Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.11.2008 | 18:34
Hverjum dettur þessi vitleysa í hug???!!
Úffffff.....ég get ekki meira sagt, það er eina "lýsingarorðið" yfir adveture-raceið. Svona var það í grófum dráttum....btw. tímasetningar eru slumpaðar.....
13:30 - hittumst á torginu fyrir utan skólann með allt tilbúið, tvö fjallahjól, tvö pör af línuskautum, sundföt og bakpoka með vatni og smá mat. Liðin stilltu sér upp en það voru 4 í hverju liði. Ég var í liði nr. 3 en einn liðsmanna þufti að hætta við keppni um morguninn vegna meiðsla þannig við fengum nýjan meðlim á síðustu stundu.
14:00 - Kapphlaupið sett í gang, en það byrjaði með stjörnuhlaupi, þ.e. við þurftum að leysa ýmis verkefni í kringum skólann....hér eru svipmyndir.....
Þarna er liði mitt að störfum, þurftum að grafa holu undir bjálkann með matskeiðum....
....og svo þurftu allir úr liðinu að fara undir bjálkann án þess að snerta hann!
Svo þurftum við að tjalda....það var nó problemm
Þarna þurftum við að klifra upp stigann en hann mátti ekki snerta staurinn, ss. þurftum að halda stignum uppi og þurftum að setja kort ofan í fötuna
Það var sko hlaupið á fullu spani milli póstana
Þetta var mega stuð....þurftum að flitja vatn í desilítramálum langa vegalegnd með stigann utan um okkur þangað til við fylltum tunnu, fórum margar ferðir....eeeeeendalaust
Maður var skítugur upp fyrir haus en so what!
19:20 - Stjörnuhlaupinu lokið, okkur hrúgað upp í rútu með bundið fyrir augun......langt besti parturinn af kapphlaupinu því við keyrðum í klukkutima og ég náði að dotta aðeins
20:20 - Rútan stoppaði "in the middle of nowhere" og við fengum mjög ónákvæmt kort og áttavita, fengum tvö hjól og vorum eins og áður sagði 4 í liðinu, það er kallað "bike and run" það er við skiptumst á að hjóla og hlaupa.....en því miður var Flemming, sem hoppaði í liðið okkar á síðustu stundu ekki svo frískur til að hlaupa þannig Erling normaður, ég og Lisa, sem lítil og mjó og ekkert í neitt hoppandi fínu formi þurftum að hlaupa eins og brjálæðingar! Við þurftum ss. að finna leiðina að næsta pósti og auðvitað var keppni milli liða hverjir yrðu fyrstir til að finna leiðina.
22:00 - fundum loksins póstinn og upphófst orienteringsløb sem er þannig að við þurftum að finna pósta, ratleikur eiginlega. Við vorum með eitt kort og tókum á það ráð að skipta því í tvennt þannig að ég og Erling þurftum að hlaupa til að finna 7 pósta....ohhh...ok, pósta, stöðvar? er það íslenska orðið?? Allavega, hlupum án hvíldar í yfir klukkutíma á ágætisferð og í lokin byrjuðu lappirnar mínar að mótmæla, það góða var að veðrið var sæmilegt, engin rigning þannig þetta reddaðist en úfff hvað ég var fegin þegar við vorum loksins búin.......right....margir margir tímar eftir!!
23:20 - Á stöðvunum eða póstunum söfnuðum við pokum og í þeim var hráefni til þess að búa til smørrebrød og það sem við þurftum að gera var að búa til þrenns konar smørrebrød....merkilegt....allavega fengum smá pásu sem var í raun hrikalegt því ég var bullandi sveitt og þegar leið á byrjaði ég virkilega að frjósa....sjitt sko!
00:00 - Loksins af stað aftur Frábært því þá kæmi hiti í kroppinn á ný....öll liðin löggðu af stað í einu og það var virkilega erfitt kapphlaup í gangi því leiðin að næstu stöð var frekar létt og ekki nema ca. 7 km þannig markmiðið var auðvitað að hlaupa eins hratt og mögulegt væri.......vorum tvö og tvö saman, hjóluðum mega hratt og löggðum svo hjólin niður og svo komu hin tvö og tóku hjólin, hjóluðu frammúr og hlupu svo af stað.....sjitt hvað það var erfitt.....loksins maður fékk hjólið í ca. 1 mín og svo hlaupa í ca. 3 á fullu....sjísss...
00:30 - Nú var komið að því að búa til fleka, fengum þrjár spýtur og snúru og áttum að festa hjólin á flekann og bera hjólin á honum niður á strönd. Það var erfitt því það var langt niður á strönd. Þegar að póstinum var komið tókum við hjólin af flekanum og þurftum aftur að bera þau, án fleka ss. meðfram stöndinni.....það var sjúklega erfitt og vá hvað það var freistandi að fara að teyma þau með sér!! Nú byrjaði að rigna, við vorum svöng, þreytt og blaut og með fulla skó af sandi og vatni, þannig við fórum að syngja til að halda geðheilsunni.....sungum ma. afmælissönginn fyrir Snjólaugu á 5 mismunandi tungumálum
03:00 - Næsti póstur, þar þurftum við að láta tennisbolta rúlla 10 metra af stökkbretti sem við byggðum......það var erfiðara en það virtist vera.....og svo byrjaði maður að skjálfa því maður var kyrr.....á þessum tímapunkti var ég alveg að missa það!! Svo rúllaði boltinn 7 metra og svo prófuðum við aftur og aftur og aftur.....fjúffff....loksins loksins heppnaðist það! Við fengum næsta verkefni.....nýtt kort!!! Ohhhh.....jæja þá mundi manni hitna á ný en fæturnir sögðu nei, ég hljóp eins og belja.....mjög skemmtilegur hlaupastíll.
04:00 - Næsti póstur........surprise surprise....meira bike and run, ég fyrirlít bike and run núna!! En sem betur fer fékk ég að hjóla aðeins en á þessum tímapunkti var ég farinn að finna fyrir verk í náranum en lét það ekki á mig fá því ef maður hættir keppni skemmir maður fyrir öllu liðinu!
05:00 - Tókum á það ráð að senda strákana hjólandi með kortið okkar á pósta 4-10 á meðan við stelpurnar "hlupum" á endastöðina frá póst 3 sömu leið og við komum.......við vorum búnar að hlaup/labba frekar lengi þegar við allt í einu föttuðum....hummm...þetta hef ég ekki séð áður....svo föttuðum við að við værum týndar út í miðjum skógi, tvær litlar stelpur....litum á hvora aðra og bara sjitt......hlupum eins hratt og við gáutm(sem var hægt) til baka í átt að póst nr. 3. Önnur tilraun heppnaðist sem betur fer en á endapóstinum þurftum við að bíða lengi eftir strákunum þannig kuldinn tók aftur völd!
06:00 - Næsta verkefni.....15 km. að næsta pósti, Bike and run.....úff ég fæ hroll. Jæja, af stað, ekkert væl, enn rigndi stanslaust. Hlaupastíll minn fór hríðvesnandi úr því að líkjast belju í það að líkjast hlaltrandi hænu því nárinn fór virkilega að segja til sín, sérstaklega vegna þess að við stoppuðum reglulega til þess að kíkja á kortið og svo hjólaði ég líka inn á milli. Að lokum sagði kroppurinn nei, hingað og ekki lengra...við ákváðum að labba bara öll, bike and walk, en göngustíllinn var heldur ekki til fyrirmyndar, hölt hæna
07:00 - komum loks að bæ sem heitir Saltum og þá uppgvötvuðum við að við höfðum farið 5 km í vitlausa átt.....þá sagði liðsmaðurinn Flemming, staðgengillinn hingað og ekki lengra því hann þurfti víst að ná lestinni kl. 10 og vildi fara heim í sturtu og svo sagðist hann vera með tvær blöðrur á tánni......díses hvað ég hefði getað kílt hann þegar hann nefndi þessar blöðrur á tánni!!! Í alvöru sko, ok það er fín afsökun að þurfa að ná lestinni, við vissum það líka fyrirfram og svona en vælandi yfir tveimur blöðrum, við vorum öll holdvöt í fæturnar og búin að hlaupa sjúklega langar vegalengdir, við vorum öll með blöðrur á tánum!!!!! Jæja, það er ekkert við því að gera, frekar lélegt verð ég að segja! Þannig við náðum ekki að klára.....svo hringir hann í Jens, kennara og biður hann um að sækja okkur og notar mig sem afsökun, auðvitað vegna þess að það er OF aumingjalegt að kvarta undan smá blöðrum, "Hrefna har ondt i lysken" já já, en ég hefði samt viljað klára djísss....
En samt, pínku ponsu fegin núna því það var 10 km bike and run eftir og það hefði svo sem ekkert farið neitt sérlega vel með nárann......en ég get hvort sem er ekki labbað núna, maður hefði alveg getað pínt sig í 10 km í viðbót!
Ég er búin að vera að gúffa í mig mat og nammi síðan ég kom heim, það var svo kalt að koma heim, gegndrepa og köld, ég laggðist upp í rúm og tveimur buxum, í dúnjakkanum mínum undir sæng og sofnaði í klukkutíma....er búin að sofa í ca. 4 tíma í dag, get ekki sofið vegna verkja....get bara legið á bakinu.....fjúfff.....morgundagurinn verður örugglega verri!
Frekar ítarlegt, nákvæmt og langt blogg, ef þið hafið lesið það allt eru þið MEGA dugleg Vildi bara skrifa gang mála nákvæmt niður svo ég geti sagt barnabörnunum hversu sjóuð amma þeirra er
Í svona lögnu og erfiðu kapphlaupi fer hugurinn sko á flakk en þess sem var mér efst í huga var: Hverjum dettur þessi vitleysa í hug???!!
En svona eftirá hugsar maður, svo ég "kvóti" nú það í þá sem höfðu prófað þetta áður......"fuck det var fedt!"
Knús í klessu
Hin uppgefna Hrefna
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.11.2008 | 08:47
Snjólaug á afmæli í dag!!!
í dag er merkisdagur, nebblega 13. nóvember en á þeim degi fæddist elsku vinkona mín hún Snjólaug! Innilega til hamingju með daginn Snjólaugin mín, vona að þú hafir það huggulegt og hver veit nema þú fáir einhverja kræsilega sendingu frá Danaveldi innan tíðar
Hér eru þrjár myndir sem sýna hvað við höfum það skemmtilegt saman!!
Ójá, Benidorm, hefði ekki verið eins án þess að Snjólaug væri með!!
VIð erum söngstjörnur, erum í raun mjög frægar en kjósum að halda okkur utan við sviðsljósið
Hér er ein gömul og góð!!! Helvíti flottar, 16 ára og í stíl
Knús knús í klessu til þín elsku afmælisbarn!!
Kl. 14:00 í dag legg ég af stað í langferð, adveture race en mun það standa yfir alla nóttina og er áætluð koma aftur í skólann á föstudagseftirmiðdegi....ss. 24 klst. kapphlaup! Það er ekkert sofið í þesu kapphlaupi þannig þetta verður meira en lítið erfitt og kalt. Úfffff.....ég er með smá, eða stóran stresshnút í maganum
knús, sakn og luv
Hrefna Rós
ps. ef þetta kapphlaup verður mitt síðasta langar mig bara að segja, lov jú gæs og hafið það gott í framtíðinni!!!!!
11.11.2008 | 12:27
Tími fyrir blogg kannski??
Hér er allt það besta að frétta, var með MEGA heimþrá um helgina, langar svo mikið að skreppa heim eina helgi eða svo og knúsa alla En sem betur fer er nóg að fólki hérna til að knúsa, allir voða góðir þannig ég er orðin eiturhress á ný! Um helgina fer ég svo til Köben að knúsa stóra brósa og fá íslenskt nammi namm! Ég tapaði nammibindindinu um helgina og mér var svo sama þá....sé samt pínu eftir því núna....100 kall er ágætispeningur fyrir fátækan námsmann....en það er ekkert við því að gera, get borðað nammi núna aftur
Síðustu helgi var alveg MEGA þrefalt afmælispartý á Bjálkanum og það var rosalegt stuð eins og þessar myndir bera með sér.....
Jólabruggið var akkurat að koma á föstudaginn......það var ekkert spes!
Þarna er ég með Jeppe en nammibindindisveðmálið var á milli okkar
Dansinn stiginn!
Mary, eitt ef afmælisbörnunum þremur og barþjónninn sem er með ljótustu gleraugu sem ég hef séð....og ég hef séð mikið af gleraugum!!
Á fimmtudaginn er Adveture raceið mikla og er ég frekar stressuð svona, þetta verður kaldur og langur sólarhringur....er satt að segja ekkert hoppandi spennt fyrir þessu eins og flestir hérna. Er ekki alveg að fatta hvað er eftirsóknarvert við að vera úti í einn sólarhring að leysa alls kyns þrautir og hlaupa og hjóla fleiri kílómetra. Hvað þá í nóvember í skítakulda!!! En allir hérna segja að þetta verði "en fed oplevelse!" ok.....máski máski....ég verð bara að vera bjarsýn....þetta verður GEÐVEIKT!!
Anyways I'm out
knús í klessu!
Hrefna Rós
1.11.2008 | 11:37
Smá vandamál í nammibindinu.....
Fór til Jórunnar á miðvikudaginn og hún átti stóra köku en ég fékk mér ekki einu sinni smakk. Svo fórum við í sjoppu og hún keypti sér nammi en ég keypti mér ekki neitt!! Mjög stolt...ég ætla að vinna þetta veðmál! Samt eitt STÓRT vandamál. Eftir tvær vikur verður "adventure race" sem er þannig að við erum 4 saman í liði og tökum þátt í kapphlaupi þar sem við leysum alls kyns þrautir á leiðinni, t.d. sigla á kanó, finna ýmislegt með því að nota áttavita og binda hnúta. Á milli þrautastöðva hlaupum við og hjólum, svokallað "bike and run" þá eru tvö hjól á lið, ss. alltaf tveir sem hlaupa og tveir sem hjóla, skiptumst á. Kapphlaupið stendur yfir í einn sólarhring þar sem ekkert er sofið...ss. hlaup og þrautir alla nóttina líka!! Ég er MEGA stressuð!! Maturinn sem við fáum er það sem kemst fyrir í bakpokanum okkar og þess vegna er súkkulaði frábært nesti.....stórt vandamál.....ég held að ég verði að svindla!!!:S
28.10.2008 | 08:51
Mánuður án sykurs
Ég er var að taka veðmáli uppá bland í poka fyrir 2000 kr. íslenskar. Veðmálið snýst um það að ég má ekki borða nammi, gos og kökur í einn mánuð, ef ég geri það þarf ég að gefa strák sem heitir Jeppe bland í poka en öfugt ef ég held út!!
Ekkert mál sko maður
Það er samt enginn hérna sem trúir að ég geti haldið út en það hvetur mig náttúrulega ennþá meira til þess að rúlla þessu upp.....íslenska þrjóskan sko
Hlakka til að fá bland í poka fyrir 2000 kjell
23.10.2008 | 05:47
Klovn maraþon og Danmark open
Í dag er ég að fara til Odense að horfa á Danmark open....veij veij!!!
En ég var að fá alla klovn þættina og nú er miklu skemmtilegra að horfa á þá en fyrr því nú skil ég allt
hehe.....Klovn er best, en það er samt skemmtilegast að horfa á það með mömmu og pabba eða Nonna og Soffíu....sakn sakn:*
knús
Hrefna Rós
19.10.2008 | 13:21
Tvöföld brúðkaupsveisla!!
Á föstudaginn var botninn sleginn í þemavikuna en við vissum ekkert hvað við myndum gera. Það eina sem við vissum var að teambuilder krakkarnir sem eru 20 og voru líka hérna í vor skipulöggðu daginn og allir drógu númer á fimmtudagskvöldið. Á föstudagsmorguninn mættum við svo í fundarsalinn og fengum að vita að okkur væri boðið í brúðkaup. Allir fengu merkt boðskort og inn í því stóð hvaða persóna maður væri í brúðkaupinu, persónueinkenni og verkefni sem við áttum að gera í veislunni. Þetta stóða á mínu:
Navn: Pernille Lund
Relation: Brud
Alder: 27 år
Personkarakteristik: forelsket, rigtig lykkelig, Hennig er Pernilles lys, har nemt tårer.
Mission: Du skal begynde at græde af lykke, gerne under en tale. Udbringe mindst én skål! Omtal kun om henning som skat.
Ég var sem sagt brúðurin, Pernille Lund. Næst á dagskránni var gæsapartýið!! Ég þurfti að klæða mig í hallærislegan kjól, með englavængi, geislabaug og töfrasprota og stelpurnar bjuggu til skilti sem stóð á:
Jeg skal giftes
KYS kr. 5
Svo var haldið niður í bæ, ég fremst með þetta skilti og krús fyrir peninga. Stelpurnar kölluðu út um allt, síðasti séns að kyssa brúðina.....mjög vandærðalegt verð ég að segja, ég hef ss. prófað að vera gæs! En ég fékk 55 kr. sem er náttúrlega mjög hentugt fyrir fátækan námsmann.
Næst á dagskrá var undirbúningur fyrir veisluna......á boðskortinu stóð líka í hvaða undirbúningsnefnd fólk væri. Það var bakstur, skreytingar og skemmtun. Ég var í skemmtun og það eina sem ég þurfti að gera þennan eftirmiðdag var að semja ræðu til að halda um kvöldið og auðvitað finna brúðarkjól.
Um hálfsex leitið var ég svo good to go.....
Sko með slör og alles
Með fína brúðarvöndin sem skreytingarnefndin gerði
Þetta var svo "brúðurin" í hinu brúðkaupinu, það var hommabrúðkaup;)
Þarna erum við brúðhjónin, Pernille og Henning Lund, gift á afmælisdeginum hennar Önnu Möggu!
Furðulegir gestir í hinni brúðkaupsveislunni, skrautlegir karakterar....margir hverjir samkynhneigðir
Nik og Jay mættu líka á svæðið!!
Kennararnir dönsuðu uppá barnum!!
Og við dönsuðum líka!!!
Mormor og morfar dönsuðu líka!
Tími til að skera brúðarmöffinsið....namm namm:)
Brúðarvalsinn!
Ræða sem endaði í tárum;)
Ég verð nú að segja, það var bara frekar gaman að vera brúður í einn dag:)
yfir og út
Pernille Lund
17.10.2008 | 13:41
Brúðardagurinn minn!
Í dag heiti ég Pernille og er að fara að gifta mig í kvöld.....
....to be continued.....
hilsen
Pernille Lund
16.10.2008 | 10:32
"Det gode liv"
Á sunnudagskvöldið hófst þemavika hjá okkur í skólanum. Þemað er "hið góða líf". Fyrsta verkefni var að fara í ferð að leita að hinu góða lífi. Okkur var skipt upp í hópa með 3-4 manneskjum í og svo var skólanum læst frá mánudagsmorgni kl. 10 til kl. 17 á þriðjudeginum. Hver og einn hópur fékk 100 kr. á haus en við máttum líka nota meira pening ef við vildum.
Ég var í hóp með stelpu sem heitir Christina og er mjög skemmtileg og strák sem heitir Kasper og er líka skemmtilegur þannig ég var mjög heppin Svo var það að ákveða hvert við ætluðum að fara. Við ræddum aðeins um hvað hið góða líf væri og hvernig við gætum fundið það. Við vorum sammála um að það væri að hafa það huggulegt með ástvinum en því miður var of dýrt að hoppa til Íslands einn sólarhring en það hefði náttúrulega verið hin fullkomna ferð og hið góða líf hefði sko verið fundið þar!! Næstbesti kosturinn var að taka kort af DK og teiknibólu og svo lokaði Kasper augunum og setti teiknibóluna á kortið.....áfángastaðurinn var Kolding sem er mjög sunnarlega á Jótlandi. Við ákváðum að við vildum ekki nota of mikla peninga, enda fátækir námsmenn og ég auðvitað Íslendingur í útlöndum þannig við ákváðum að fara á puttanum. Meira vissum við ekki....ákváðum að leggja af stað með ekkert plan nema að stefnan væri Kolding.....
10:00 á mánudegi - Til í slaginn! Syd på!
Fengum far frekar fljótt:)....til Álaborgar - þegar þangað var komið ætluðum við lengra en þá kom löggan og bannaði okkur að húkka far á þjóðveginum!! Þannig þá þorðum við ekki að húkka far lengra og fórum bara inn í Álaborg.
VEijjj......íslenskar bækur....fórum á bókasafnið vegna þess að Kasperi fannst hið góða líf vera að hygge sig með bók....get ekki alveg verið 100% sammála en ég fann mér samt eina íslenska bók...ekki rosalega mikið úrval en samt er með Rokland og ég er búin með einn kafla:)
Í Álaborg hittum við annan hóp....þrír strákar sem voru á leiðinni í sumarbústað í Løkken og það finnst mér sko vera gott líf og þeir buðu okkur að slást með í för og við bökuðum pönnsur með ís og súkkulaðisósu...namm namm....það er sko hið góða líf!
Svo slógust 2 hópar í viðbót í för þannig við vorum allt í einu 12, 10 strákar og tvær stelpur. Strákarnir fóru að versla og þeir keyptu þetta skemmtilega öl....Óðinn!!
Strákarnir voru ekkert sérstaklega góðir grillarar.....
Eftir kvöldmat var svo tekið eitt drykkjuspil og svo tók við draugasaga!!
Hópurinn fyrir framan bústaðinn morguninn eftir....strákarnir fóru að synda naktir í sjónum um morguninn en því miður var ég ekki að nenna að vakna kl. 7:00 til að taka myndir af þeim atburði...
Svo fórum við í bæinn....vorum í Løkken og þar fann ég ljótustu buxur í Danmörku
Svo skeit fugl á hausinn á Janusi!!! Sjúklega fyndið!!
úúú....ég fann solcenter og var að spá í að taka 20 min á þetta!!
Á leiðinni heim vorum við 8 í 5 manna bíl, mjög óþægilegt!!!!.....úps...nei, við vorum sko ekki þannig í alvörunni mamma og pabbi.....
Kl. 17:10 komum við svo til Brönderslev eftir ógleymanlega ferð!
Við fundum hið góða líf í þessarri ferð okkar....það var að hafa það huggulegt í góðra vina hópi Hlakka svo til að koma á klakann og lifa hinu góða lífi með öllu yndislega fólkinu mínu þar!!:*
Í gær héldum við fyrirlestra um ferðirnar okkar og það var mjög gaman að heyra hvert fólk hafði farið, sumir fóru á puttanum til Århus, sumir fóru í Legoland og enn aðrir fóru til Berlín. Það voru nokkrir sem sváfu á hosteli, aðrir hjá frændfólki og enn aðrir undir berum himni. Í kaffitímanum fengum við svo kökur og kræsingar því við eigum að lifa hinu góða lífi þessa vikuna:)
Í dag eru svona workshops, þ.e. við fengum að velja tvennt til að gera í dag, ég valdi vist og wellness. Ég spilaði vist í morgun og það var virkilega huggulegt. Svo er ég að fara í wellness á eftir að það er nudd, andlitsmeðferð og annað slíkt
Á morgun er eitthvað surprize og svo er fest um kvöldið....veij veij
Hér er gaman að vera
knús, sakn og luv
Hrefna Rós
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 09:17
Hyggeaften með nammi í tonnavís
Elsku besta vinkona okkar Jórunnar hún Snjólaug sendi okkur:
400 gr. af Nóa kroppi
250 gr. af þristum
500 gr. af lakkrískonfekti
250 gr. af súkkulaðirúsínum
......við opnuðum pokana og þá hófst átið......jiminn eini, þetta var rosalegt, svo til að toppa allt fórum við útá vídeóleigu og keyptum okkur bland í poka og við poppuðum. Þetta var virkilegt átkvöld, rosalegt!! Þegar Morten kom heim lágum við báðar steinrotaðar í súkkulaðivímu með nammi útá kinn og Love actually rúllandi.
Ég krassaði á sófanum hjá Jósu og þegar ég vaknaði var allt nammið auðvitað á stofuborðinu og núna er ég búin með 4 þrista, smá nóakropp og talsvert mikið af lakkrís.....
....við kunnum ekki alveg að njóta nammisins......
kv. Hrefna átvagl
ps. við ætlum í ræktina í dag;) og btw. ég útskrifaðist sem spinningkennari í gær!!!!