Julekalender

Ég er ekki alveg að skilja þetta Julekalender hjá Dönunum.  Það ætluðu allir að missa sig yfir þessu þann 1. des og voru voða spenntir þannig ég hélt að þá væri verið að frumsýna þetta.....en nei nei, auðvitað er verið að sýna það í 4 eða 5 skipti....ok, það er alveg hægt að brosa útí annað þegar maður horfir á það en þetta er ekker Pú og Pa sko!!Wink

Annars er ég búin að vera að reyna að leita að íslenskri jólatónlist heillengi, langaði bara að hlusta á nokkur vel valin jólalög en það gekk illa.  Að lokum náði ég loks að skrá mig inn á icelandicmusic.com sem er útlenska útgáfan að tónlist.is og nú er í þessu að hlusta á Frostrósirnar yndisleguSmile  Við erum byrjuð að syngja jólalög í söngtímum og í dag sungum við "Heims um ból"!!!Gasp  Ég reyndi að loka eyrunum, þeim fannst öllum voða skrítið hvernig við Íslendingarnir brugðumst við!  Þetta er svo heilagt lag, má bara hlusta á á aðfangadag!

Annars er ég alveg að springa úr spenningi núna, langar bara heim núna sko!!  En samt, ég er að fara á bretti til Noregs á sunnudaginn og það verður pottþétt geggjaðTounge

Krakkarnir í skólanum sem búa í DK ætla margir að halda gamlárskvöld saman, það finnst mér skrítið vegna þess að þau koma hvaðanæfa að frá landinu og ætla þar af leiðandi að borða saman og gista saman ss. ekki vera með fjölskyldunni!  Greinilega öðruvísi hefðir hvað það varðar hér en heima, persónulega mundi ég aldrei tíma að gefa upp gamlárskvöld með fjölskyldunni, 100% skemmtilegast kvöld ársins enda á ég svo yndislega og skemmtilega fjölskylduWink  Hér koma rökin fyrir því af hverju gamlárs er svona skemmtilegt:

124035270

Flugeldar....og þá eru stjörnuljósin auðvitað skemmtilegust!

124037481

Skaupið....ég og Doddi bró að horfa á það áramótin 2005/2006

l_8ca826b2ae54c58e50844421b00a4118

Maturinn....Elsa frænka að elda gamlársmatinn síðasta gamlárskvöld...namm namm

l_eba4518a005230efd5cf99642adccb0f

Skemmtilega skreytt veilsuborð!

l_352e874f07dc45e25e8da8bd383f0588

Skemmtileg knöll, lúðrar og svoleiðis fínerí!

l_815b9aa7d2c8a5fb9ec5e4659f1cf1fa

Fínir kokteilar

l_637f902f8982fe00d5c7696ef832e380

Skemmtilegir partýhattar!:)

l_4335983458de0a64ac3cf9a2a49d1382

Ég er með bestu systurunum og yndislegu fjölskyldunum þeirra;)

l_39efaf156e2d4119fbe4070986605368

Gaman að vera úti að sprengja...!!

124046552

Svo er MEGA gaman þegar ég loksins hitti Snjólluna mína eftir miðnætt og restina af my homies!

l_a94662c809981deec24cfb45156e8ba3

Og þarna var ég líka glöð að hitta Snjóllu!!!:)

l_24d07aca87cdd6cbaac3960c9e0b51d1

Ohhhh...svo er fínt áramótapartý....áramótin eru klárlega skemmtilegust og það á Íslandi!!;)

Jæja, ætla að fara að koma mér í bólið jafnvel....

knús í klessu og sjáumst brátt!

Hrefna Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fæ fiðring í magann við að skoða þessar myndir!

það er sko búið að redda áramótapartíi, Ragnhildur Edda ætlar að halda mega partí:):) og já áramótin á íslandi eru best!;)

góða skemmtun í Noregi smús:*

Snjólaug (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:04

2 identicon

Skemmilegt og ljúft blogg, jólin eru yndislegur tími og alveg nauðsynlegt að vera með þeim sem manni þykir vænst um Hlakka til að fá þig heim Rósin mín, vantar þig alveg í jólaundirbúninginn! Við náum samt góðum dag saman á Þorláksmennu, ég verð í fríi og þá verður "mæðradagur" við tvær að "chilla"! Góða ferð til Norge og farðu varlega í brekkunum

Knus, sakn og ást,

mamma

Mamma (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:59

3 identicon

...............uuuu  átti náttúrulega að vera Þorláksmessu en ekk Þ....mennu, brussugangur .........alltaf að lesa áður en maður sendir! Maður getur alltaf slegið á ranga stafi á lyklaborðinu

Mamma (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:18

4 identicon

humm.... já ég sakan pú og pa smá, það er eitthvað sem er þess virði að horfa á:) Hlakka annas til að sjá þig skvísa :)

Kolbrún Tara (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 01:26

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Sakn - ohhh - skemmtileg áramót síðast :)... Nú vantar Ágústu mína... en Tryggvi mætir á svæðið :) Hlakka til að knúsa þig frænka!!!... góða skemmtun í Norge.

Elsa Nielsen, 8.12.2008 kl. 11:26

6 identicon

svooo stutt í þetta:D 2 vikur upp á dag OMG!! :)

ekki klessa á tré í Noregi, nóg af þeim allavega! ;)

Anna María (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Soffía

Bara vika í að þú komir heim   það væri gaman að sjá e-ð um hvernig Noregsferðin var

Soffía, 16.12.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband