líkaminn minn er ekki alveg upp á sitt besta, ég er með hnúta í brjósvöðvanum og líka í mjöðminni.  Var í sjúkranuddi í dag og haltra um eins og hæna.  Annars er ég að læra sjúkranudd núna sem er mjög fínt, gaman að við getum nuddað hvort annað hérna í skólanum, það er sko sterk þörf fyrir það!

Btw. það eru nú nokkrir álitlegir piltar meðal nýju nemendanna hérna!!Tounge

Hef þetta ekki lengra í bili...

Hafið það yndislegt

knús í klessu

Hrefna Rós

Knús í klessu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löngu tímabært blogg sæta mín! Ég er hrædd um að Þórhallur og Oddgeir væru ekki kátir með þessa setningu hjá þér "Það hefur ekkert stórmerkilegt gerst fyrir mig í ........." maður segir "gerst hjá mér" ekki "fyrir mig"!!!!   Það eru hins vegar stórmerkilegar fréttir héðan af klakanum, ég var að reyna senda þér fréttina af mbl.is en það kom alltaf einhver villumelding varðandi netfangið þitt!? Björgvin Sig. er búinn að segja af sér o.fl. .........kíktu á mbl.  Svakalega líst mér vel á að þú lærir sjúkranudd, mér veitti ekki af smá nuddi núna er alveg í keng með bakverk og vöðvabólgu.  Gangi þér vel dúllan mín og mundu að fara varlega í brekkunum í Frakklandi.  Knus og sakn,  mamma    

Mamma (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Hrefna Rós Matthíasdóttir

haha....sorry mamma, ég skal passa stafsetninguna næst;)

En ég er alveg inní fréttunum, horfi alltaf á fréttirnar á netinu....smá fréttasjúk eins og pabbi;)

Hrefna Rós Matthíasdóttir, 25.1.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband